Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2019 15:13 Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra Vísir/JóhannK Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. Ástæðan eru ummæli sem Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Arinbjörn sagði að félagið hefði fengið athugasemdir frá nokkrum lögreglumönnum sem kvörtuðu yfir ógnar- og óttarstjórnun innan embættis ríkislögreglustjóra og talaði einnig um meðvirkni í efstu lögum stjórnenda í því samhengi.Fréttin má sjá hér að neðan.Ásgeir segir ummæli Arinbjörns mjög óviðeigandi. Þetta er eitthvað sem þau hjá ríkislögreglustjóra þekki ekki almennt. „Ég neita þessu alfarið. Þetta er kolrangt og staða sem ég þekki ekki hér,“ segir Ásgeir. „Að væna okkur millistjórnendur um það að taka þátt í ógnarstjórn ríkislögreglustjóra, sem er alveg kolrangt. Ég bara sætti mig ekkert við þetta.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.Fréttablaðið/GVAÁsgeir viðurkenndi þó að þekkja til óánægju. „Við vitum náttúrulega að það eru einhverjir örfáir sem eru óánægðir en það endurspeglar ekki allan fjölda starfsmanna hér. Það er alveg á hreinu.“ Unnið sé að því að ná sáttum. „Ég held að það sé í rauninni allt í vinnslu. Ég þekki það ekki nákvæmlega en ég held að það sé í vinnslu á viðeigandi stöðum.“ Ásgeir var spurður að því hvort ekki hefði verið hægt að fara aðra leið en að segja sig úr félaginu eftir að hafa verið hluti af því svo lengi. „Ég gerði þetta að vel hugsuðu máli að gera þetta. Það er mjög óviðeigandi að væna hóp manna um meðvirkni í ógnarstjórnun, sem er rangt. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun að mjög vel athugðu máli.“ Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. Ástæðan eru ummæli sem Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Arinbjörn sagði að félagið hefði fengið athugasemdir frá nokkrum lögreglumönnum sem kvörtuðu yfir ógnar- og óttarstjórnun innan embættis ríkislögreglustjóra og talaði einnig um meðvirkni í efstu lögum stjórnenda í því samhengi.Fréttin má sjá hér að neðan.Ásgeir segir ummæli Arinbjörns mjög óviðeigandi. Þetta er eitthvað sem þau hjá ríkislögreglustjóra þekki ekki almennt. „Ég neita þessu alfarið. Þetta er kolrangt og staða sem ég þekki ekki hér,“ segir Ásgeir. „Að væna okkur millistjórnendur um það að taka þátt í ógnarstjórn ríkislögreglustjóra, sem er alveg kolrangt. Ég bara sætti mig ekkert við þetta.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.Fréttablaðið/GVAÁsgeir viðurkenndi þó að þekkja til óánægju. „Við vitum náttúrulega að það eru einhverjir örfáir sem eru óánægðir en það endurspeglar ekki allan fjölda starfsmanna hér. Það er alveg á hreinu.“ Unnið sé að því að ná sáttum. „Ég held að það sé í rauninni allt í vinnslu. Ég þekki það ekki nákvæmlega en ég held að það sé í vinnslu á viðeigandi stöðum.“ Ásgeir var spurður að því hvort ekki hefði verið hægt að fara aðra leið en að segja sig úr félaginu eftir að hafa verið hluti af því svo lengi. „Ég gerði þetta að vel hugsuðu máli að gera þetta. Það er mjög óviðeigandi að væna hóp manna um meðvirkni í ógnarstjórnun, sem er rangt. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun að mjög vel athugðu máli.“
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14