Ensku úrvalsdeildarliðin vilja breyta félagsskiptaglugganum aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 08:30 Það hefur verið mikil óvissa með framtíð Christian Eriksen hjá Tottenham og hún hélt áfram í margar vikur eftir að glugginn lokaði í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Julian Finney Enska úrvalsdeildin hefur verið úr takti við aðrar deildir í Evrópu í haust þegar kemur að félagsskiptum leikmanna. Glugginn lokaði hjá flestum evrópsku deildunum í gær en þá var hann búinn að vera lokaður í ensku úrvalsdeildinni í rúmar þrjár vikur. Telegraph segir að það sé næstum því öruggt að ensku úrvalsdeildarfélögin muni kjósa það á næstu fundum sínum að breyta aftur til baka þannig að félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni loki á sama tíma og hann gerir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu. Þrjú af félögunum sem börðust fyrir breytingunni fyrir tveimur árum vilja nú að það verði kosið aftur um málið á næsta fundi félaganna sem verður 12. september.Premier League clubs to vote to realign transfer window with Europe after loss of bargaining power this summer https://t.co/MXWiS568Lq — Telegraph Football (@TeleFootball) September 3, 2019 Það er samt ekkert víst að kosið verði um málið strax á þessum fundi í september því líklegt er að kosningunni verði frestað fram í nóvember þannig að félögin fái lengri tíma til að skoða kostina og gallana frá öllum hliðum. Árið 2017 voru fjórtán félög í ensku úrvalsdeildinni með því að loka félagsskiptaglugganum einum eða tveimur dögum áður en fyrstu leikir tímabilsins færu fram. Manchester City, Manchester United, Crystal Palace, Watford og Swansea kusu öll á móti því en Burnley sat hjá. Vinsældir breytingarinnar hafa minnkað mikið á þessum tveimur árum og nú eru aðeins níu félög enn með því að halda sig við það að loka glugganum fyrir tímabil. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, er einn af þeim sem hafa verið hvað ósáttastir með fyrirkomulagið en það er hans mat og fleiri að ensku félögin séu fyrir vikið í verri samningsstöðu gagnvart hinum evrópsku félögunum. Ensku félögin eiga nefnilega á hættu að missa sterka leikmenn eftir að þau hafa misst af möguleikanum að fá einhvern leikmann í staðinn. England Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur verið úr takti við aðrar deildir í Evrópu í haust þegar kemur að félagsskiptum leikmanna. Glugginn lokaði hjá flestum evrópsku deildunum í gær en þá var hann búinn að vera lokaður í ensku úrvalsdeildinni í rúmar þrjár vikur. Telegraph segir að það sé næstum því öruggt að ensku úrvalsdeildarfélögin muni kjósa það á næstu fundum sínum að breyta aftur til baka þannig að félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni loki á sama tíma og hann gerir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu. Þrjú af félögunum sem börðust fyrir breytingunni fyrir tveimur árum vilja nú að það verði kosið aftur um málið á næsta fundi félaganna sem verður 12. september.Premier League clubs to vote to realign transfer window with Europe after loss of bargaining power this summer https://t.co/MXWiS568Lq — Telegraph Football (@TeleFootball) September 3, 2019 Það er samt ekkert víst að kosið verði um málið strax á þessum fundi í september því líklegt er að kosningunni verði frestað fram í nóvember þannig að félögin fái lengri tíma til að skoða kostina og gallana frá öllum hliðum. Árið 2017 voru fjórtán félög í ensku úrvalsdeildinni með því að loka félagsskiptaglugganum einum eða tveimur dögum áður en fyrstu leikir tímabilsins færu fram. Manchester City, Manchester United, Crystal Palace, Watford og Swansea kusu öll á móti því en Burnley sat hjá. Vinsældir breytingarinnar hafa minnkað mikið á þessum tveimur árum og nú eru aðeins níu félög enn með því að halda sig við það að loka glugganum fyrir tímabil. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, er einn af þeim sem hafa verið hvað ósáttastir með fyrirkomulagið en það er hans mat og fleiri að ensku félögin séu fyrir vikið í verri samningsstöðu gagnvart hinum evrópsku félögunum. Ensku félögin eiga nefnilega á hættu að missa sterka leikmenn eftir að þau hafa misst af möguleikanum að fá einhvern leikmann í staðinn.
England Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira