Fyrsti leikur Bendtner fer fram á bak við luktar dyr: Hræddir við Bendtner-æðið í Köben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 14:00 Nicklas Bendtner á blaðamannafundi þegar hann var kynntur sem leikmaður FCK. Getty/ Lars Ronbog Það hefur gripið um sannkallað Bendtner æði í Kaupmannahöfn eftir að danski knattspyrnumaðurinn Nicklas Bendtner ákvað að snúa heim til Danmerkur og semja við FCK. Allar FCK treyjurnar seldust upp á fyrsta sólarhringnum eftir að fréttist af samningi Bendtner við danska félagið. Nú er áhuginn svo mikill að fyrsti leikur Nicklas Bendtner fyrir FC Kaupamannahöfn verður að vera spilaður á bak við lokaðar dyr. Ástæðan fyrir því að engum áhorfendum verður hleypt inn á leikinn er að forráðamenn FCK óttast það að æfingavöllurinn myndi fyllast af fólki og þeir myndu ekki ráða við eitt eða neitt.'It's gone wild': Nicklas Bendtner to make first FC Copenhagen appearance behind closed doors for fear of overcrowding. By @m_christensonhttps://t.co/GRqc0kqG0h — Guardian sport (@guardian_sport) September 5, 2019Hinn 31 árs gamli Nicklas Bendtner kom til danska félagsins á frjálsri sölu en hann hefur spilað erlendis síðan að hann var sextán ára þar af í langan tíma með Arsenal en nú síðast með Rosenborg í Noregi. Þetta verður fyrsti fótboltaleikur Nicklas Bendtner síðan 28. apríl en umræddur æfingaleikur er á móti nágrönnunum í Bröndby og fer hann fram á þriðjudaginn kemur. „Þetta er klikkað. Ég held að markaðsdeildin okkar hafi aldrei lent í svona áður. Við þurfum örugglega að fara aftur til Preben Elkjær á níunda áratugnum til að finna annan danskan leikmann sem hefur svona mikla hetjustöðu meðal danskra knattspyrnuáhugamanna,“ sagði Ståle Solbakken stjóri FCK. „Þessi leikur er á móti Bröndby og það er alltaf eins og stríð. Það er ekki mögulegt að hleypa fólki inn. Það myndu koma stuðningsmenn frá báðum félögum og allt í einu væru við komin með þrjú til fjögur þúsund manns á æfingaleik. Við ráðum ekki við það á okkar æfingavelli,“ sagði Solbakken. Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Það hefur gripið um sannkallað Bendtner æði í Kaupmannahöfn eftir að danski knattspyrnumaðurinn Nicklas Bendtner ákvað að snúa heim til Danmerkur og semja við FCK. Allar FCK treyjurnar seldust upp á fyrsta sólarhringnum eftir að fréttist af samningi Bendtner við danska félagið. Nú er áhuginn svo mikill að fyrsti leikur Nicklas Bendtner fyrir FC Kaupamannahöfn verður að vera spilaður á bak við lokaðar dyr. Ástæðan fyrir því að engum áhorfendum verður hleypt inn á leikinn er að forráðamenn FCK óttast það að æfingavöllurinn myndi fyllast af fólki og þeir myndu ekki ráða við eitt eða neitt.'It's gone wild': Nicklas Bendtner to make first FC Copenhagen appearance behind closed doors for fear of overcrowding. By @m_christensonhttps://t.co/GRqc0kqG0h — Guardian sport (@guardian_sport) September 5, 2019Hinn 31 árs gamli Nicklas Bendtner kom til danska félagsins á frjálsri sölu en hann hefur spilað erlendis síðan að hann var sextán ára þar af í langan tíma með Arsenal en nú síðast með Rosenborg í Noregi. Þetta verður fyrsti fótboltaleikur Nicklas Bendtner síðan 28. apríl en umræddur æfingaleikur er á móti nágrönnunum í Bröndby og fer hann fram á þriðjudaginn kemur. „Þetta er klikkað. Ég held að markaðsdeildin okkar hafi aldrei lent í svona áður. Við þurfum örugglega að fara aftur til Preben Elkjær á níunda áratugnum til að finna annan danskan leikmann sem hefur svona mikla hetjustöðu meðal danskra knattspyrnuáhugamanna,“ sagði Ståle Solbakken stjóri FCK. „Þessi leikur er á móti Bröndby og það er alltaf eins og stríð. Það er ekki mögulegt að hleypa fólki inn. Það myndu koma stuðningsmenn frá báðum félögum og allt í einu væru við komin með þrjú til fjögur þúsund manns á æfingaleik. Við ráðum ekki við það á okkar æfingavelli,“ sagði Solbakken.
Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira