Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 21:00 Stuðningsmenn áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu hafa mótmælt fyrir utan þinghúsið í Westminster í kvöld. Vísir/EPA Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varð undir í breska þinginu í kvöld þegar uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum lögðu stjórnarandstæðingum lið og greiddu atkvæði með tillögu sem gerir andstæðingum Brexit kleift að bera fram frumvarp til að stöðva útgöngu án samnings. Tillagan sem var samþykkt í sérstakri umræðu í þinginu í kvöld veitir þverpólitískum hópi þingmanna leyfi til að stjórna dagskrá þingsins. Hópurinn ætlar í kjölfarið að leggja fram frumvarp á morgun sem myndi neyða Johnson til að fresta útgöngunni fram yfir 31. október nema þingið samþykki útgöngusamning eða greiði atkvæði með útgöngu án samnings fyrir þann tíma. The Guardian segir að tillagan hafi verið samþykkt með 27 manna meirihluta, 328 atkvæðum gegn 301. Nokkur fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði í byrjun vikunnar hótað því að reka uppreisnarmenn úr flokknum og banna þeim að bjóða sig fram aftur fyrir hann.MPs vote by 328 to 301 to take control of the Commons agenda tomorrow, paving the way for a bill designed to block Boris Johnson from taking the UK out of the EU without a #Brexit dealLive updates: https://t.co/TIaH4BJrtv pic.twitter.com/rGvfChpYEW— BBC Politics (@BBCPolitics) September 3, 2019 Þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar varð ljós sagðist Johnson hafna frumvarpinu um að stöðva útgöngu án samnings. Hann vilji ekki nýjar kosningar en greiði þingmenn atkvæði með frumvarpinu á morgun muni hann boða til þeirra 17. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, svaraði því að Johnson þyrfti þá að fá frumvarp þess efnis samþykkt áður. Verkamannaflokkurinn muni ekki styðja frumvarp um kosningar nema frumvarp sem komi í veg fyrir útgöngu án samnings verði samþykkt áður. Fyrr í dag tapaði Íhaldsflokkur Johnson eins manns meirihluta sínum á þingi þegar Philipp Lee, þingmaður hans, gekk til liðs við Frjálslynda demókrata.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varð undir í breska þinginu í kvöld þegar uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum lögðu stjórnarandstæðingum lið og greiddu atkvæði með tillögu sem gerir andstæðingum Brexit kleift að bera fram frumvarp til að stöðva útgöngu án samnings. Tillagan sem var samþykkt í sérstakri umræðu í þinginu í kvöld veitir þverpólitískum hópi þingmanna leyfi til að stjórna dagskrá þingsins. Hópurinn ætlar í kjölfarið að leggja fram frumvarp á morgun sem myndi neyða Johnson til að fresta útgöngunni fram yfir 31. október nema þingið samþykki útgöngusamning eða greiði atkvæði með útgöngu án samnings fyrir þann tíma. The Guardian segir að tillagan hafi verið samþykkt með 27 manna meirihluta, 328 atkvæðum gegn 301. Nokkur fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði í byrjun vikunnar hótað því að reka uppreisnarmenn úr flokknum og banna þeim að bjóða sig fram aftur fyrir hann.MPs vote by 328 to 301 to take control of the Commons agenda tomorrow, paving the way for a bill designed to block Boris Johnson from taking the UK out of the EU without a #Brexit dealLive updates: https://t.co/TIaH4BJrtv pic.twitter.com/rGvfChpYEW— BBC Politics (@BBCPolitics) September 3, 2019 Þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar varð ljós sagðist Johnson hafna frumvarpinu um að stöðva útgöngu án samnings. Hann vilji ekki nýjar kosningar en greiði þingmenn atkvæði með frumvarpinu á morgun muni hann boða til þeirra 17. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, svaraði því að Johnson þyrfti þá að fá frumvarp þess efnis samþykkt áður. Verkamannaflokkurinn muni ekki styðja frumvarp um kosningar nema frumvarp sem komi í veg fyrir útgöngu án samnings verði samþykkt áður. Fyrr í dag tapaði Íhaldsflokkur Johnson eins manns meirihluta sínum á þingi þegar Philipp Lee, þingmaður hans, gekk til liðs við Frjálslynda demókrata.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53