Segir Bandaríkjamenn reyna að spilla samskiptum Íslands og Kína Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2019 20:00 Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem fallið geti undir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut. Hann sakar varaforseta Bandaríkjanna um að fara með falsfréttir og reyna að spilla samskiptum Íslendinga og Kínverja. Jin Zhijian sendiherra Kína áÍslandi segist hafa fylgst náið með heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands í gær þar sem varaforsetinn hafi ýkt áhrifamátt Kína og farið með getgátur um fyrirætlanir Kínverja á norðurslóðum. „Og hann sagði falsfréttir þegar hann sagði að Íslendingar hefðu hafnað Belti og braut-frumkvæði Kínverja. Allar þessar athugasemdir hafa leitt í ljós fyrirætlanir bandarískra stjórnvalda um að trufla hið trausta samband Kína og Íslands,“ segir Jin. Kínverjar vilji í samstarfi við hlutaðeigandi aðila stuðla að friðsamlegum samskiptum, umhverfisvernd og sjálfbærri þróun á norðurslóðum en eigi einnig eins og aðrar þjóðir hagsmuna að gæta þegar siglingarleiðir opnist á norðurslóðum. Vísindarannsóknir séu í forgangi á svæðinu enda muni loftlagsbreytingar hafa mikil áhrif í Kína. „Og auðvitað hafa Kínverjar áhuga á að taka þátt í stjórnun norðurheimskautssvæðisins ásamt viðeigandi alþjóðasamtökum og ríkjum,“ segir Jin. Sendiherrann segir Belti og braut-áætlun kínverskra stjórnvalda ekki bara snúast um að styrkja innviði hún snúist einnig um samstarf í stefnumótun og fleira. „Við gætum hugsað um hvernig við getum opnað fyrir beint flug og tengt löndin okkar saman með flugi, hvernig við getum unnið saman að því að nýta möguleikana með því að nota íslenska þekkingu við nýtingu jarðvarma í þriðja ríki,“ segir sendiherrann. Þá geti sérkunnátta Kínverja á ýmsum sviðum nýst Íslendingum. Ásakanir Bandaríkjamanna gagnvart tæknifyrirtækinu Huawei um gagnasöfnun fyrir kínversk stjórnvöld séu rangar því kínverskum fyrirtækjum í alþjóðaviðskiptum sé gert að fylgja alþjóðlegum reglum og markaðsvenjum. „Við höfum aldrei beðið og munum aldrei biðja neitt kínverskt fyrirtæki eða einstaklinga að safna upplýsingum og afhenda þær kínverskum stjórnvöldum,“ segir sendiherrann. Bandaríkin og Kína eiga í viðskiptastríði þessi misserin. Bandaríkjastjórn hefur lagt tolla á kínverskar vörur og Kínverjar hafa svarað í sömu mynt. „Við viljum ekki viðskiptastríð við Bandaríkin en ef Bandaríkin hefja viðskiptastríð gegn okkur þá erum við ekki hræddir og við munum gera okkar besta til að verja hagsmuni okkar,“ segir Jin Zhijian. Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem fallið geti undir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut. Hann sakar varaforseta Bandaríkjanna um að fara með falsfréttir og reyna að spilla samskiptum Íslendinga og Kínverja. Jin Zhijian sendiherra Kína áÍslandi segist hafa fylgst náið með heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands í gær þar sem varaforsetinn hafi ýkt áhrifamátt Kína og farið með getgátur um fyrirætlanir Kínverja á norðurslóðum. „Og hann sagði falsfréttir þegar hann sagði að Íslendingar hefðu hafnað Belti og braut-frumkvæði Kínverja. Allar þessar athugasemdir hafa leitt í ljós fyrirætlanir bandarískra stjórnvalda um að trufla hið trausta samband Kína og Íslands,“ segir Jin. Kínverjar vilji í samstarfi við hlutaðeigandi aðila stuðla að friðsamlegum samskiptum, umhverfisvernd og sjálfbærri þróun á norðurslóðum en eigi einnig eins og aðrar þjóðir hagsmuna að gæta þegar siglingarleiðir opnist á norðurslóðum. Vísindarannsóknir séu í forgangi á svæðinu enda muni loftlagsbreytingar hafa mikil áhrif í Kína. „Og auðvitað hafa Kínverjar áhuga á að taka þátt í stjórnun norðurheimskautssvæðisins ásamt viðeigandi alþjóðasamtökum og ríkjum,“ segir Jin. Sendiherrann segir Belti og braut-áætlun kínverskra stjórnvalda ekki bara snúast um að styrkja innviði hún snúist einnig um samstarf í stefnumótun og fleira. „Við gætum hugsað um hvernig við getum opnað fyrir beint flug og tengt löndin okkar saman með flugi, hvernig við getum unnið saman að því að nýta möguleikana með því að nota íslenska þekkingu við nýtingu jarðvarma í þriðja ríki,“ segir sendiherrann. Þá geti sérkunnátta Kínverja á ýmsum sviðum nýst Íslendingum. Ásakanir Bandaríkjamanna gagnvart tæknifyrirtækinu Huawei um gagnasöfnun fyrir kínversk stjórnvöld séu rangar því kínverskum fyrirtækjum í alþjóðaviðskiptum sé gert að fylgja alþjóðlegum reglum og markaðsvenjum. „Við höfum aldrei beðið og munum aldrei biðja neitt kínverskt fyrirtæki eða einstaklinga að safna upplýsingum og afhenda þær kínverskum stjórnvöldum,“ segir sendiherrann. Bandaríkin og Kína eiga í viðskiptastríði þessi misserin. Bandaríkjastjórn hefur lagt tolla á kínverskar vörur og Kínverjar hafa svarað í sömu mynt. „Við viljum ekki viðskiptastríð við Bandaríkin en ef Bandaríkin hefja viðskiptastríð gegn okkur þá erum við ekki hræddir og við munum gera okkar besta til að verja hagsmuni okkar,“ segir Jin Zhijian.
Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45