Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - FH 1-3 | Morten Beck afgreiddi Stjörnuna Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 22:00 Morten Beck fagnar. vísir/bára FH hafði betur í stórleik umferðarinnar þegar liðið lagði Stjörnuna í Garðabæ með þremur mörkum gegn einu. Stjarnan hafði tökin á leiknum í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum með einu marki, 1-0. Leikurinn var fjörugur þar sem bæði lið voru að skapa sér marktækifæri og tókst að nýta sér þau í upphafi leiks. Stjarnan var hættulegri í sínum aðgerðum og bjargaði Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH, sínum mönnum í tvígang eftir dauðafæri heimamanna. Fyrsta markið kom ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks, eftir frábæran undirbúning heimamanna kom Sölvi Snær Guðbjargarson með fyrirgjöfina á Þorstein Már Ragnarsson sem kláraði af öryggi. Staðan því 1-0 fyrir Stjörnunni og hélst hún þannig þar til flautað var til hálfleiks. FH byrjaði síðari hálfleikinn af krafti en Stjarnan varðist vel. Haraldur Björnsson átti frábæra markvörslu í upphafi síðari hálfleiks eftir fast skot frá Steven Lennon og það virtist sem Stjörnumenn ætluðu að standa af sér þessa pressu frá gestunum. Jöfnunar markið kom þó skömmu síðar, fyrsta mark FH og fyrsta mark Morten Beck, Steven Lennon með gott hlaup og fyrirgjöfina sem daninn kláraði. Aðeins 10 mínútum síðar bætti Morten Beck við öðru marki, það var Jónatan Ingi Jónsson sem átti heiðurinn af því eftir frábæran sprett bjó hann til upplagt færi fyrir danann sem vippaði boltanum síðan snyrtilega yfir Harald Björnsson í markinu. Þriðja og síðasta markið kom á 82’ mínútu, Morten Beck innsiglaði þar þrennuna með góðu einstaklings framtaki. Vann boltann inná miðjunni og kláraði hlaupið með marki, staðan 1-3 og það urðu lokatölur á Samsung-vellinum.Af hverju vann FH? FH kom ógna sterkt út í síðari hálfleikinn og toppaði á réttum tíma. Stjarnan hafði haft góð tök á leiknum undir lok fyrri hálfleiks en smám saman tók FH völdin á vellinum og skilaði góðum sigri. Hverjir stóðu upp úr?Morten Beck stóð augljóslega uppúr í þessum leik eftir að hafa skorað þrennu og unnið þennan leik fyrir FH. Auk hans voru margir að skila góðu dagsverki, Guðmundur Kristjánsson var frábær í miðri vörninni og kom FH oftar en ekki til bjargar. Björn Daníel hafði góð tök á miðjunni og svo var innkoma Jónatans Inga algjörlega frábær. Nimo Gribenco fékk sæti í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld og nýtti sér það tækifæri. Hann var ótrúlega ferskur og það fór mikið fyrir honum.Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að klára færin sín, þeir komu sér í virkilega ákjósanlegar stöður í fyrri hálfleik en það vantaði alltaf eitthvað uppá hjá þeim. Í síðari hálfleik misstu þeir tökin og voru aldrei líklegir að ná yfirhöndinni aftur. Hvað er framundan? Nú fer að líða að lokum, aðeins þrjár umferðir eru eftir og FH hefur náð þriðja sætinu. Framundan hjá þeim er bikarúrslitaleikur gegn Víkingi, þann 14. september. Enn í næstu umferð fær FH, neðsta lið deildarinnar, ÍBV í heimsókn. Skyldu sigur fyrir FH-inga þar. Hjá Stjörnunni er hins vegar enn einn stórleikurinn er framundan. Næsti leikur hjá þeim er gegn Breiðabliki í Kópavogi. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.vísir/báraÓli Kristjáns: Liðsmórall og góð vinnusemi „Liðsmórall, góð vinnusemi og hrikalegt boozt,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari FH, um FH-liðið eftir góðan sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld. „Fyrsta korterið erum við miklu betri. Þegar þeir fóru að þvinga okkur í að sparka í stað þess að spila þá ná þeir yfirhöndinni og þeir skora mjög gott mark, ég væri til í að fá uppskriftina af þessu.“ „Við töluðum um það að í fyrri hálfleik vorum við að koma okkur í stöður sem við nýttum okkur ekki nógu vel en nýttu það betur í seinni hálfleik. Smám saman þá tókum við bara leikinn yfir.“ Morten Beck kom aftur inní byrjunarlið FH eftir smá pásu og skilaði góðu dagsverki. Óli hrósar honum fyrir sterka innkomu í dag. „Hann er virkilega góður liðsmaður, frábær mörk hjá honum. Hann er búinn að fá smá pásu, hann fékk rautt á móti Fylki og kom heldur betur sterkur inn í dag.“ Óli segir það frábært að fara inní bikarúrslitin með sigri í dag og að það gefi strákunum extra boozt fyrir framhaldið. „Ég sagði það fyrir leik að það væri góður pallur að fara inní bikarúrslitaleik með sigri og 31 stig. Við fögnum þessu og svo koma þrír leikir í beit þarna í september þar sem við verðum að sækja stig.“ Ef liðið spilar eins og það gerði í seinni hálfleik, vinni þið þá bikarúrslita leikinn? „Já, þegar liðið spilar svona þá vinnum við flest alla leiki en það þarf að ná þessum neista og halda honum.“Björn Daníel var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2013.vísir/daníelBjörn Daníel: Daninn flúgjandi gjörsamlega geggjaður „Þetta var geggjað,“ sagði fyrirliði FH í kvöld, Björn Daníel Sverrisson, eftir frábæran sigur liðsins á Stjörnunni í stórleik 19. umferðar. „Mér fannst leikurinn jafn í fyrri hálfleik. Þeir skora þetta mark, geggjað mark en mér fannst við svo töluvert betri í seinni hálfleik og Daninn fljúgandi skoraði svo þrjú fyrir okkur,“ sagði Björn Daníel ánægður með Morten Beck sem skoraði þrennu í kvöld. „Hann hefur passað fullkomlega inn í þetta hjá okkur, hann skorar mörk og leggur sig alltaf 100% fram. Hann var ekki búinn að spila mikið þegar hann kom til okkar en er kominn í gott leikform núna. Hann skorar þrennu í dag og hann bara vinnur þennan leik fyrir okkur, gjörsamlega geggjaður.“ FH fór 1-0 undir inn í hálfleik eftir að hafa fengið mark á sig á loka mínútu fyrri hálfleiks. Stjarnan hafði haft yfirhöndina en FH náði öllum tökum á leiknum snemma í síðari hálfleik. Björn Daníel segir að einstaklings framtök hafi skilað þeim sigrinum og hrósar einnig innkomu Jónatans Inga Jónssonar sem kom með mikinn kraft inní sóknarleik FH. „Við vorum grimmari í tæklingum, unnum boltann hærra upp á vellinum og fórum í skyndisóknir. Við vorum lélegir að klára sóknirnar í fyrri hálfleik en kláruðum þær vel í seinni. Svo voru líka bara einstaklings framtök að skila, geggjað hjá Jónatani í öðru markinu þegar hann fór framhjá einhverjum fjórum gaurum og leggur upp mark. Hann er í liðinu okkar til að gera svona hluti og hann var með frábæra innkomu í dag.“ FH byrjaði mótið illa en er nú í 3. sæti deildarinnar og framundan er úrslitaleikurinn í Mjólkurbikarnum. Björn Daníel viðurkennir að þeir séu að byrja full seint en að liðið sé á góðum stað núna og markmiðin eru skýr. „Mér finnst kominn ákveðinn rythmi í þetta hjá okkur, miklu meiri liðs frammistaða í öllu sem við gerum. Við erum kannski að byrja full seint en við stefnum á topp 3 og bikarmeistaratitil.“ Björn segir það gríðarlega mikilvægt að hafa klárað leikinn í dag með sigri upp á móralinn að gera og að þeir fari nú fullir sjálfstraust inn í bikarúrslitin. „Það er bara mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir móralinn. Það eru tvær vikur í næsta leik og geggjað að vera bara einir í þriðja sæti fyrir bikarúrslitin í staðinn fyrir að fara með tap á bakinu og þurfa að bíða í tvær vikur þá er þetta mjög sætt,“ sagði Björn að lokum.Fjalar Þorgeirs: Vonar að FH verði bikarmeistarar„Það er aldrei gott að tapa leikjum“ sagði Fjalar Þorgeirsson, þjálfari Stjörnunnar í fjarveru Rúnars Páls, að leik loknum. „Við vorum lélegir fyrstu 10-15 mínúturnar en svo vorum við góðir, eiginlega mjög góðir fram á 60’ mínútu, þanngað til að þeir skora þetta jöfnunarmark. Eftir það virtist vera að leikur okkar hafi bara hrunið jafnt og þétt eftir það“ sagði Fjalar um að gang leiksins Fjalar segir að mörk breyti leikjum og að það hafi verið nákvæmlega það sem gerðist í dag, en leikur Stjörnunnar hrundi jafnt og þétt eftir að FH jafnaði leikinn snemma í síðari hálfleik „Það er góð klisja að segja að mörk breyti leikjum, en mér fannst það bara gerast í dag. Við höfðum góð tök á leiknum, vorum 1-0 yfir en fengum svo á okkur mark sem við eigum ekki að fá á okkur. Eftir það misstum við bara tökin á leiknum. Hrós til FH-inga þeir gerðu þetta mjög vel.“ Fjalar viðurkennir það að eftir úrslit kvöldsins haldi hann með FH í bikarúrslita leiknum og markmiðið að halda sér þá meðal efstu fjögurra liðanna „Við misstum FH núna framúr okkur og fáum líklega einhver lið sem jafna okkur á morgun, svo ég verð bara að viðurkenna það að ég vona að FH vinni bikarinn svo það komi inn eitt auka Evrópusæti fyrir fjórða sætið“ sagði Fjalar að lokum Pepsi Max-deild karla
FH hafði betur í stórleik umferðarinnar þegar liðið lagði Stjörnuna í Garðabæ með þremur mörkum gegn einu. Stjarnan hafði tökin á leiknum í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum með einu marki, 1-0. Leikurinn var fjörugur þar sem bæði lið voru að skapa sér marktækifæri og tókst að nýta sér þau í upphafi leiks. Stjarnan var hættulegri í sínum aðgerðum og bjargaði Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH, sínum mönnum í tvígang eftir dauðafæri heimamanna. Fyrsta markið kom ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks, eftir frábæran undirbúning heimamanna kom Sölvi Snær Guðbjargarson með fyrirgjöfina á Þorstein Már Ragnarsson sem kláraði af öryggi. Staðan því 1-0 fyrir Stjörnunni og hélst hún þannig þar til flautað var til hálfleiks. FH byrjaði síðari hálfleikinn af krafti en Stjarnan varðist vel. Haraldur Björnsson átti frábæra markvörslu í upphafi síðari hálfleiks eftir fast skot frá Steven Lennon og það virtist sem Stjörnumenn ætluðu að standa af sér þessa pressu frá gestunum. Jöfnunar markið kom þó skömmu síðar, fyrsta mark FH og fyrsta mark Morten Beck, Steven Lennon með gott hlaup og fyrirgjöfina sem daninn kláraði. Aðeins 10 mínútum síðar bætti Morten Beck við öðru marki, það var Jónatan Ingi Jónsson sem átti heiðurinn af því eftir frábæran sprett bjó hann til upplagt færi fyrir danann sem vippaði boltanum síðan snyrtilega yfir Harald Björnsson í markinu. Þriðja og síðasta markið kom á 82’ mínútu, Morten Beck innsiglaði þar þrennuna með góðu einstaklings framtaki. Vann boltann inná miðjunni og kláraði hlaupið með marki, staðan 1-3 og það urðu lokatölur á Samsung-vellinum.Af hverju vann FH? FH kom ógna sterkt út í síðari hálfleikinn og toppaði á réttum tíma. Stjarnan hafði haft góð tök á leiknum undir lok fyrri hálfleiks en smám saman tók FH völdin á vellinum og skilaði góðum sigri. Hverjir stóðu upp úr?Morten Beck stóð augljóslega uppúr í þessum leik eftir að hafa skorað þrennu og unnið þennan leik fyrir FH. Auk hans voru margir að skila góðu dagsverki, Guðmundur Kristjánsson var frábær í miðri vörninni og kom FH oftar en ekki til bjargar. Björn Daníel hafði góð tök á miðjunni og svo var innkoma Jónatans Inga algjörlega frábær. Nimo Gribenco fékk sæti í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld og nýtti sér það tækifæri. Hann var ótrúlega ferskur og það fór mikið fyrir honum.Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að klára færin sín, þeir komu sér í virkilega ákjósanlegar stöður í fyrri hálfleik en það vantaði alltaf eitthvað uppá hjá þeim. Í síðari hálfleik misstu þeir tökin og voru aldrei líklegir að ná yfirhöndinni aftur. Hvað er framundan? Nú fer að líða að lokum, aðeins þrjár umferðir eru eftir og FH hefur náð þriðja sætinu. Framundan hjá þeim er bikarúrslitaleikur gegn Víkingi, þann 14. september. Enn í næstu umferð fær FH, neðsta lið deildarinnar, ÍBV í heimsókn. Skyldu sigur fyrir FH-inga þar. Hjá Stjörnunni er hins vegar enn einn stórleikurinn er framundan. Næsti leikur hjá þeim er gegn Breiðabliki í Kópavogi. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.vísir/báraÓli Kristjáns: Liðsmórall og góð vinnusemi „Liðsmórall, góð vinnusemi og hrikalegt boozt,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari FH, um FH-liðið eftir góðan sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld. „Fyrsta korterið erum við miklu betri. Þegar þeir fóru að þvinga okkur í að sparka í stað þess að spila þá ná þeir yfirhöndinni og þeir skora mjög gott mark, ég væri til í að fá uppskriftina af þessu.“ „Við töluðum um það að í fyrri hálfleik vorum við að koma okkur í stöður sem við nýttum okkur ekki nógu vel en nýttu það betur í seinni hálfleik. Smám saman þá tókum við bara leikinn yfir.“ Morten Beck kom aftur inní byrjunarlið FH eftir smá pásu og skilaði góðu dagsverki. Óli hrósar honum fyrir sterka innkomu í dag. „Hann er virkilega góður liðsmaður, frábær mörk hjá honum. Hann er búinn að fá smá pásu, hann fékk rautt á móti Fylki og kom heldur betur sterkur inn í dag.“ Óli segir það frábært að fara inní bikarúrslitin með sigri í dag og að það gefi strákunum extra boozt fyrir framhaldið. „Ég sagði það fyrir leik að það væri góður pallur að fara inní bikarúrslitaleik með sigri og 31 stig. Við fögnum þessu og svo koma þrír leikir í beit þarna í september þar sem við verðum að sækja stig.“ Ef liðið spilar eins og það gerði í seinni hálfleik, vinni þið þá bikarúrslita leikinn? „Já, þegar liðið spilar svona þá vinnum við flest alla leiki en það þarf að ná þessum neista og halda honum.“Björn Daníel var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2013.vísir/daníelBjörn Daníel: Daninn flúgjandi gjörsamlega geggjaður „Þetta var geggjað,“ sagði fyrirliði FH í kvöld, Björn Daníel Sverrisson, eftir frábæran sigur liðsins á Stjörnunni í stórleik 19. umferðar. „Mér fannst leikurinn jafn í fyrri hálfleik. Þeir skora þetta mark, geggjað mark en mér fannst við svo töluvert betri í seinni hálfleik og Daninn fljúgandi skoraði svo þrjú fyrir okkur,“ sagði Björn Daníel ánægður með Morten Beck sem skoraði þrennu í kvöld. „Hann hefur passað fullkomlega inn í þetta hjá okkur, hann skorar mörk og leggur sig alltaf 100% fram. Hann var ekki búinn að spila mikið þegar hann kom til okkar en er kominn í gott leikform núna. Hann skorar þrennu í dag og hann bara vinnur þennan leik fyrir okkur, gjörsamlega geggjaður.“ FH fór 1-0 undir inn í hálfleik eftir að hafa fengið mark á sig á loka mínútu fyrri hálfleiks. Stjarnan hafði haft yfirhöndina en FH náði öllum tökum á leiknum snemma í síðari hálfleik. Björn Daníel segir að einstaklings framtök hafi skilað þeim sigrinum og hrósar einnig innkomu Jónatans Inga Jónssonar sem kom með mikinn kraft inní sóknarleik FH. „Við vorum grimmari í tæklingum, unnum boltann hærra upp á vellinum og fórum í skyndisóknir. Við vorum lélegir að klára sóknirnar í fyrri hálfleik en kláruðum þær vel í seinni. Svo voru líka bara einstaklings framtök að skila, geggjað hjá Jónatani í öðru markinu þegar hann fór framhjá einhverjum fjórum gaurum og leggur upp mark. Hann er í liðinu okkar til að gera svona hluti og hann var með frábæra innkomu í dag.“ FH byrjaði mótið illa en er nú í 3. sæti deildarinnar og framundan er úrslitaleikurinn í Mjólkurbikarnum. Björn Daníel viðurkennir að þeir séu að byrja full seint en að liðið sé á góðum stað núna og markmiðin eru skýr. „Mér finnst kominn ákveðinn rythmi í þetta hjá okkur, miklu meiri liðs frammistaða í öllu sem við gerum. Við erum kannski að byrja full seint en við stefnum á topp 3 og bikarmeistaratitil.“ Björn segir það gríðarlega mikilvægt að hafa klárað leikinn í dag með sigri upp á móralinn að gera og að þeir fari nú fullir sjálfstraust inn í bikarúrslitin. „Það er bara mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir móralinn. Það eru tvær vikur í næsta leik og geggjað að vera bara einir í þriðja sæti fyrir bikarúrslitin í staðinn fyrir að fara með tap á bakinu og þurfa að bíða í tvær vikur þá er þetta mjög sætt,“ sagði Björn að lokum.Fjalar Þorgeirs: Vonar að FH verði bikarmeistarar„Það er aldrei gott að tapa leikjum“ sagði Fjalar Þorgeirsson, þjálfari Stjörnunnar í fjarveru Rúnars Páls, að leik loknum. „Við vorum lélegir fyrstu 10-15 mínúturnar en svo vorum við góðir, eiginlega mjög góðir fram á 60’ mínútu, þanngað til að þeir skora þetta jöfnunarmark. Eftir það virtist vera að leikur okkar hafi bara hrunið jafnt og þétt eftir það“ sagði Fjalar um að gang leiksins Fjalar segir að mörk breyti leikjum og að það hafi verið nákvæmlega það sem gerðist í dag, en leikur Stjörnunnar hrundi jafnt og þétt eftir að FH jafnaði leikinn snemma í síðari hálfleik „Það er góð klisja að segja að mörk breyti leikjum, en mér fannst það bara gerast í dag. Við höfðum góð tök á leiknum, vorum 1-0 yfir en fengum svo á okkur mark sem við eigum ekki að fá á okkur. Eftir það misstum við bara tökin á leiknum. Hrós til FH-inga þeir gerðu þetta mjög vel.“ Fjalar viðurkennir það að eftir úrslit kvöldsins haldi hann með FH í bikarúrslita leiknum og markmiðið að halda sér þá meðal efstu fjögurra liðanna „Við misstum FH núna framúr okkur og fáum líklega einhver lið sem jafna okkur á morgun, svo ég verð bara að viðurkenna það að ég vona að FH vinni bikarinn svo það komi inn eitt auka Evrópusæti fyrir fjórða sætið“ sagði Fjalar að lokum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti