Tveir þriðju hlutar þingheims þurftu að samþykkja frumvarp Johnson til þess að það öðlaðist gildi. Þingmenn Verkamannaflokksins sátu hjá. Á endanum greiddu 298 þingmenn atkvæði með því að flýta kosningum um tvö ár en 56 gegn því. Vantaði 136 upp á að frumvarpið yrði samþykkt.
Johnson beindi reiði sinni að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, eftir að niðurstaðan varð ljós. Corbyn hafi orðið fyrsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar til þess að hafna boði um kosningar.
„Ég get aðeins leitt líkum að því hvers vegna hann hikar. Augljósa ályktunin er að hann telur sig ekki geta unnið,“ sagði Johnson.
Breska ríkisútvarpið BBC segir að örlög frumvarpsins sem neðri deildin samþykkti í kvöld um að fresta útgöngunni séu óljós. Það gengur nú til lávarðadeildarinnar þar sem fulltrúar Íhaldsflokksins gætu stöðvað það með málþófi. Þingfundum verður frestað í næstu viku samkvæmt ákvörðun Johnson.
Boris Johnson fails to win the backing of enough MPs to hold a snap election next month, falling short of the two-thirds majority required by law
— BBC Politics (@BBCPolitics) September 4, 2019
Live updates: https://t.co/UcpUupmXtg pic.twitter.com/iGcgvXkkgn