Móðurmál: Marín Manda um þriðju meðgönguna, fæðinguna og ástina Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 5. september 2019 19:30 Marín Manda eignaðist á dögunum sitt þriðja barn með kærasta sínum Hannesi Frímanni. Aðsend mynd Fagurkerinn og nútímafræðingurinn Marín Manda eignaðist sitt þriðja barn á dögunum. Litla, fallega og fullkomna stelpu. Kærastinn hennar er Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri hjá Kviku, og er þetta þeirra fyrsta barn saman. Manda, eins og hún er oftast kölluð, er þriðji viðmælandi í nýjum lið Makamála sem nefnist Móðurmál. Markmið Móðurmáls er að fjalla um ólíkar upplifanir kvenna af meðgöngum og fæðingum og gefa þannig persónulega innsýn í þetta stóra og mikla ferli sem það er að koma nýrri manneskju í heiminn. 1. Nafn? Marín Manda Magnúsdóttir.2. Aldur? Ég er fjör..tíu…ára. Semsagt ennþá mjög fjörug. Þegar sonur minn vill gleðja mig þá segir hann: „Veistu mamma, þú lítur út bara alveg eins og 25 ára þó þú sért hundgömul.“ Hann kann að bræða mömmu sína þessi elska.3. Númer hvað er þessi meðganga? Þetta var mín þriðja meðganga en eldri börnin mín eru 11 ára og 14 ára núna svo að ég er komin með fínar barnapíur. Kannski ekki svo galin tímasetning að koma með eitt kríli.4. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Það má eiginlega segja að Ellý Ármanns hafi tilkynnt mér það fyrst. Það er að segja tilkynnt mér og hópi af vinafólki okkar í desember. Hún mætti sem leynigestur í jólaboð til okkar til að spá í Tarot spil.Ellý leit á spilin mín og sagði: „Nei til hamingju mín kæra. Það er barn á leiðinni, hvenær áttu von á þér?“ Mér brá svo mikið að ég drukknaði næstum því í kokteilglasinu mínu. Svo fór ég bara að hlægja. Vinafólki okkar fannst greinilega gaman að þessum fréttum og við gerðum grín að þessu restina af kvöldinu: „Til lukku með barnið og já hvað á barnið að heita?“ Það magnaða við þetta var að Ellý reyndist sannspá því rúmlega viku seinna vaknaði ég upp og leið skringilega. Þá læddist að mér grunur, svo ég laumaði mér út að kaupa óléttupróf sem var jákvætt. 5. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar?Mér leið allskonar. Ógleðin lét strax á sér bera svo ég var sífellt nartandi í kex, brauð og drekkandi Ginger Ale. Ég upplifði einnig allan tilfinningaskalann, var ótrúlega spennt og glöð en einnig mjög hrædd og kvíðin. Ég þekki sorgina við að missa fóstur sem var hræðilegt ferli svo ég vildi helst pakka sjálfri mér inn í bómul. Hins vegar vorum við parið á leiðinni til Asíu yfir jól og áramót svo ég ákvað að anda rólega, upplifa framandi menninguna og njóta. Fyrstu þrír mánuðirnir á meðgöngu eru ekki mínir uppáhalds því ég er þessi týpa sem verð strax mjög ólétt, með öll einkenni og kúlan birtist fljótt. Ég átti því erfitt með að leyna þessu.6. Var eitthvað sem kom á óvart við sjálfa meðgönguna?Það kom mér á óvart hversu vel meðgangan gekk. Nú var ég búin að heyra hryllingssögur af ófrískum konum um fertugt með alla heimsins kvilla og allt væri svo hrikalega erfitt. Að sjálfsögðu reynir meðgangan á en ég var ekki að upplifa meiri kvilla en þegar ég var ófrísk 25 ára. Mér leið almennt vel og hlustaði vel á líkamann. Ég þurfti samt að rifja upp ýmislegt, enda heil 11 ár síðan ég átti barn síðast og margt hefur breyst á þessum tíma.Annað sem ég átti ekki von á var hversu opinskátt annað fólk var um útlit mitt á meðgöngunni. Flestir höfðu eitthvað að segja um hversu stór kúlan mín var, einhverjir vildu meina að ég væri orðin feit og aðrir slógu mér gullhamra. Oft var ég spurð hvort ég væri viss um að ég gengi einungis með eitt barn. Meðganga er svo magnað ferli og breytingarnar á líkama og sál eru að sjálfsögðu misjafnar hjá hverri konu. Eitt er þó víst, raunveruleikinn er engin glansmynd, við erum sjálfar mjög meðvitaðar um þessar breytingar og þurfum ekki á því að halda að vera gagnrýndar fyrir útlitið á þessu tímabili. Mér fannst ég sjálf vera orðin nokkuð lipur undir lokin að rúlla mér fram úr rúminu á morgnanna berandi 20 auka kíló. 7. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður?Mæðraverndin er mjög góð á Íslandi en ég átti hin börnin mín í Kaupmannahöfn svo það var öðruvísi upplifun. Mér finnst haldið mjög vel utan um verðandi mæður hér á landi og þá sérstaklega eftir fæðingu. Áhersla er lögð á að móðirin sé í góðu andlegu jafnvægi sem mér fannst alveg vanta úti í Danmörku.Ég hef verið mjög heppin með ljósmæður á þessari meðgöngu. Sú sem annaðist okkur á fæðingardeildinni og tók á móti dótturinni var algjör klettur. Svo hlý en ákveðin og ég treysti henni fullkomlega. Ég á henni svo ótrúlega margt að þakka. Einnig var ljósmóðirin sem kom heim til okkar fyrstu 10 dagana eftir fæðinguna ótrúlega ráðagóð. Hún var algjört gull. Ljósmæður eru hreinlega ómetanlegar og eiga svo mikið hrós skilið fyrir vinnuna sína. 8. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna?Til gamans las ég aftur bókina, Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð, en fæðingarsögur annarra kvenna finnast mér ótrúlega áhugaverður og skemmtilegur lestur. Engin meðganga né fæðing er jú eins. Svo horfði ég á fjöldann allan af þáttum af One born every minute sem var fínt til að rifja upp. Einnig fylgdist ég með Instagram síðunni Empowered Birth Project og Kviknar. Við parið ræddum allt í þaula og undirbjuggum börnin okkar með því að leyfa þeim að vera þátttakendur í ferlinu. Til að mynda komu þau með í 3D sónarinn til að sjá litlu systur sína. Ég downloadaði einnig smáforritinu Pregnancy+ og gat því fylgst ca. með stærð barnsins viku fyrir viku og sýnt krökkunum: „Sjáið, nú er hún álíka stór og squash eða nú er hún eins og lítill hvolpur.“ Þú þarft reyndar að skoða þetta smáforrit til að skilja mig en þetta fannst öllum mjög fyndið á heimilinu.9. Hvernig gekk fæðingin?Ég missti vatnið kl. 21.30 um kvöldið uppi í rúmi. Örfáum mínútum síðar byrjaði hríðastormurinn með kröftugum hríðum með nánast engri pásu. Klukkustund síðar var ég komin upp á fæðingardeild þar sem yndisleg ljósmóðir tók á móti okkur. Næstu 5 tímar voru ákafir, líkt og að hlaupa maraþon, þar sem líkaminn vann sína vinnu. Pabbinn tók síðan sjálfur á móti dóttur sinni. Fæðingin gekk mjög vel og við vorum svo þakklát og meyr að fá hana loksins í hendurnar.10. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið?Það var ást við fyrstu sýn. Það er að sjálfsögðu ólýsanleg tilfinning en ég fann að ég elskaði hana strax. Mig langaði bara að vernda hana og kyssa og kúra með henni.Við horfðum heillengi agndofa á þessa litlu mannveru sem allt í einu var komin inn í líf okkar. Við vorum bæði ástfangin af henni og af hvoru öðru. Tengdari en nokkru sinni fyrr. Svona leið mér alls ekki með fyrsta barn en þá upplifði ég ótrúlega erfiða og langa fæðingu. Þá var ég bara hrædd og fannst ég hafa staðið mig illa. Mér fannst allir hafa logið að mér að maður gæti elskað barnið sitt frá fyrstu mínútu.Aðsend mynd11. Fengu þið að vita kynið?Já við fengum að vita að við ættum von á stelpu í 10. viku. Mér fannst það frábært. Ég fór í svokallaða NIPS blóðprufu sem er boðið upp á alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum. Þá er prufan send til Svíþjóðar og kannaðir eru litningagallar en NIPS prófið er 99% öruggt. Ég sleppti því hnakkaþykktarmælingunni.12. Rann eitthvað matar-æði á þig á meðgöngunni? (craving)Já ég borðaði appelsínur og perur út í eitt. Ef einhver vogaði sér að borða eina af appelsínunum mínum þá gat ég farið að grenja. Allir drykkir þurftu að vera með klaka og svo var ég sjúk í lífræna kókosstykkið frá Himneskt. Jæja, ég hef greinilega verið óþolandi týpan.13. Finnst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nafnið er ekki komið ennþá. Við höfðum ákveðið nafn í huga en þegar hún fæddist þá passaði það nafn ekki við hana. Það eru samningaviðræður í gangi en hún er aðeins þriggja vikna svo við höfum smá tíma ennþá. Eins og er er hún bara kölluð baby eða lillan sem gengur náttúrulega ekki til lengdar.14. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna?Ógleðin í byrjun og verkirnir þegar hún var búin að skorða sig í lokin. Þá var ég farin að vagga eins og mörgæs þegar ég gekk sem var ekki smart en eflaust mjög fyndið fyrir að horfa á. Allt hitt var smáræði miðað við það.Aðsend mynd15. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna?Hreiðurgerðin! Svo fannst mér kúlan mín falleg svo mér fannst gaman að fylgjast með henni stækka.16. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar?Sem betur fer er umræðan að verða opnari og konur orðnar duglegri að deila reynslu sinni hvort sem hún er góð eða slæm. Það hjálpar öðrum að deila upplifunum sínum og ræða hlutina.Mér finnst hún Andrea sem heldur úti Instagramminu Kviknar vera með mjög góða punkta en hún hefur án efa hjálpað mörgum með opinni umræðu um kvilla á meðgöngu, brjóstagjöf og fleira. Hins vegar finnst mér umræðan um fósturmissi ábótavant. Það er eitthvað sem mætti tala meira um því svo margar konur upplifa fósturmissi sem einhverja skömm og þetta er svo mikið sorgarferli.17. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Með tilkomu Barnaloppunar erum við sem betur fer farin að taka þátt í endurnýtingu fatnaðar og hluta fyrir börnin okkar. Samfélagið er kaupsjúkt sama hvort við verslum notaðar merkjavörur eða kaupum nýjar vörur. Ég viðurkenni fúslega að taka þátt í slíku en við höfum keypt bæði notað og nýtt fyrir litlu dömuna okkar. Við áttum engar barnagræjur enda svo langt síðan við vorum með lítil börn svo að við fjárfestum í ákveðnum nauðsynjum sem okkur þótti fallegt.18. Hvernig gengur brjóstagjöfin?Dagur þrjú var erfiður þegar mjólkin var ekki komin og litla daman var orðin svöng. En svo fór þetta að rúlla og ég mjólka eins og belja svo hún þyngist og dafnar mjög vel. Mér finnst það algjör forréttindi að geta verið með hana á brjósti og mun reyna að hafa hana á brjósti á meðan allt gengur svona vel. Ég var með hin börnin mín í rúmlega ár á brjósti svo við sjáum til hvað gerist.Aðsend mynd19. Hvað eigið þið mörg börn og hvernig tóku þau nýja barninu? Við eigum þrjú börn fyrir. Ég á strák sem er 11 ára og dóttur sem er 14 ára og Hannes á 13 ára strák. Þau voru öll mjög spennt að eignast lítið systkini og hafa verið dugleg að taka þátt og halda á henni síðustu þrjár vikurnar.20. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra?Ég mæli með því að taka einn dag í einu og njóta litlu augnablikanna með nýfæddu krílunum. Þessi tími kemur aldrei aftur og við erum svo sannarlega ekki að missa af neinu. Það er í lagi að segja nei við heimsóknum ef það hentar ekki.Ekki miða þig við aðrar mæður og mikilvægt er að átta sig á því að allir eiga góða og slæma daga. Þvotturinn er ekki að fara neitt og líkaminn mun jafna sig. Glöð mamma er góð mamma svo leyfðu þér að líða vel í eigin skinni því það endurspeglast í barninu. Því mæli ég með því að forðast dramatískar aðstæður og einungis umgangast fólk sem lætur manni líða vel. Umfram allt, lifðu lífinu fyrir þig, á þínum hraða. Makamál óska Möndu, Hannesi og börnum þeirra innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn og þakka Möndu innilega fyrir einlægt spjall og heiðarleg svör. Móðurmál Tengdar fréttir Hvað er það sem gerir þig meira aðlaðandi? Það er margt sem hefur verið sagt um fegurð í gegnum tíðina og ófáar skilgreiningar á því hvað fegurð raunverulega er. Á síðunni The anatomy of love er farið yfir fimm eiginleika sem einkenna ofursjarmerandi manneskjur sem virðast ná að heilla alla. Hvernig er hægt að tileikna sér þessa eiginleika og verða meira aðlaðandi? 2. september 2019 20:00 Sönn íslensk makamál: Tekin! Það er fátt eins skemmtilegt eins og góðar sannar sögur. Ástarsögur, stefnumótasögur eða bara vandræðalegar kynlífssögur. Makamál birta hér fyrstu aðsendu söguna úr næturlífinu í Reykjavík. 1. september 2019 22:45 Óhefðbundið framhjáhald? Makamál gerðu könnun fyrir nokkrum vikum um framhjáhöld þar sem spurt hvar hvort fólk hafi upplifað framhjáhald á einhvern hátt. Fljótlega eftir það barst okkur áhugaverður póstur frá lesenda Makamála sem við fengum leyfi til að birta. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Fagurkerinn og nútímafræðingurinn Marín Manda eignaðist sitt þriðja barn á dögunum. Litla, fallega og fullkomna stelpu. Kærastinn hennar er Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri hjá Kviku, og er þetta þeirra fyrsta barn saman. Manda, eins og hún er oftast kölluð, er þriðji viðmælandi í nýjum lið Makamála sem nefnist Móðurmál. Markmið Móðurmáls er að fjalla um ólíkar upplifanir kvenna af meðgöngum og fæðingum og gefa þannig persónulega innsýn í þetta stóra og mikla ferli sem það er að koma nýrri manneskju í heiminn. 1. Nafn? Marín Manda Magnúsdóttir.2. Aldur? Ég er fjör..tíu…ára. Semsagt ennþá mjög fjörug. Þegar sonur minn vill gleðja mig þá segir hann: „Veistu mamma, þú lítur út bara alveg eins og 25 ára þó þú sért hundgömul.“ Hann kann að bræða mömmu sína þessi elska.3. Númer hvað er þessi meðganga? Þetta var mín þriðja meðganga en eldri börnin mín eru 11 ára og 14 ára núna svo að ég er komin með fínar barnapíur. Kannski ekki svo galin tímasetning að koma með eitt kríli.4. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Það má eiginlega segja að Ellý Ármanns hafi tilkynnt mér það fyrst. Það er að segja tilkynnt mér og hópi af vinafólki okkar í desember. Hún mætti sem leynigestur í jólaboð til okkar til að spá í Tarot spil.Ellý leit á spilin mín og sagði: „Nei til hamingju mín kæra. Það er barn á leiðinni, hvenær áttu von á þér?“ Mér brá svo mikið að ég drukknaði næstum því í kokteilglasinu mínu. Svo fór ég bara að hlægja. Vinafólki okkar fannst greinilega gaman að þessum fréttum og við gerðum grín að þessu restina af kvöldinu: „Til lukku með barnið og já hvað á barnið að heita?“ Það magnaða við þetta var að Ellý reyndist sannspá því rúmlega viku seinna vaknaði ég upp og leið skringilega. Þá læddist að mér grunur, svo ég laumaði mér út að kaupa óléttupróf sem var jákvætt. 5. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar?Mér leið allskonar. Ógleðin lét strax á sér bera svo ég var sífellt nartandi í kex, brauð og drekkandi Ginger Ale. Ég upplifði einnig allan tilfinningaskalann, var ótrúlega spennt og glöð en einnig mjög hrædd og kvíðin. Ég þekki sorgina við að missa fóstur sem var hræðilegt ferli svo ég vildi helst pakka sjálfri mér inn í bómul. Hins vegar vorum við parið á leiðinni til Asíu yfir jól og áramót svo ég ákvað að anda rólega, upplifa framandi menninguna og njóta. Fyrstu þrír mánuðirnir á meðgöngu eru ekki mínir uppáhalds því ég er þessi týpa sem verð strax mjög ólétt, með öll einkenni og kúlan birtist fljótt. Ég átti því erfitt með að leyna þessu.6. Var eitthvað sem kom á óvart við sjálfa meðgönguna?Það kom mér á óvart hversu vel meðgangan gekk. Nú var ég búin að heyra hryllingssögur af ófrískum konum um fertugt með alla heimsins kvilla og allt væri svo hrikalega erfitt. Að sjálfsögðu reynir meðgangan á en ég var ekki að upplifa meiri kvilla en þegar ég var ófrísk 25 ára. Mér leið almennt vel og hlustaði vel á líkamann. Ég þurfti samt að rifja upp ýmislegt, enda heil 11 ár síðan ég átti barn síðast og margt hefur breyst á þessum tíma.Annað sem ég átti ekki von á var hversu opinskátt annað fólk var um útlit mitt á meðgöngunni. Flestir höfðu eitthvað að segja um hversu stór kúlan mín var, einhverjir vildu meina að ég væri orðin feit og aðrir slógu mér gullhamra. Oft var ég spurð hvort ég væri viss um að ég gengi einungis með eitt barn. Meðganga er svo magnað ferli og breytingarnar á líkama og sál eru að sjálfsögðu misjafnar hjá hverri konu. Eitt er þó víst, raunveruleikinn er engin glansmynd, við erum sjálfar mjög meðvitaðar um þessar breytingar og þurfum ekki á því að halda að vera gagnrýndar fyrir útlitið á þessu tímabili. Mér fannst ég sjálf vera orðin nokkuð lipur undir lokin að rúlla mér fram úr rúminu á morgnanna berandi 20 auka kíló. 7. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður?Mæðraverndin er mjög góð á Íslandi en ég átti hin börnin mín í Kaupmannahöfn svo það var öðruvísi upplifun. Mér finnst haldið mjög vel utan um verðandi mæður hér á landi og þá sérstaklega eftir fæðingu. Áhersla er lögð á að móðirin sé í góðu andlegu jafnvægi sem mér fannst alveg vanta úti í Danmörku.Ég hef verið mjög heppin með ljósmæður á þessari meðgöngu. Sú sem annaðist okkur á fæðingardeildinni og tók á móti dótturinni var algjör klettur. Svo hlý en ákveðin og ég treysti henni fullkomlega. Ég á henni svo ótrúlega margt að þakka. Einnig var ljósmóðirin sem kom heim til okkar fyrstu 10 dagana eftir fæðinguna ótrúlega ráðagóð. Hún var algjört gull. Ljósmæður eru hreinlega ómetanlegar og eiga svo mikið hrós skilið fyrir vinnuna sína. 8. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna?Til gamans las ég aftur bókina, Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð, en fæðingarsögur annarra kvenna finnast mér ótrúlega áhugaverður og skemmtilegur lestur. Engin meðganga né fæðing er jú eins. Svo horfði ég á fjöldann allan af þáttum af One born every minute sem var fínt til að rifja upp. Einnig fylgdist ég með Instagram síðunni Empowered Birth Project og Kviknar. Við parið ræddum allt í þaula og undirbjuggum börnin okkar með því að leyfa þeim að vera þátttakendur í ferlinu. Til að mynda komu þau með í 3D sónarinn til að sjá litlu systur sína. Ég downloadaði einnig smáforritinu Pregnancy+ og gat því fylgst ca. með stærð barnsins viku fyrir viku og sýnt krökkunum: „Sjáið, nú er hún álíka stór og squash eða nú er hún eins og lítill hvolpur.“ Þú þarft reyndar að skoða þetta smáforrit til að skilja mig en þetta fannst öllum mjög fyndið á heimilinu.9. Hvernig gekk fæðingin?Ég missti vatnið kl. 21.30 um kvöldið uppi í rúmi. Örfáum mínútum síðar byrjaði hríðastormurinn með kröftugum hríðum með nánast engri pásu. Klukkustund síðar var ég komin upp á fæðingardeild þar sem yndisleg ljósmóðir tók á móti okkur. Næstu 5 tímar voru ákafir, líkt og að hlaupa maraþon, þar sem líkaminn vann sína vinnu. Pabbinn tók síðan sjálfur á móti dóttur sinni. Fæðingin gekk mjög vel og við vorum svo þakklát og meyr að fá hana loksins í hendurnar.10. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið?Það var ást við fyrstu sýn. Það er að sjálfsögðu ólýsanleg tilfinning en ég fann að ég elskaði hana strax. Mig langaði bara að vernda hana og kyssa og kúra með henni.Við horfðum heillengi agndofa á þessa litlu mannveru sem allt í einu var komin inn í líf okkar. Við vorum bæði ástfangin af henni og af hvoru öðru. Tengdari en nokkru sinni fyrr. Svona leið mér alls ekki með fyrsta barn en þá upplifði ég ótrúlega erfiða og langa fæðingu. Þá var ég bara hrædd og fannst ég hafa staðið mig illa. Mér fannst allir hafa logið að mér að maður gæti elskað barnið sitt frá fyrstu mínútu.Aðsend mynd11. Fengu þið að vita kynið?Já við fengum að vita að við ættum von á stelpu í 10. viku. Mér fannst það frábært. Ég fór í svokallaða NIPS blóðprufu sem er boðið upp á alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum. Þá er prufan send til Svíþjóðar og kannaðir eru litningagallar en NIPS prófið er 99% öruggt. Ég sleppti því hnakkaþykktarmælingunni.12. Rann eitthvað matar-æði á þig á meðgöngunni? (craving)Já ég borðaði appelsínur og perur út í eitt. Ef einhver vogaði sér að borða eina af appelsínunum mínum þá gat ég farið að grenja. Allir drykkir þurftu að vera með klaka og svo var ég sjúk í lífræna kókosstykkið frá Himneskt. Jæja, ég hef greinilega verið óþolandi týpan.13. Finnst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nafnið er ekki komið ennþá. Við höfðum ákveðið nafn í huga en þegar hún fæddist þá passaði það nafn ekki við hana. Það eru samningaviðræður í gangi en hún er aðeins þriggja vikna svo við höfum smá tíma ennþá. Eins og er er hún bara kölluð baby eða lillan sem gengur náttúrulega ekki til lengdar.14. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna?Ógleðin í byrjun og verkirnir þegar hún var búin að skorða sig í lokin. Þá var ég farin að vagga eins og mörgæs þegar ég gekk sem var ekki smart en eflaust mjög fyndið fyrir að horfa á. Allt hitt var smáræði miðað við það.Aðsend mynd15. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna?Hreiðurgerðin! Svo fannst mér kúlan mín falleg svo mér fannst gaman að fylgjast með henni stækka.16. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar?Sem betur fer er umræðan að verða opnari og konur orðnar duglegri að deila reynslu sinni hvort sem hún er góð eða slæm. Það hjálpar öðrum að deila upplifunum sínum og ræða hlutina.Mér finnst hún Andrea sem heldur úti Instagramminu Kviknar vera með mjög góða punkta en hún hefur án efa hjálpað mörgum með opinni umræðu um kvilla á meðgöngu, brjóstagjöf og fleira. Hins vegar finnst mér umræðan um fósturmissi ábótavant. Það er eitthvað sem mætti tala meira um því svo margar konur upplifa fósturmissi sem einhverja skömm og þetta er svo mikið sorgarferli.17. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Með tilkomu Barnaloppunar erum við sem betur fer farin að taka þátt í endurnýtingu fatnaðar og hluta fyrir börnin okkar. Samfélagið er kaupsjúkt sama hvort við verslum notaðar merkjavörur eða kaupum nýjar vörur. Ég viðurkenni fúslega að taka þátt í slíku en við höfum keypt bæði notað og nýtt fyrir litlu dömuna okkar. Við áttum engar barnagræjur enda svo langt síðan við vorum með lítil börn svo að við fjárfestum í ákveðnum nauðsynjum sem okkur þótti fallegt.18. Hvernig gengur brjóstagjöfin?Dagur þrjú var erfiður þegar mjólkin var ekki komin og litla daman var orðin svöng. En svo fór þetta að rúlla og ég mjólka eins og belja svo hún þyngist og dafnar mjög vel. Mér finnst það algjör forréttindi að geta verið með hana á brjósti og mun reyna að hafa hana á brjósti á meðan allt gengur svona vel. Ég var með hin börnin mín í rúmlega ár á brjósti svo við sjáum til hvað gerist.Aðsend mynd19. Hvað eigið þið mörg börn og hvernig tóku þau nýja barninu? Við eigum þrjú börn fyrir. Ég á strák sem er 11 ára og dóttur sem er 14 ára og Hannes á 13 ára strák. Þau voru öll mjög spennt að eignast lítið systkini og hafa verið dugleg að taka þátt og halda á henni síðustu þrjár vikurnar.20. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra?Ég mæli með því að taka einn dag í einu og njóta litlu augnablikanna með nýfæddu krílunum. Þessi tími kemur aldrei aftur og við erum svo sannarlega ekki að missa af neinu. Það er í lagi að segja nei við heimsóknum ef það hentar ekki.Ekki miða þig við aðrar mæður og mikilvægt er að átta sig á því að allir eiga góða og slæma daga. Þvotturinn er ekki að fara neitt og líkaminn mun jafna sig. Glöð mamma er góð mamma svo leyfðu þér að líða vel í eigin skinni því það endurspeglast í barninu. Því mæli ég með því að forðast dramatískar aðstæður og einungis umgangast fólk sem lætur manni líða vel. Umfram allt, lifðu lífinu fyrir þig, á þínum hraða. Makamál óska Möndu, Hannesi og börnum þeirra innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn og þakka Möndu innilega fyrir einlægt spjall og heiðarleg svör.
Móðurmál Tengdar fréttir Hvað er það sem gerir þig meira aðlaðandi? Það er margt sem hefur verið sagt um fegurð í gegnum tíðina og ófáar skilgreiningar á því hvað fegurð raunverulega er. Á síðunni The anatomy of love er farið yfir fimm eiginleika sem einkenna ofursjarmerandi manneskjur sem virðast ná að heilla alla. Hvernig er hægt að tileikna sér þessa eiginleika og verða meira aðlaðandi? 2. september 2019 20:00 Sönn íslensk makamál: Tekin! Það er fátt eins skemmtilegt eins og góðar sannar sögur. Ástarsögur, stefnumótasögur eða bara vandræðalegar kynlífssögur. Makamál birta hér fyrstu aðsendu söguna úr næturlífinu í Reykjavík. 1. september 2019 22:45 Óhefðbundið framhjáhald? Makamál gerðu könnun fyrir nokkrum vikum um framhjáhöld þar sem spurt hvar hvort fólk hafi upplifað framhjáhald á einhvern hátt. Fljótlega eftir það barst okkur áhugaverður póstur frá lesenda Makamála sem við fengum leyfi til að birta. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hvað er það sem gerir þig meira aðlaðandi? Það er margt sem hefur verið sagt um fegurð í gegnum tíðina og ófáar skilgreiningar á því hvað fegurð raunverulega er. Á síðunni The anatomy of love er farið yfir fimm eiginleika sem einkenna ofursjarmerandi manneskjur sem virðast ná að heilla alla. Hvernig er hægt að tileikna sér þessa eiginleika og verða meira aðlaðandi? 2. september 2019 20:00
Sönn íslensk makamál: Tekin! Það er fátt eins skemmtilegt eins og góðar sannar sögur. Ástarsögur, stefnumótasögur eða bara vandræðalegar kynlífssögur. Makamál birta hér fyrstu aðsendu söguna úr næturlífinu í Reykjavík. 1. september 2019 22:45
Óhefðbundið framhjáhald? Makamál gerðu könnun fyrir nokkrum vikum um framhjáhöld þar sem spurt hvar hvort fólk hafi upplifað framhjáhald á einhvern hátt. Fljótlega eftir það barst okkur áhugaverður póstur frá lesenda Makamála sem við fengum leyfi til að birta. 4. september 2019 20:00