Einherjar ársins geta unnið sér inn Benz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 16:45 Margir hafa náð draumahögginu í 80 ára sögu Einherjaklúbbsins. Golfmyndir.is Það hafa örugglega einhverjir íslenskir kylfingar náð draumahögginu á árinu 2019 enda hafa ófáir hringirnir verið spilaðir út um allt land á mjög góðu golfsumri. Golfsamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni að þeir kylfingar sem hafa farið holu í höggi í ár eiga möguleika á flottum verðlaunum taki þeir þátt í Einherjahátíð á Seltjarnarnesi á morgun. Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá fyrsta draumahögginu á Íslandi hafa nokkrir styrktaraðilar í samstarfi við GSÍ, Nesklúbbinn og Einherjaklúbbinn ákveðið að bjóða kylfingum til golfhátíðar á morgun. Þeir kylfingar sem fara holu í höggi á árinu 2019 og eru löglega skráðir hjá Einherjaklúbbnum geta unnið Mercedes-Benz til eignar eða nælt sér í utanlandsferð fyrir tvo.Draumahöggið á Nesinu – skemmtilegur leikur í gangi fyrir Einherja https://t.co/lSP7Pwo3N3 via @golf.is — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) September 5, 2019 Þessum nýju Einherjum verður boðið að skrá sig til að slá eitt högg á Nesvellinum á holu tvö og sá sem verður næstur holu vinnur flugmiða frá Icelandair. Ef einhver nær að fara holu í höggi þá fær hann Mercedes-Benz bifreið að gjöf frá bílaumboðinu Öskju. Stefnt er að því að þessi viðburður verði árlegur á Nesvellinum. Þeirra sem fara holu í höggi núna á golftímabilinu bíður þannig mjög spennandi tækifæri með haustinu og er þetta hvatning til allra um að vanda sig sérstaklega næst þegar slegið er af teig. Sumir vilja jú meina að það séu sérstakir hæfileikar að geta slegið holu í höggi. 17. október 1967 stofnuðu áhugamenn sem allir höfðu farið holu í höggi félagsskapinn sem þeir kölluðu Einherja. Klúbburinn fagnar því á þessu ári að 80 ár eru liðin frá fyrsta draumahögginu á Íslandi. Skráð draumahögg hjá Einherjaklúbbnum eru um 3.200 og ná allt aftur til afreksins hans Halldórs. Einn kylfingur ber höfuð og herðar yfir aðra í keppninni um hver hefur farið oftast holu í höggi. Björgvin Þorsteinsson hefur löglega skráð 9 draumahögg á sínum ferli, en á hæla honum koma Sigurjón Rafn Gíslason 8 skipti, Björn Finnbjörnsson 7 skipti og Bert Hanson og Kjartan L. Pálsson með 6 högg skráð. 37 kylfingar hafa náð að fara 4 sinnum holu í höggi. Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það hafa örugglega einhverjir íslenskir kylfingar náð draumahögginu á árinu 2019 enda hafa ófáir hringirnir verið spilaðir út um allt land á mjög góðu golfsumri. Golfsamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni að þeir kylfingar sem hafa farið holu í höggi í ár eiga möguleika á flottum verðlaunum taki þeir þátt í Einherjahátíð á Seltjarnarnesi á morgun. Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá fyrsta draumahögginu á Íslandi hafa nokkrir styrktaraðilar í samstarfi við GSÍ, Nesklúbbinn og Einherjaklúbbinn ákveðið að bjóða kylfingum til golfhátíðar á morgun. Þeir kylfingar sem fara holu í höggi á árinu 2019 og eru löglega skráðir hjá Einherjaklúbbnum geta unnið Mercedes-Benz til eignar eða nælt sér í utanlandsferð fyrir tvo.Draumahöggið á Nesinu – skemmtilegur leikur í gangi fyrir Einherja https://t.co/lSP7Pwo3N3 via @golf.is — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) September 5, 2019 Þessum nýju Einherjum verður boðið að skrá sig til að slá eitt högg á Nesvellinum á holu tvö og sá sem verður næstur holu vinnur flugmiða frá Icelandair. Ef einhver nær að fara holu í höggi þá fær hann Mercedes-Benz bifreið að gjöf frá bílaumboðinu Öskju. Stefnt er að því að þessi viðburður verði árlegur á Nesvellinum. Þeirra sem fara holu í höggi núna á golftímabilinu bíður þannig mjög spennandi tækifæri með haustinu og er þetta hvatning til allra um að vanda sig sérstaklega næst þegar slegið er af teig. Sumir vilja jú meina að það séu sérstakir hæfileikar að geta slegið holu í höggi. 17. október 1967 stofnuðu áhugamenn sem allir höfðu farið holu í höggi félagsskapinn sem þeir kölluðu Einherja. Klúbburinn fagnar því á þessu ári að 80 ár eru liðin frá fyrsta draumahögginu á Íslandi. Skráð draumahögg hjá Einherjaklúbbnum eru um 3.200 og ná allt aftur til afreksins hans Halldórs. Einn kylfingur ber höfuð og herðar yfir aðra í keppninni um hver hefur farið oftast holu í höggi. Björgvin Þorsteinsson hefur löglega skráð 9 draumahögg á sínum ferli, en á hæla honum koma Sigurjón Rafn Gíslason 8 skipti, Björn Finnbjörnsson 7 skipti og Bert Hanson og Kjartan L. Pálsson með 6 högg skráð. 37 kylfingar hafa náð að fara 4 sinnum holu í höggi.
Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira