Þingfundum verður frestað og útlit fyrir að kosningum verði hafnað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2019 19:00 Stjórnarandstaðan á Bretlandi mun að öllum líkindum hafna tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða snemma til kosninga. Stjórnarandstaðan hafði áður tilkynnt um að hún myndi ekki styðja tillögu Boris Johnson um að boða til kosninga í dag, rétt eins og hún hafnaði henni í síðustu viku. Ástæðan var sú að þingmenn vildu fyrst að Johnson kæmist að formlegu samkomulagi við Evrópusambandið um að fresta útgöngu Breta og þannig koma í veg fyrir að Bretar gangi út án samnings þann 31. október. Í dag varð að lögum frumvarp stjórnarandstöðunnar sem skuldbindur Johnson til þess að biðja um frest. Þingmenn þurftu að vera á harðahlaupum enda er þingfundum frestað frá deginum í dag og allt þar til 14. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var ósáttur við Johnson í gær og sagði hann reyna að forðast erfiðar spurningar með því að fresta þingfundum. Um kosningar hafði hann þetta að segja: „Við munum gera allt sem við getum til þess að fyrirbyggja að við förum út án samnings þann 31. október og munum ekki styðja tillögu um kosningar fyrr en ljóst er að það gerist ekki. Við viljum öll kosningar. Við viljum öll komast hjá samningslausri útgöngu.“ John Bercow, forseti breska þingsins og þingmaður Íhaldsflokksins, sagði fyrr í dag að ef þingið samþykkti kosningar myndi hann sitja út kjörtímabilið en ekki gefa kost á sér á ný. Ef ekki kæmi til kosninga myndi hann stíga til hliðar þann 31. október. En Boris Johnson fundaði sjálfur með Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í Dyflinni í dag um útgöngumálið. Voru þeir sammála um að þeir vildu síður að útgöngu væri frestað og að þeir vildu reyna að ná samkomulagi sem fyrst. Bretland Brexit Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Stjórnarandstaðan á Bretlandi mun að öllum líkindum hafna tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða snemma til kosninga. Stjórnarandstaðan hafði áður tilkynnt um að hún myndi ekki styðja tillögu Boris Johnson um að boða til kosninga í dag, rétt eins og hún hafnaði henni í síðustu viku. Ástæðan var sú að þingmenn vildu fyrst að Johnson kæmist að formlegu samkomulagi við Evrópusambandið um að fresta útgöngu Breta og þannig koma í veg fyrir að Bretar gangi út án samnings þann 31. október. Í dag varð að lögum frumvarp stjórnarandstöðunnar sem skuldbindur Johnson til þess að biðja um frest. Þingmenn þurftu að vera á harðahlaupum enda er þingfundum frestað frá deginum í dag og allt þar til 14. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var ósáttur við Johnson í gær og sagði hann reyna að forðast erfiðar spurningar með því að fresta þingfundum. Um kosningar hafði hann þetta að segja: „Við munum gera allt sem við getum til þess að fyrirbyggja að við förum út án samnings þann 31. október og munum ekki styðja tillögu um kosningar fyrr en ljóst er að það gerist ekki. Við viljum öll kosningar. Við viljum öll komast hjá samningslausri útgöngu.“ John Bercow, forseti breska þingsins og þingmaður Íhaldsflokksins, sagði fyrr í dag að ef þingið samþykkti kosningar myndi hann sitja út kjörtímabilið en ekki gefa kost á sér á ný. Ef ekki kæmi til kosninga myndi hann stíga til hliðar þann 31. október. En Boris Johnson fundaði sjálfur með Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í Dyflinni í dag um útgöngumálið. Voru þeir sammála um að þeir vildu síður að útgöngu væri frestað og að þeir vildu reyna að ná samkomulagi sem fyrst.
Bretland Brexit Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira