Innlent

John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík

Samúel Karl Ólason skrifar
McAfee hvarf af sjónarsviðinu í sumar eftir að hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu.
McAfee hvarf af sjónarsviðinu í sumar eftir að hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu. Getty/Larry Marano
Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, virðist hafa verið í felum á Dalvík. Hann hefur verið á flótta frá 2012 þegar hann var sakaður um að hafa skotið nágranna sinn í Belize til bana. Hann er einnig sakaður um umfangsmikil skattsvik í Bandaríkjunum.

McAfee hvarf af sjónarsviðinu í sumar eftir að hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann ásamt öðrum á ferð í snekkju og fundust þar um borð skotvopn, skotfæri og „hergögn“. Eftir að honum var sleppt sagði McAfee á Twitter að hann ætlaði sér að fara huldu höfði um tíma og sagðist hann vera í Litháen.



Nú á dögunum kom þó í ljós að McAfee hafi þurft að flytja á nýjan leik og sagði hann á Twitter að það væri vegna þess komið hafi verið upp um felustað hans og eiginkonu hans, eins og sagt var frá á vef Mbl í gærkvöldi.

Í ofangreindu tísti nefnir McAfee að hann muni sakna Gregor‘s, sem er matsölustaður á Dalvík. Hann staðfesti svo að hann hafi haldið til þar og sagði það hafa verið mistök að nefnda Gregor‘s.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×