Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2019 15:06 Það er ekki ofsögum sagt að Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, standi í ströngu þessa dagana. vísir/getty Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata. Í yfirlýsingunni sagði hann ríkisstjórn Boris Johnson beita siðlausum aðferðum til að knýja fram Brexit sem yrði skaðlegt þjóðinni.As Johnson talked Tory MP Philip Lee stood up and walked across the floor of the Commons and sat down with the Lib Dems (top right). pic.twitter.com/cRLh6FRejT — Ian Dunt (@IanDunt) September 3, 2019Here you go: Tory MP Philip Lee literally crosses the floor, follows Lib Dem chief whip Alistair Carmichael and new MP Jane Dodds onto the LD benches, takes a seat next to party leader Jo Swinson pic.twitter.com/VbRPG3CTTB — Alex Partridge (@alexpartridge87) September 3, 2019 Íhaldsflokkurinn náði ekki hreinum meirihluta á þinginu í kosningunum 2017 en gerði samkomulag við Lýðræðislega sambandsflokkinn á Norður-Írlandi sem hefur varið stjórnina vantrausti. Sá meirihluti stóð og féll með einum manni, sem í dag reyndist vera fyrrnefndur Lee.Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu Sky News.Ekki aðeins ævareið stjórnarandstaða heldur einnig ósáttir Íhaldsmenn Það hefur allt verið á suðupunkti í breskum stjórnmálum undanfarna daga. Ballið byrjaði þegar Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, lýsti því yfir í liðinni viku að hann ætlaði að fresta þinginu í næstu viku og ekki kalla það saman í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit verður að óbreyttu þann 31. október næstkomandi. Johnson hefur sagt að hann vilji ganga úr sambandinu þann dag, þrátt fyrir að ekki verði kominn samningur við ESB fyrir þann tíma. Áður en Johnson ákvað að fresta þingi í aðdraganda Brexit gerðu þingmenn ráð fyrir því að tími gæfist til að leggja fram og ræða frumvarp sem koma á í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Þingfrestun setti hins vegar þessi áform í uppnám og gerði ekki aðeins stjórnarandstöðuna ævareiða heldur einnig tiltekna þingmenn Íhaldsflokksins. „Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum“ Þar á meðal er Lee sem gekk úr flokknum í dag. Í yfirlýsingu sinni vegna úrsagnarinnar segir hann að flokkurinn sem hann gekk í árið 1992 sé ekki sami flokkur og hann yfirgefi í dag. Lee segir að ríkisstjórn Boris Johnson beiti siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem muni valda þjóðinni skaða. „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða að ástæðulausu og stefnir heilindum Bretlands í hættu að tilefnislausu. Þar að auki grefur ríkisstjórnin undan efnahag landsins, lýðræði þess og hlutverki þess í alþjóðasamfélaginu. Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum af ígrunduðum ásetningi. Þess vegna geng ég til liðs við Jo Swinson og Frjálslynda demókrata í dag,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Lee.Reyna að koma í veg fyrir útgöngu án samnings Þeir þingmenn sem eru andsnúnir því að Bretland gangi úr ESB án samnings ætla að reyna allt til þess að koma í veg fyrir að það gerist. Þrátt fyrir þingfrestunina hafa þeir lagt fram frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu án samnings. Í tengslum við það munu þingmennirnir óska eftir því við John Bercow, forseta þingsins, að í dag fari fram neyðarumræður um Brexit. Fastlega er búist við því að Bercow leyfi slíkar umræður en að þeim loknum munu þingmennirnir greiða atkvæði um það hvort frumvarp um að fresta útgöngu verði tekið fyrir á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata. Í yfirlýsingunni sagði hann ríkisstjórn Boris Johnson beita siðlausum aðferðum til að knýja fram Brexit sem yrði skaðlegt þjóðinni.As Johnson talked Tory MP Philip Lee stood up and walked across the floor of the Commons and sat down with the Lib Dems (top right). pic.twitter.com/cRLh6FRejT — Ian Dunt (@IanDunt) September 3, 2019Here you go: Tory MP Philip Lee literally crosses the floor, follows Lib Dem chief whip Alistair Carmichael and new MP Jane Dodds onto the LD benches, takes a seat next to party leader Jo Swinson pic.twitter.com/VbRPG3CTTB — Alex Partridge (@alexpartridge87) September 3, 2019 Íhaldsflokkurinn náði ekki hreinum meirihluta á þinginu í kosningunum 2017 en gerði samkomulag við Lýðræðislega sambandsflokkinn á Norður-Írlandi sem hefur varið stjórnina vantrausti. Sá meirihluti stóð og féll með einum manni, sem í dag reyndist vera fyrrnefndur Lee.Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu Sky News.Ekki aðeins ævareið stjórnarandstaða heldur einnig ósáttir Íhaldsmenn Það hefur allt verið á suðupunkti í breskum stjórnmálum undanfarna daga. Ballið byrjaði þegar Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, lýsti því yfir í liðinni viku að hann ætlaði að fresta þinginu í næstu viku og ekki kalla það saman í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit verður að óbreyttu þann 31. október næstkomandi. Johnson hefur sagt að hann vilji ganga úr sambandinu þann dag, þrátt fyrir að ekki verði kominn samningur við ESB fyrir þann tíma. Áður en Johnson ákvað að fresta þingi í aðdraganda Brexit gerðu þingmenn ráð fyrir því að tími gæfist til að leggja fram og ræða frumvarp sem koma á í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Þingfrestun setti hins vegar þessi áform í uppnám og gerði ekki aðeins stjórnarandstöðuna ævareiða heldur einnig tiltekna þingmenn Íhaldsflokksins. „Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum“ Þar á meðal er Lee sem gekk úr flokknum í dag. Í yfirlýsingu sinni vegna úrsagnarinnar segir hann að flokkurinn sem hann gekk í árið 1992 sé ekki sami flokkur og hann yfirgefi í dag. Lee segir að ríkisstjórn Boris Johnson beiti siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem muni valda þjóðinni skaða. „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða að ástæðulausu og stefnir heilindum Bretlands í hættu að tilefnislausu. Þar að auki grefur ríkisstjórnin undan efnahag landsins, lýðræði þess og hlutverki þess í alþjóðasamfélaginu. Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum af ígrunduðum ásetningi. Þess vegna geng ég til liðs við Jo Swinson og Frjálslynda demókrata í dag,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Lee.Reyna að koma í veg fyrir útgöngu án samnings Þeir þingmenn sem eru andsnúnir því að Bretland gangi úr ESB án samnings ætla að reyna allt til þess að koma í veg fyrir að það gerist. Þrátt fyrir þingfrestunina hafa þeir lagt fram frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu án samnings. Í tengslum við það munu þingmennirnir óska eftir því við John Bercow, forseta þingsins, að í dag fari fram neyðarumræður um Brexit. Fastlega er búist við því að Bercow leyfi slíkar umræður en að þeim loknum munu þingmennirnir greiða atkvæði um það hvort frumvarp um að fresta útgöngu verði tekið fyrir á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira