Yfirburðir hjá Khabib á UFC 242 Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 22:04 Miklir yfirburðir hjá Khabib í kvöld. Vísir/Getty UFC 242 fór fram í Abu Dhabi fyrr í kvöld. Khabib Nurmagomedov mætti Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins og hafði Khabib mikla yfirburði í bardaganum. Það var heitt í höllinni í Abu Dhabi í kvöld. Loftræstingin virkaði ekki sem skyldi en var þó betri þegar kom að aðalbardaga kvöldsins og hitinn ekki eins óbærilegur fyrir keppendur og áhorfendur. Khabib Nurmagomedov gerði nákvæmlega það sama og hann hefur gert við alla andstæðinga sína hingað til. Hann tók Dustin Poirier niður í hverri lotu og lét höggin dynja á honum. Poirier varðist vel og komst aftur á fætur oft á tíðum en það dugði skammt. Í 2. lotu tókst Poirier aðeins að vanka Khabib og var það besta augnablik Poirier í bardaganum. Khabib náði áttum, náði bardaganum aftur í gólfið og vann þá lotu. Áður en þriðja lota hófst sagði Poirier við hornið sitt að hann gæti hreinlega ekki losað Khabib af sér. Vandamál sem margir fyrrum andstæðingar Khabib kannast eflaust við. Khabib reyndi aftur fellu í 3. lotu en Poirier reyndi „guillotine“ hengingu. Tilraunin var ekki slæm hjá Poirier en Khabib varðist hengingunni vel. Khabib losaði sig úr hengingunni, komst í yfirburðarstöðu og kláraði Poirier með „rear naked choke“. Khabib er nú 28-0 í MMA og hefur unnið alla 12 bardaga sína í UFC. Þetta var hans önnur titilvörn og spurning hvort einhver geti stöðvað hann. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Felder og Edson Barboza. Bardaginn var jafn og spennandi þar sem báðir áttu sín augnablik. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og sigraði Felder eftir klofna dómaraákvörðun. Dómararnir voru ekki sammála hvor öðrum og gaf einn dómari Felder allar loturnar á meðan annar dómari gaf Barboza allar loturnar. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Sjá meira
UFC 242 fór fram í Abu Dhabi fyrr í kvöld. Khabib Nurmagomedov mætti Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins og hafði Khabib mikla yfirburði í bardaganum. Það var heitt í höllinni í Abu Dhabi í kvöld. Loftræstingin virkaði ekki sem skyldi en var þó betri þegar kom að aðalbardaga kvöldsins og hitinn ekki eins óbærilegur fyrir keppendur og áhorfendur. Khabib Nurmagomedov gerði nákvæmlega það sama og hann hefur gert við alla andstæðinga sína hingað til. Hann tók Dustin Poirier niður í hverri lotu og lét höggin dynja á honum. Poirier varðist vel og komst aftur á fætur oft á tíðum en það dugði skammt. Í 2. lotu tókst Poirier aðeins að vanka Khabib og var það besta augnablik Poirier í bardaganum. Khabib náði áttum, náði bardaganum aftur í gólfið og vann þá lotu. Áður en þriðja lota hófst sagði Poirier við hornið sitt að hann gæti hreinlega ekki losað Khabib af sér. Vandamál sem margir fyrrum andstæðingar Khabib kannast eflaust við. Khabib reyndi aftur fellu í 3. lotu en Poirier reyndi „guillotine“ hengingu. Tilraunin var ekki slæm hjá Poirier en Khabib varðist hengingunni vel. Khabib losaði sig úr hengingunni, komst í yfirburðarstöðu og kláraði Poirier með „rear naked choke“. Khabib er nú 28-0 í MMA og hefur unnið alla 12 bardaga sína í UFC. Þetta var hans önnur titilvörn og spurning hvort einhver geti stöðvað hann. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Felder og Edson Barboza. Bardaginn var jafn og spennandi þar sem báðir áttu sín augnablik. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og sigraði Felder eftir klofna dómaraákvörðun. Dómararnir voru ekki sammála hvor öðrum og gaf einn dómari Felder allar loturnar á meðan annar dómari gaf Barboza allar loturnar. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Sjá meira
Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30