Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Sveinn Arnarsson skrifar 30. ágúst 2019 07:30 Örlygur hefur rekið Hotel Cape á Húsavík ásamt fjölskyldu sinni í mörg ár. Norcidphotos/Getty Örlygur Hnefill Örlygsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Norðurþings, er hættur í sveitarstjórn sveitarfélagsins og hefur beðist lausnar frá setu í öllum þeim ráðum og nefndum á vegum Norðurþings sem hann situr í. Örlygur Hnefill undirbýr skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu vegna framkvæmda sumarið 2018 sem gerðu honum erfitt fyrir við rekstur fyrirtækis hans. Eftir sumarið í fyrra fór Örlygur Hnefill í leyfi vegna óviðeigandi samskipta við framkvæmdaaðila á vegum sveitarfélagsins vegna framkvæmda í götunni sem gistiheimili hans stendur við. Örlygur Hnefill hefur ásamt fjölskyldu sinni rekið Hótel Cape á Húsavík í mörg ár.Örlygur Hnefill Örlygsson forseti sveitarstjórnar Norðurþings„Við uppbyggingu sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða þurfti að fara í framkvæmdir í götunni þar sem ég rek gistiheimili. Framkvæmdir sem áttu að taka tiltölulega stuttan tíma tóku hins vegar fimm mánuði þar sem allt var sundurgrafið fyrir framan gistiheimilið. Ég hef síðan þá þurft að berjast við það að halda fyrirtækinu gangandi og þessir drættir á lokum framkvæmda höfðu mikil áhrif á reksturinn,“ segir Örlygur Hnefill, sem setið hefur í sveitarstjórn Norðurþings frá árinu 2014. „Ég kveð starf sveitarstjórnarfulltrúa með söknuði því þetta hefur verið afar skemmtilegur tími þar sem ég hef unnið með frábæru fólki að góðum verkefnum fyrir Norðurþing,“ bætir Örlygur Hnefill við en segist ekki hafa hugsað um það lengi hvort hann þyrfti að segja af sér sem sveitarstjórnarmaður. Miklar deilur spunnust í tengslum við framkvæmdirnar á sínum tíma og urðu að nokkru hitamáli. „Það hvarflaði ekki að mér að fara í leyfi eða eitthvað slíkt. Þegar ljóst var að við myndum fara í skaðabótamál þá er þetta hreinlegast, það er að segja af sér alfarið,“ segir hann. Ásamt því að reka gistiheimili og sitja í sveitarstjórn Norðurþings hefur Örlygur Hnefill unnið ötullega að uppsetningu á Könnunarsögusafninu. Það safn er aðallega helgað geimferðum og æfingu bandarískra geimfara sem komu til Íslands á 7. áratugnum vegna tunglferða NASA. Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjá meira
Örlygur Hnefill Örlygsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Norðurþings, er hættur í sveitarstjórn sveitarfélagsins og hefur beðist lausnar frá setu í öllum þeim ráðum og nefndum á vegum Norðurþings sem hann situr í. Örlygur Hnefill undirbýr skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu vegna framkvæmda sumarið 2018 sem gerðu honum erfitt fyrir við rekstur fyrirtækis hans. Eftir sumarið í fyrra fór Örlygur Hnefill í leyfi vegna óviðeigandi samskipta við framkvæmdaaðila á vegum sveitarfélagsins vegna framkvæmda í götunni sem gistiheimili hans stendur við. Örlygur Hnefill hefur ásamt fjölskyldu sinni rekið Hótel Cape á Húsavík í mörg ár.Örlygur Hnefill Örlygsson forseti sveitarstjórnar Norðurþings„Við uppbyggingu sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða þurfti að fara í framkvæmdir í götunni þar sem ég rek gistiheimili. Framkvæmdir sem áttu að taka tiltölulega stuttan tíma tóku hins vegar fimm mánuði þar sem allt var sundurgrafið fyrir framan gistiheimilið. Ég hef síðan þá þurft að berjast við það að halda fyrirtækinu gangandi og þessir drættir á lokum framkvæmda höfðu mikil áhrif á reksturinn,“ segir Örlygur Hnefill, sem setið hefur í sveitarstjórn Norðurþings frá árinu 2014. „Ég kveð starf sveitarstjórnarfulltrúa með söknuði því þetta hefur verið afar skemmtilegur tími þar sem ég hef unnið með frábæru fólki að góðum verkefnum fyrir Norðurþing,“ bætir Örlygur Hnefill við en segist ekki hafa hugsað um það lengi hvort hann þyrfti að segja af sér sem sveitarstjórnarmaður. Miklar deilur spunnust í tengslum við framkvæmdirnar á sínum tíma og urðu að nokkru hitamáli. „Það hvarflaði ekki að mér að fara í leyfi eða eitthvað slíkt. Þegar ljóst var að við myndum fara í skaðabótamál þá er þetta hreinlegast, það er að segja af sér alfarið,“ segir hann. Ásamt því að reka gistiheimili og sitja í sveitarstjórn Norðurþings hefur Örlygur Hnefill unnið ötullega að uppsetningu á Könnunarsögusafninu. Það safn er aðallega helgað geimferðum og æfingu bandarískra geimfara sem komu til Íslands á 7. áratugnum vegna tunglferða NASA.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjá meira
Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30
Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45