Gombri lifir fyrir aukinn hasar og takmarkað orsakasamhengi Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 6. september 2019 10:45 Hver blaðsíða myndasögubóka Elínar Eddu er handmáluð. Vísir/Vilhelm Í kvöld, föstudaginn 6. september, klukkan átta opnar útgáfusýning hinnar 24 ára gömlu Elínar Eddu Þorsteinsdóttur, á myndasögubók sinni Gombri lifirí Gallery Port á Laugavegi 23b. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta þó fjórða myndasögubókin sem kemur út eftir Elínu. Myndasögubókin nýja er 176 síður en hver síða í bókinni er líka upprunalega handmálað verk, unnið með vatnslitum og bleki af Elínu, og munu 87 af myndum þessum prýða veggi Gallery Ports á sýningunni. Gombri er sagður vera „dularfull vera sem lifir í háskafullum heimi sem skeytir engu um örlög Móður Jarðar.“ Í nýju bókinni sé „stígandinn þyngri, ábyrgðin meiri og kallast hún þannig á við ógnina sem raunverulega steðjar að Móður Jörð.“ Fyrsta bókin í seríunni, Gombri, kom út árið 2016 og fjallar um draumkennd ævintýri þessarar samnefndu furðuveru, og koma þar fyrir aðrir furðufuglar á borð við Nönnu, Góu og Móður Jörð. Árið 2018 kom svo út bókin Glingurfugl og gerist í sama söguheimi og Gombri þótt engin sameiginleg sögupersóna sé í sögunum tveimur. Sú bók var jafnframt útskriftarverkefni Elínar í Grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Fyrir Gombri lifir tók hún upp á því að vinna að sögunni frá níu til fimm daglega, líkt og um hefðbundið starf væri að ræða. Því tók nýja bókin skemmri tíma í vinnslu en fyrri verk, eða rétt um ár. Það verður að teljast ansi öflugt miðað við umfangið. Þetta gerði hún á meðan hún bjó í Hollandi, og gekk það upp því hún fékk styrki frá Hönnunarsjóði og Rithöfundasambandinu. Lokasprettinn tók hún svo á Stykkishólmi þar sem hún fékk óvænt úthlutaða rithöfundaíbúð í sumar. Bókin nýja á að vera sjálfstætt framhald. „Mig langaði að gera framhald en svo hafa ekki allir lesið fyrri bókina, svo ég vil meina að þetta sé sjálfstætt,“ segir Elín í spjalli við Vísi og segir bókina jafnframt ákveðinn endapunkt. Það sé ekki planað að gera fleiri svona bækur. „Fyrsta bókin endaði mjög opið. Þetta er meira svona, kannski, aðeins dramatískara.“ Í Gombri lifir eru eins og gefur að skilja sömu sögupersónur og í Gombra. En það koma þó inn nýir karakterar, úr Glingurfugli. „Svo mætast þau öll í örlögunum. Sameinast í þessari þriðju bók. En hún er samt sjálfstæð,“ segir Elín og hlær. Gombri, fyrir miðju, ásamt furðulegu föruneyti.vísir/vilhelm Meiri hasar, minni prédikun Í bókinni nýju kemur fyrir áður óséð persóna sem er á einhvern hátt í hlutverki lesandans. „Þetta er svona nýtt sjónarhorn, því það er ný persóna sem verður vitni að öllu sem gerist. Hún er að fylgjast með öllu sem gerist, þess vegna er þetta aðeins minna í lausu lofti. Þetta er svona tilraun.“ Elín gefur í spjalli okkar upp nafn persónunnar en það kemur aldrei fram í bókinni sjálfri. Hún er þó óviss um mikilvægi persónunnar. „Ég held að margir þeir sem ég hef prófað söguna á, þeir gleyma henni svolítið.“ Enda er kannski vaninn að lesandinn gleymi sér á meðan lesið er. Varðandi viðfangsefnið segir Elín bókina vera „svolítið að tala í samtímann að því leytinu til að jörðin er í hættu, og þau vita ekki hversu mikinn tima þau hafa.“ Í Gombra flúði Móðir Jörð, en sagðist ætla að hitta Gombra síðar í Garðinum. Í Gombri lifir er Gombri svo „að snúa aftur í Garðinn að hitta Móður Jörð og við erum að fylgja því ferðalagi.“ Það er hættulegt að rekja söguþráðinn of nákvæmlega út af myndasöguforminu. Elín útskýrir: „Þetta er ekkert mjög löng saga ef hún væri skrifuð með orðum. Þetta er kannski líkara ljóði heldur en skáldsögu.“ Það væri því ekki lengi gert að rekja alla söguna í heild. „Ég var að reyna að gera þetta meira tilfinningalegt og fagurfræðilegt. Samt er meiri hasar í þessari heldur en í fyrri bókinni.“ Meiri hasar? Elín bendir á blaðsíðu í bókinni og flissar. „Það var mjög erfitt að gera sumt af þessu. Hérna er til dæmis miklu meiri hasar, miðað við fyrri verk. Þau eru að flýja í þyrlu og hann hangir í stiganum.“ „Þetta er svona, líka um græðgi og völd,“ segir hún svo örlítið alvarlegri í bragði. Er þá meiri boðskapur eða einhver skýrari skilaboð í nýju bókinni heldur en í fyrri verkum? „Mig langar alls ekki að vera með boðskap. En það er kannski erfitt að gera það ekki þegar manni liggur eitthvað á hjarta. Og þá er hugsunin meira að koma til skila þessari tilfinningu, þessari ógnartilfinningu og vonleysinu.“ „En ef einhver sem er á öndverðum meiði í þessari umræðu og tryði ekki á [hamfarahlýnun], þá myndi hann kannski líta á söguna sem prédikun. En þetta er hugsað meira svona sem hugleiðing, um þetta efni.“ Þegar ég las fyrri Gombra bókina, þá þótti mér hún líða áfram fljótandi, að einhverju leyti án orsakasamhengis, svolítið eins og um draum væri að ræða. Er þetta eitthvað sem þú tengir við? „Ég reyni að hafa mikið flæði í þessu, mér finnst skemmtilegt í bókum þegar manni líður ekki endilega að tilgangurinn með skrifunum sé að vera einhver bók. Mér finnst skemmtilegt þegar manni líður eins og þetta hafi gerst næstum óvart. Það var kannski ferlið í Gombra, að ég var kannski ekkert mikið að hugsa,“ segir Elín og hlær. Henni þykir þó nýja bókin að einhverju leyti formfastari „Ég er aðeins að reyna að læra á myndasögur. Ég var þess vegna kannski meira að pæla í uppbyggingunni og var aðeins skipulagðari. Ég er búinn að vera þróa frásagnarstílinn á milli bóka þó að mér finnist mikilvægt líka að vera ekki of stíf. Svo já. Hún gerist allavega hraðar…“ Gombri lifir er þriðja bókin í myndasöguseríunni. Auk þeirra á Elín undir beltinu bókina Plantan á ganginum sem hún gerði með systur sinni, Elísabetu Rún.vísir/vilhelm Hefur verið þýdd á ensku og frönsku Gombri kom út á frönsku í sumar, í Kanada. „Það er svolítil hvatning í að halda áfram í myndasögunum, þetta er svo lítill markaður hérna,“ segir Elín og segir jafnframt vera til enska þýðingu sem stóð til að kæmi út á þessu ári hjá íslenska forlaginu Partus Press, en það er enn ekki víst hvenær það verður. Við sammælumst um að myndasögur séu góður miðill til að þýða, því stíllinn tapast tæplega. Mikið súbstans fyrir utan textann. Á íslensku hafa bækurnar þrjár allar komið út í 200 eintökum, í vel útilátnum útgáfum úr mjúkum og góðum pappír. Elín telur það henta best fyrir miðilinn hér á landi. Fyrsta bókin er löngu uppseld, en eitthvað er enn til af Glingurfugli. Verður hún til sölu ásamt bókinni nýju í Gallery Port í kvöld. Nær kvikmyndum og ljóðum en skáldsögum „Ég hugsa kannski helst um kvikmyndir sem innblástur, ákveðnar senur. Það eru þá helst ákveðnir leikstjórar. Ég hugsa stundum um Wes Anderson, þó að ég sé ekki mikill aðdáandi þá finnst mér skemmtilegar litapalletturnar.“ Hún fái þó lítinn innblástur úr söguþráðum leikstjórans. „Já, mér finnst þetta tengjast meira kvikmyndum og svo ljóðum, frekar en skáldsögum,“ heldur Elín áfram um myndasöguformið. Við sitjum í innra rými Bíó Paradísar umkringd kvikmyndaplakötum fyrir sýningar Svartra sunnudaga svo ég finn mig knúinn til að spyrja nánar út í þessa kvikmyndatengingu sem innblástur. Hvaða leikstjórar eru í uppáhaldi? Já það er einn, finnskur, heitir Kaurismäki. Og Jarmusch,“ segir Elín og á við bandaríska indí-kvikmyndagerðarmanninn og eilífðarhipsterinn Jim Jarmusch. „Hann [Aki Kaurismäki] er með mjög flotta fagurfræði og stundum líður mér eins og myndirnar hans hafi óvart orðið til. Það er kunnuglegur heimur, en síðan veit maður ekki. Það er kannski allt mjög gamaldags en svo kemur einhver ný tækni upp úr þurru. Mér finnst það skemmtilegt.“ Elín nefnir líka til leiks japönsku teiknimyndina Spirited Away eftir Hiyao Miyazaki. „Mér fannst skemmtilegt í henni að manni leið eins og það væri ekkert orsakasamhengi.“ „Mér finnst svo skemmtilegt þegar maður veit hvað það er mikil vinna á bak við eitthvað og maður skilur samt ekki endilega af hverju þessi mynd var gerð.“ Hvetur það þig þá áfram í þessari myndasögugerð að það sé ákveðið tilgangsleysi í að gera þær? „Já. Mér finnst eins og ég sé að bjóða fólki með manni í tilgangsleysið á meðan það les. Það tekur líka svo stuttan tíma að lesa myndasögu, mun styttri en að horfa á mynd, svo þetta er í raun enn tilgangslausara.“ Elín vann hörðum höndum að uppsetningu sýningarinnar þegar ljósmyndari Vísis leit við í gær.vísir/vilhelm Uppruni furðuveru Hvenær varð Gombri til? „Það var árið 2013. Ég var alltaf að teikna einhverjar skrýtnar verur. Ég var með svona tumblr-síðu. “ Það er mjög 2013. „Ég var alltaf að gera einhverjar svona skrýtnar verur og birta þær þar og svo fór mér að líka við þennan karakter og gaf honum nafn.“ Já, um leið og maður er búinn að gefa einhverjum nafn þá hverfur hann ekkert aftur. „Já og þá gerði ég sögu fyrir hann, og þannig gerðist þetta.“ Þegar þú varst að teikna þessar furðuverur, finnst þér eins og Gombri sé einhver sérstakur? Er einhver manneskja eða einhver karakter sem býr í Gombra? „Ég fattaði bara eftir á að hann er með svona á enninu, svona eins og Mikki mús.“ Elín sýnir með bendingum hvernig ennið á Mikka mús er venjulega teiknað. „Hann er með sameiginleg einkenni margra persóna, en ég hef enn ekki fundið persónu sem er með öll einkennin hans.“ Myndirðu segja að heimurinn sem Gombri býr í sé bara til til þess að persónurnar geti orkað hvor á aðra innan hans, eða gæti heimurinn verið til án þeirra? „Ég veit það ekki alveg, en [umhverfið] er kannski bara eitthvað sem mér finnst gaman að teikna. Persónurnar eru náttúrulega alltaf eins svo það er mesta tilbreytingin fyrir teiknarann í umhverfinu.“ En finnst þér gaman að teikna Gombra? „Það er rosa fyndið að prófa svona 9-5 dót, því þá verður maður hálfleiður á þessu. Þá verður þetta kvöð. En núna þegar það er mánuður síðan ég kláraði þá langar mig strax að byrja að teikna. Þetta er bara ávanabindandi, og mikil útrás líka.“ GraHö Elín útskrifaðist eins og áður sagði úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2018. Hún telur það vitaskuld hafa haft einhver áhrif á það hvernig hún vinnur myndasögurnar. „Ég hef þróast í því hvað ég sé, myndbyggingin og fleira. Ég gæti ekki farið til baka núna.“ Við gerð lokaverkefnisins síns, sem var fyrrnefnda myndasögubókin Glingurfugl, fór hún að hafa áhyggjur að það væri ekki nógu vel gert hjá sér og leit yfir fyrri verk gagnrýnum augum. Hún fann margt sem hún hefði viljað laga en heildarmyndin fannst henni samt virka. „Mér finnst miklu minna stressandi að gera myndasögu en ef ég væri að gera skáldsögu. Það er ekkert svo mikið rétt og rangt. Það eru engar stafsetningarvillur í teikningu.“ „Ef maður er að reyna að gera eitthvað fullkomið þá er allt ófullkomið. Maður þarf eiginlega að ákveða að gera eitthvað ófullkomið.“ Ritstörf á næstu grösum Elín byrjaði í vikunni í meistaranámi í ritlist við HÍ, en hún hefur gefið út eina ljóðabók til viðbótar við myndasögubækurnar. Hét hún Hamingjan leit við og beit mig og kom út á vegum Meðgönguljóða. Hún segist þó ekki hafa haft mikinn tíma til að skrifa undanfarin ár sökum anna við myndasögugerð og „GraHö“. Sýning Elínar opnar eins og fyrr segir klukkan átta í kvöld í Gallery Port á Laugavegi. Bókmenntir Myndlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Í kvöld, föstudaginn 6. september, klukkan átta opnar útgáfusýning hinnar 24 ára gömlu Elínar Eddu Þorsteinsdóttur, á myndasögubók sinni Gombri lifirí Gallery Port á Laugavegi 23b. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta þó fjórða myndasögubókin sem kemur út eftir Elínu. Myndasögubókin nýja er 176 síður en hver síða í bókinni er líka upprunalega handmálað verk, unnið með vatnslitum og bleki af Elínu, og munu 87 af myndum þessum prýða veggi Gallery Ports á sýningunni. Gombri er sagður vera „dularfull vera sem lifir í háskafullum heimi sem skeytir engu um örlög Móður Jarðar.“ Í nýju bókinni sé „stígandinn þyngri, ábyrgðin meiri og kallast hún þannig á við ógnina sem raunverulega steðjar að Móður Jörð.“ Fyrsta bókin í seríunni, Gombri, kom út árið 2016 og fjallar um draumkennd ævintýri þessarar samnefndu furðuveru, og koma þar fyrir aðrir furðufuglar á borð við Nönnu, Góu og Móður Jörð. Árið 2018 kom svo út bókin Glingurfugl og gerist í sama söguheimi og Gombri þótt engin sameiginleg sögupersóna sé í sögunum tveimur. Sú bók var jafnframt útskriftarverkefni Elínar í Grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Fyrir Gombri lifir tók hún upp á því að vinna að sögunni frá níu til fimm daglega, líkt og um hefðbundið starf væri að ræða. Því tók nýja bókin skemmri tíma í vinnslu en fyrri verk, eða rétt um ár. Það verður að teljast ansi öflugt miðað við umfangið. Þetta gerði hún á meðan hún bjó í Hollandi, og gekk það upp því hún fékk styrki frá Hönnunarsjóði og Rithöfundasambandinu. Lokasprettinn tók hún svo á Stykkishólmi þar sem hún fékk óvænt úthlutaða rithöfundaíbúð í sumar. Bókin nýja á að vera sjálfstætt framhald. „Mig langaði að gera framhald en svo hafa ekki allir lesið fyrri bókina, svo ég vil meina að þetta sé sjálfstætt,“ segir Elín í spjalli við Vísi og segir bókina jafnframt ákveðinn endapunkt. Það sé ekki planað að gera fleiri svona bækur. „Fyrsta bókin endaði mjög opið. Þetta er meira svona, kannski, aðeins dramatískara.“ Í Gombri lifir eru eins og gefur að skilja sömu sögupersónur og í Gombra. En það koma þó inn nýir karakterar, úr Glingurfugli. „Svo mætast þau öll í örlögunum. Sameinast í þessari þriðju bók. En hún er samt sjálfstæð,“ segir Elín og hlær. Gombri, fyrir miðju, ásamt furðulegu föruneyti.vísir/vilhelm Meiri hasar, minni prédikun Í bókinni nýju kemur fyrir áður óséð persóna sem er á einhvern hátt í hlutverki lesandans. „Þetta er svona nýtt sjónarhorn, því það er ný persóna sem verður vitni að öllu sem gerist. Hún er að fylgjast með öllu sem gerist, þess vegna er þetta aðeins minna í lausu lofti. Þetta er svona tilraun.“ Elín gefur í spjalli okkar upp nafn persónunnar en það kemur aldrei fram í bókinni sjálfri. Hún er þó óviss um mikilvægi persónunnar. „Ég held að margir þeir sem ég hef prófað söguna á, þeir gleyma henni svolítið.“ Enda er kannski vaninn að lesandinn gleymi sér á meðan lesið er. Varðandi viðfangsefnið segir Elín bókina vera „svolítið að tala í samtímann að því leytinu til að jörðin er í hættu, og þau vita ekki hversu mikinn tima þau hafa.“ Í Gombra flúði Móðir Jörð, en sagðist ætla að hitta Gombra síðar í Garðinum. Í Gombri lifir er Gombri svo „að snúa aftur í Garðinn að hitta Móður Jörð og við erum að fylgja því ferðalagi.“ Það er hættulegt að rekja söguþráðinn of nákvæmlega út af myndasöguforminu. Elín útskýrir: „Þetta er ekkert mjög löng saga ef hún væri skrifuð með orðum. Þetta er kannski líkara ljóði heldur en skáldsögu.“ Það væri því ekki lengi gert að rekja alla söguna í heild. „Ég var að reyna að gera þetta meira tilfinningalegt og fagurfræðilegt. Samt er meiri hasar í þessari heldur en í fyrri bókinni.“ Meiri hasar? Elín bendir á blaðsíðu í bókinni og flissar. „Það var mjög erfitt að gera sumt af þessu. Hérna er til dæmis miklu meiri hasar, miðað við fyrri verk. Þau eru að flýja í þyrlu og hann hangir í stiganum.“ „Þetta er svona, líka um græðgi og völd,“ segir hún svo örlítið alvarlegri í bragði. Er þá meiri boðskapur eða einhver skýrari skilaboð í nýju bókinni heldur en í fyrri verkum? „Mig langar alls ekki að vera með boðskap. En það er kannski erfitt að gera það ekki þegar manni liggur eitthvað á hjarta. Og þá er hugsunin meira að koma til skila þessari tilfinningu, þessari ógnartilfinningu og vonleysinu.“ „En ef einhver sem er á öndverðum meiði í þessari umræðu og tryði ekki á [hamfarahlýnun], þá myndi hann kannski líta á söguna sem prédikun. En þetta er hugsað meira svona sem hugleiðing, um þetta efni.“ Þegar ég las fyrri Gombra bókina, þá þótti mér hún líða áfram fljótandi, að einhverju leyti án orsakasamhengis, svolítið eins og um draum væri að ræða. Er þetta eitthvað sem þú tengir við? „Ég reyni að hafa mikið flæði í þessu, mér finnst skemmtilegt í bókum þegar manni líður ekki endilega að tilgangurinn með skrifunum sé að vera einhver bók. Mér finnst skemmtilegt þegar manni líður eins og þetta hafi gerst næstum óvart. Það var kannski ferlið í Gombra, að ég var kannski ekkert mikið að hugsa,“ segir Elín og hlær. Henni þykir þó nýja bókin að einhverju leyti formfastari „Ég er aðeins að reyna að læra á myndasögur. Ég var þess vegna kannski meira að pæla í uppbyggingunni og var aðeins skipulagðari. Ég er búinn að vera þróa frásagnarstílinn á milli bóka þó að mér finnist mikilvægt líka að vera ekki of stíf. Svo já. Hún gerist allavega hraðar…“ Gombri lifir er þriðja bókin í myndasöguseríunni. Auk þeirra á Elín undir beltinu bókina Plantan á ganginum sem hún gerði með systur sinni, Elísabetu Rún.vísir/vilhelm Hefur verið þýdd á ensku og frönsku Gombri kom út á frönsku í sumar, í Kanada. „Það er svolítil hvatning í að halda áfram í myndasögunum, þetta er svo lítill markaður hérna,“ segir Elín og segir jafnframt vera til enska þýðingu sem stóð til að kæmi út á þessu ári hjá íslenska forlaginu Partus Press, en það er enn ekki víst hvenær það verður. Við sammælumst um að myndasögur séu góður miðill til að þýða, því stíllinn tapast tæplega. Mikið súbstans fyrir utan textann. Á íslensku hafa bækurnar þrjár allar komið út í 200 eintökum, í vel útilátnum útgáfum úr mjúkum og góðum pappír. Elín telur það henta best fyrir miðilinn hér á landi. Fyrsta bókin er löngu uppseld, en eitthvað er enn til af Glingurfugli. Verður hún til sölu ásamt bókinni nýju í Gallery Port í kvöld. Nær kvikmyndum og ljóðum en skáldsögum „Ég hugsa kannski helst um kvikmyndir sem innblástur, ákveðnar senur. Það eru þá helst ákveðnir leikstjórar. Ég hugsa stundum um Wes Anderson, þó að ég sé ekki mikill aðdáandi þá finnst mér skemmtilegar litapalletturnar.“ Hún fái þó lítinn innblástur úr söguþráðum leikstjórans. „Já, mér finnst þetta tengjast meira kvikmyndum og svo ljóðum, frekar en skáldsögum,“ heldur Elín áfram um myndasöguformið. Við sitjum í innra rými Bíó Paradísar umkringd kvikmyndaplakötum fyrir sýningar Svartra sunnudaga svo ég finn mig knúinn til að spyrja nánar út í þessa kvikmyndatengingu sem innblástur. Hvaða leikstjórar eru í uppáhaldi? Já það er einn, finnskur, heitir Kaurismäki. Og Jarmusch,“ segir Elín og á við bandaríska indí-kvikmyndagerðarmanninn og eilífðarhipsterinn Jim Jarmusch. „Hann [Aki Kaurismäki] er með mjög flotta fagurfræði og stundum líður mér eins og myndirnar hans hafi óvart orðið til. Það er kunnuglegur heimur, en síðan veit maður ekki. Það er kannski allt mjög gamaldags en svo kemur einhver ný tækni upp úr þurru. Mér finnst það skemmtilegt.“ Elín nefnir líka til leiks japönsku teiknimyndina Spirited Away eftir Hiyao Miyazaki. „Mér fannst skemmtilegt í henni að manni leið eins og það væri ekkert orsakasamhengi.“ „Mér finnst svo skemmtilegt þegar maður veit hvað það er mikil vinna á bak við eitthvað og maður skilur samt ekki endilega af hverju þessi mynd var gerð.“ Hvetur það þig þá áfram í þessari myndasögugerð að það sé ákveðið tilgangsleysi í að gera þær? „Já. Mér finnst eins og ég sé að bjóða fólki með manni í tilgangsleysið á meðan það les. Það tekur líka svo stuttan tíma að lesa myndasögu, mun styttri en að horfa á mynd, svo þetta er í raun enn tilgangslausara.“ Elín vann hörðum höndum að uppsetningu sýningarinnar þegar ljósmyndari Vísis leit við í gær.vísir/vilhelm Uppruni furðuveru Hvenær varð Gombri til? „Það var árið 2013. Ég var alltaf að teikna einhverjar skrýtnar verur. Ég var með svona tumblr-síðu. “ Það er mjög 2013. „Ég var alltaf að gera einhverjar svona skrýtnar verur og birta þær þar og svo fór mér að líka við þennan karakter og gaf honum nafn.“ Já, um leið og maður er búinn að gefa einhverjum nafn þá hverfur hann ekkert aftur. „Já og þá gerði ég sögu fyrir hann, og þannig gerðist þetta.“ Þegar þú varst að teikna þessar furðuverur, finnst þér eins og Gombri sé einhver sérstakur? Er einhver manneskja eða einhver karakter sem býr í Gombra? „Ég fattaði bara eftir á að hann er með svona á enninu, svona eins og Mikki mús.“ Elín sýnir með bendingum hvernig ennið á Mikka mús er venjulega teiknað. „Hann er með sameiginleg einkenni margra persóna, en ég hef enn ekki fundið persónu sem er með öll einkennin hans.“ Myndirðu segja að heimurinn sem Gombri býr í sé bara til til þess að persónurnar geti orkað hvor á aðra innan hans, eða gæti heimurinn verið til án þeirra? „Ég veit það ekki alveg, en [umhverfið] er kannski bara eitthvað sem mér finnst gaman að teikna. Persónurnar eru náttúrulega alltaf eins svo það er mesta tilbreytingin fyrir teiknarann í umhverfinu.“ En finnst þér gaman að teikna Gombra? „Það er rosa fyndið að prófa svona 9-5 dót, því þá verður maður hálfleiður á þessu. Þá verður þetta kvöð. En núna þegar það er mánuður síðan ég kláraði þá langar mig strax að byrja að teikna. Þetta er bara ávanabindandi, og mikil útrás líka.“ GraHö Elín útskrifaðist eins og áður sagði úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2018. Hún telur það vitaskuld hafa haft einhver áhrif á það hvernig hún vinnur myndasögurnar. „Ég hef þróast í því hvað ég sé, myndbyggingin og fleira. Ég gæti ekki farið til baka núna.“ Við gerð lokaverkefnisins síns, sem var fyrrnefnda myndasögubókin Glingurfugl, fór hún að hafa áhyggjur að það væri ekki nógu vel gert hjá sér og leit yfir fyrri verk gagnrýnum augum. Hún fann margt sem hún hefði viljað laga en heildarmyndin fannst henni samt virka. „Mér finnst miklu minna stressandi að gera myndasögu en ef ég væri að gera skáldsögu. Það er ekkert svo mikið rétt og rangt. Það eru engar stafsetningarvillur í teikningu.“ „Ef maður er að reyna að gera eitthvað fullkomið þá er allt ófullkomið. Maður þarf eiginlega að ákveða að gera eitthvað ófullkomið.“ Ritstörf á næstu grösum Elín byrjaði í vikunni í meistaranámi í ritlist við HÍ, en hún hefur gefið út eina ljóðabók til viðbótar við myndasögubækurnar. Hét hún Hamingjan leit við og beit mig og kom út á vegum Meðgönguljóða. Hún segist þó ekki hafa haft mikinn tíma til að skrifa undanfarin ár sökum anna við myndasögugerð og „GraHö“. Sýning Elínar opnar eins og fyrr segir klukkan átta í kvöld í Gallery Port á Laugavegi.
Bókmenntir Myndlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira