„Þetta er fyrsta skrefið í rétta átt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. september 2019 22:15 Það eru þær Aldís Pálsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Elísabet Gunnars, Andrea Magnúsdóttir og Rakel Tómasdóttir sem standa á bak við verkefnið. Mynd/Konur Eru Konum Bestar „Við finnum fyrir mikilli samstöðu og þökkum kærlega fyrir það,“ segir Elísabet Gunnars í samtali við Vísi. Elísabet er ein af konunum sem standa á bak við góðgerðarverkefnið Konur Eru Konum Bestar sem nú er haldið í þriðja skiptið. Vilja þær sjá meiri samstöðu á meðal íslenskra kvenna, þar sem á landinu sé slæmt umtal því miður daglegt brauð. Með Elísabetu í þessu áhugaverða verkefni eru þær Andrea Magnúsdóttir, Aldís Pálsdóttir, Rakel Tómasdóttir og Nanna Kristín Tryggvadóttir. Í þetta skipti rennur ágóði af verkefninu til Krafts, en áður hafa þær styrkt Kvennaathvarfið og Mæðrastyrksnefnd. Eins og fyrri ár var gerður fallegur bolur sem seldur verður til þess að styrkja ungt fólk og aðstandendur þeirra í baráttu gegn krabbameini.Notar kvenlíkamann í verkum sínum „Við fáum 800 boli sem er það mesta sem við höfum framleitt hingað til. Það er pláss fyrir alla að vera með í klappliðinu okkar og við munum gera okkar besta til þess að allir fái bol,“ segir Elísabet. Árið 2017 seldust 350 bolir og hópurinn gaf Kvennaathvarfinu eina milljón. Árið 2018 voru seldir 500 bolir og afhentu þær Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar 1,9 milljón. Elísabet segir að stefnan sé sett á 1000 boli í ár.Elísabet Gunnars er viðskiptafræðingur og eigandi Trendnet.Mynd/Konur Eru Konum BestarElísabet segir að setningin snúist um „það að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugafari og umtali og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað.“ Hún segir að bolurinn sé sá flottasti frá upphafi en skilaboðin Konur Eru Konum Bestar eru framan á bolnum en listakonan Rakel Tómasdóttir sem á heiðurinn af myndinni aftan á honum. „Rakel vinnur mikið með konur og kvenlíkaman í verkum sínum og því var mjög vel við hæfi að hafa dásamlega teikningu frá henni aftan á bolnum. Rakel á líka letrið sem við notum í setninguna,“ segir Elísabet „Teikningin sýnir kvenandlit tekin í sundur og blandað svo aftur saman. Með myndinni langaði mig að ná fram kvenlegri orku og sýna hvernig við getum allar komið saman á ólíkan hátt og myndað nýja og betri heild,“ útskýrir Rakel.Kvöddu foreldra sína alltof snemma Það var mjög persónuleg ástæða fyrir valinu á góðgerðarfélaginu í ár. Elísabet sagði í gær frá því í einlægri færslu á síðunni Trendnet. „Málefnið stendur mér nærri en ég þekki til tveggja dásamlegra fjölskyldna sem þurftu að kveðja einn ástvin sökum þessa ömurlega sjúkdóms. Önnur þeirra er frænka mín, Ástrós Rut Sigurðardóttir, aðstandandi (kona) Bjarka Más og elsku Emma dóttir þeirra (kona). Hin var Fanney Eiríksdóttir vinkona (kona) sem kvaddi þennan heim og skildi eftir sig Ragnar Snæ, Emilý (kona) og kraftaverkadrenginn Erik Fjólar.“ Bæði Bjarki Már og Fanney voru gestir í brúðkaupi Elísabetar þegar hún gifti sig á síðasta ári. „Þá var Bjarki búinn að berjast fyrir lífi sínu í sex ár á meðan Fanney geislaði með litla óléttu bumbu alveg ómeðvituð um hvað beið hennar, hún greindist í vikunni eftir brúðkaupið. Bæði Bjarki og Fanney kvöddu í sumar, með viku millibili og við tekur erfitt líf fyrir aðstandendur sem sitja eftir. Elsku börnin sem kvöddu foreldra sína alltof snemma og þau eru ekki þau einu heldur er staðreyndin sú að ungt fólk er að greinast alltof oft.“Mynd/Konur Eru Konum BestarVerum næs við náungann Bolurinn fer í sölu á sérstökum viðburði fimmtudaginn 12. september næstkomandi klukkan 17 í versluninni AndreA á Norðurbakka 1 í Hafnarfirði. Með fyrstu hundrað bolunum fylgir veglegur gjafapoki en merktur fjölnota taupoki fylgir öllum bolunum í ár.Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. „Við opnum fyrir netsölu klukkan 20:00 þann 12.sept í vefversluninni okkar konurerukonumbestar.com en viljum hvetja sem flesta til að mæta eða senda einhvern fyrir sig í Hafnarfjörðinn að kaupa sama dag milli 17 og 20 þegar við munum standa vaktina hjá Andreu,“ svarar Elísabet aðspurð hvort hægt verði að versla bolinn á netinu. „Verum næs við náungann og gerum þannig heiminn að betri stað. Það eru kynslóðir sem taka við sem þurfa að sjá meiri samstöðu og jákvæðni í samfélaginu. Þetta er fyrsta skrefið í rétta átt,“ segir Elísabet að lokum. Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Við finnum fyrir mikilli samstöðu og þökkum kærlega fyrir það,“ segir Elísabet Gunnars í samtali við Vísi. Elísabet er ein af konunum sem standa á bak við góðgerðarverkefnið Konur Eru Konum Bestar sem nú er haldið í þriðja skiptið. Vilja þær sjá meiri samstöðu á meðal íslenskra kvenna, þar sem á landinu sé slæmt umtal því miður daglegt brauð. Með Elísabetu í þessu áhugaverða verkefni eru þær Andrea Magnúsdóttir, Aldís Pálsdóttir, Rakel Tómasdóttir og Nanna Kristín Tryggvadóttir. Í þetta skipti rennur ágóði af verkefninu til Krafts, en áður hafa þær styrkt Kvennaathvarfið og Mæðrastyrksnefnd. Eins og fyrri ár var gerður fallegur bolur sem seldur verður til þess að styrkja ungt fólk og aðstandendur þeirra í baráttu gegn krabbameini.Notar kvenlíkamann í verkum sínum „Við fáum 800 boli sem er það mesta sem við höfum framleitt hingað til. Það er pláss fyrir alla að vera með í klappliðinu okkar og við munum gera okkar besta til þess að allir fái bol,“ segir Elísabet. Árið 2017 seldust 350 bolir og hópurinn gaf Kvennaathvarfinu eina milljón. Árið 2018 voru seldir 500 bolir og afhentu þær Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar 1,9 milljón. Elísabet segir að stefnan sé sett á 1000 boli í ár.Elísabet Gunnars er viðskiptafræðingur og eigandi Trendnet.Mynd/Konur Eru Konum BestarElísabet segir að setningin snúist um „það að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugafari og umtali og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað.“ Hún segir að bolurinn sé sá flottasti frá upphafi en skilaboðin Konur Eru Konum Bestar eru framan á bolnum en listakonan Rakel Tómasdóttir sem á heiðurinn af myndinni aftan á honum. „Rakel vinnur mikið með konur og kvenlíkaman í verkum sínum og því var mjög vel við hæfi að hafa dásamlega teikningu frá henni aftan á bolnum. Rakel á líka letrið sem við notum í setninguna,“ segir Elísabet „Teikningin sýnir kvenandlit tekin í sundur og blandað svo aftur saman. Með myndinni langaði mig að ná fram kvenlegri orku og sýna hvernig við getum allar komið saman á ólíkan hátt og myndað nýja og betri heild,“ útskýrir Rakel.Kvöddu foreldra sína alltof snemma Það var mjög persónuleg ástæða fyrir valinu á góðgerðarfélaginu í ár. Elísabet sagði í gær frá því í einlægri færslu á síðunni Trendnet. „Málefnið stendur mér nærri en ég þekki til tveggja dásamlegra fjölskyldna sem þurftu að kveðja einn ástvin sökum þessa ömurlega sjúkdóms. Önnur þeirra er frænka mín, Ástrós Rut Sigurðardóttir, aðstandandi (kona) Bjarka Más og elsku Emma dóttir þeirra (kona). Hin var Fanney Eiríksdóttir vinkona (kona) sem kvaddi þennan heim og skildi eftir sig Ragnar Snæ, Emilý (kona) og kraftaverkadrenginn Erik Fjólar.“ Bæði Bjarki Már og Fanney voru gestir í brúðkaupi Elísabetar þegar hún gifti sig á síðasta ári. „Þá var Bjarki búinn að berjast fyrir lífi sínu í sex ár á meðan Fanney geislaði með litla óléttu bumbu alveg ómeðvituð um hvað beið hennar, hún greindist í vikunni eftir brúðkaupið. Bæði Bjarki og Fanney kvöddu í sumar, með viku millibili og við tekur erfitt líf fyrir aðstandendur sem sitja eftir. Elsku börnin sem kvöddu foreldra sína alltof snemma og þau eru ekki þau einu heldur er staðreyndin sú að ungt fólk er að greinast alltof oft.“Mynd/Konur Eru Konum BestarVerum næs við náungann Bolurinn fer í sölu á sérstökum viðburði fimmtudaginn 12. september næstkomandi klukkan 17 í versluninni AndreA á Norðurbakka 1 í Hafnarfirði. Með fyrstu hundrað bolunum fylgir veglegur gjafapoki en merktur fjölnota taupoki fylgir öllum bolunum í ár.Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. „Við opnum fyrir netsölu klukkan 20:00 þann 12.sept í vefversluninni okkar konurerukonumbestar.com en viljum hvetja sem flesta til að mæta eða senda einhvern fyrir sig í Hafnarfjörðinn að kaupa sama dag milli 17 og 20 þegar við munum standa vaktina hjá Andreu,“ svarar Elísabet aðspurð hvort hægt verði að versla bolinn á netinu. „Verum næs við náungann og gerum þannig heiminn að betri stað. Það eru kynslóðir sem taka við sem þurfa að sjá meiri samstöðu og jákvæðni í samfélaginu. Þetta er fyrsta skrefið í rétta átt,“ segir Elísabet að lokum.
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira