Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 2-1 | Gary Martin afgreiddi gömlu félaganna Guðjón Örn Sigtryggsson skrifar 1. september 2019 19:30 vísir/bára Gary Martin gerði sér lítið fyrir og afgreiddi sína gömlu vinnuveitendur er hann skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 sigri á Val er liðin mættust í Eyjum. Englendingurinn byrjaði tímabilið með Valsmönnum áður en Valur komst að samkomulagi við starfslok um hann. Hann samdi svo við ÍBV er félagaskiptaglugginn opnaði að nýju og þakkaði traustið í dag. Eyjamenn sem eru fallnir byrjuðu ekki vel því eftir tvær mínútur voru það Valsmenn sem komust yfir. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði þá en markið var afar einfalt. Einungis níu mínútum síðar var staðan orðin jöfn er Gary Martin skoraði eftir hörmuleg mistökar Hannesar í marki Vals. Allt jafnt. Eftir klukkutímaleik gerðist Hannes sig svo sekur aftur um skelfileg mistök er Gary skoraði aftur en hann tryggði því Eyjamönnum annan sigurinn í sumar. Valur er nú í fimmta sætinu með 25 stig og hafa ekki unnið leik í síðustu fjórum leikjum eða síðan 7. ágúst. Eyjamenn eru eins og áður segir fallnir en er nú komnir með níu stig.Gary Martin.vísir/skjáskotGary: Valur er með átján bestu leikmennina Gary Martin, framherji ÍBV, sagði í viðtali við Vísi eftir 2-1 sigur á Val að hann geti skorað mörk fyrir hvert einasta lið á Íslandi. Hann skoraði bæði mörk Eyjamanna í 2-1 sigri á fyrrum félögum sínum í Val í 19. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. „Ég er mjög ánægður og brosi bara,“ sagði Gary í samtali við Vísi í leikslok en hann brosti til Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, eftir annað markið sem hann skoraði. „Ég vissi ekki hvernig ég átti að fagna en þetta er eins og það er. Ég mun skora mörk fyrir öll lið á Íslandi og ég hef sannað það eftir að ég kom hingað.“ Gary er kominn með sex mörk í Eyjatreyjunni í sumar og hann er búinn að þagga niður í gagnrýnisröddum að hans mati. „Ég kom í versta lið deildarinnar sem er fallið og ég er búinn að skora fleiri mörk í botnliði en nokkrir framherjar í toppliðunum eru búnir að gera.“ „Ég mun skora mörk fyrir öll lið deildarinnar og þarna sannaði ég að allir höfðu rangt fyrir sér.“ Gary lék með Val í upphafi leiktíðarinnar og hann fer ekki ljótum orðum um fyrrum samherja sína. „Við vorum að spila gegn best mannaða liði deildarinnar. Þeir eru kannski ekki með besta liðið en þeir eru með bestu átján leikmennina. Ég þaggaði niður í mörgum.“ ÍBV yngdi liðið í dag og til að mynda byrjaði hinn sextán ára gamli Tómas Bent Magnússon sinn fyrsta leik. „Andri sýndi hreðjar í að henda ungum strákum inn og við höfum engu að tapa svo við erum hættulegt lið. Ef þetta hefði gerst fyrr hefðum við kannski náð í fleiri stig en ég er ánægður með sigurinn.“ „Ég er einnig ánægður fyrir hönd Tómasar sem gerði vel og einnig þeirra sem kom inn. Ég vil hjálpa ungu strákunum og er ánægður fyrir hönd ÍBV,“ sagði Gary að lokum.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.vísir/daníelÓli Jó: Ljóst að við þurfum að fara vinna einhverja leiki Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir að liðið verði að fara vinna leiki ætli það sér að taka þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Valsmenn töpuðu óvænt á útivelli fyrir föllnu liði ÍBV í dag en bæði mörk Eyjamanna skoraði Gary Martin. „Þetta var ekki góður leikur hjá okkur og það er staðreynd,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við gerðum mark mjög snemma í leiknum en við gátum nákvæmlega ekki neitt fyrsta hálftímann.“ „Síðan fannst mér við ágætir síðasta korterið í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var erfiður, sérstaklega fram að þeirra marki, en við vorum auðvitað óheppnir að ná ekki að jafna.“ Ólafur vildi ekki tjá sig um dómarann í leiknum en oft á tíðum virtust Valsmenn ósáttir út í dómara leiksins, Guðmund Ársæl Guðmundsson. Með sigri í kvöld hefðu Valsmenn hoppað upp í fjórða sæti deildarinnar og komist nær Evrópusæti en það mistókst. „Það er ljóst að við verðum að fara vinna leiki. Það er ekkert flóknara en það,“ bætti Óli við að lokum. Pepsi Max-deild karla
Gary Martin gerði sér lítið fyrir og afgreiddi sína gömlu vinnuveitendur er hann skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 sigri á Val er liðin mættust í Eyjum. Englendingurinn byrjaði tímabilið með Valsmönnum áður en Valur komst að samkomulagi við starfslok um hann. Hann samdi svo við ÍBV er félagaskiptaglugginn opnaði að nýju og þakkaði traustið í dag. Eyjamenn sem eru fallnir byrjuðu ekki vel því eftir tvær mínútur voru það Valsmenn sem komust yfir. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði þá en markið var afar einfalt. Einungis níu mínútum síðar var staðan orðin jöfn er Gary Martin skoraði eftir hörmuleg mistökar Hannesar í marki Vals. Allt jafnt. Eftir klukkutímaleik gerðist Hannes sig svo sekur aftur um skelfileg mistök er Gary skoraði aftur en hann tryggði því Eyjamönnum annan sigurinn í sumar. Valur er nú í fimmta sætinu með 25 stig og hafa ekki unnið leik í síðustu fjórum leikjum eða síðan 7. ágúst. Eyjamenn eru eins og áður segir fallnir en er nú komnir með níu stig.Gary Martin.vísir/skjáskotGary: Valur er með átján bestu leikmennina Gary Martin, framherji ÍBV, sagði í viðtali við Vísi eftir 2-1 sigur á Val að hann geti skorað mörk fyrir hvert einasta lið á Íslandi. Hann skoraði bæði mörk Eyjamanna í 2-1 sigri á fyrrum félögum sínum í Val í 19. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. „Ég er mjög ánægður og brosi bara,“ sagði Gary í samtali við Vísi í leikslok en hann brosti til Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, eftir annað markið sem hann skoraði. „Ég vissi ekki hvernig ég átti að fagna en þetta er eins og það er. Ég mun skora mörk fyrir öll lið á Íslandi og ég hef sannað það eftir að ég kom hingað.“ Gary er kominn með sex mörk í Eyjatreyjunni í sumar og hann er búinn að þagga niður í gagnrýnisröddum að hans mati. „Ég kom í versta lið deildarinnar sem er fallið og ég er búinn að skora fleiri mörk í botnliði en nokkrir framherjar í toppliðunum eru búnir að gera.“ „Ég mun skora mörk fyrir öll lið deildarinnar og þarna sannaði ég að allir höfðu rangt fyrir sér.“ Gary lék með Val í upphafi leiktíðarinnar og hann fer ekki ljótum orðum um fyrrum samherja sína. „Við vorum að spila gegn best mannaða liði deildarinnar. Þeir eru kannski ekki með besta liðið en þeir eru með bestu átján leikmennina. Ég þaggaði niður í mörgum.“ ÍBV yngdi liðið í dag og til að mynda byrjaði hinn sextán ára gamli Tómas Bent Magnússon sinn fyrsta leik. „Andri sýndi hreðjar í að henda ungum strákum inn og við höfum engu að tapa svo við erum hættulegt lið. Ef þetta hefði gerst fyrr hefðum við kannski náð í fleiri stig en ég er ánægður með sigurinn.“ „Ég er einnig ánægður fyrir hönd Tómasar sem gerði vel og einnig þeirra sem kom inn. Ég vil hjálpa ungu strákunum og er ánægður fyrir hönd ÍBV,“ sagði Gary að lokum.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.vísir/daníelÓli Jó: Ljóst að við þurfum að fara vinna einhverja leiki Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir að liðið verði að fara vinna leiki ætli það sér að taka þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Valsmenn töpuðu óvænt á útivelli fyrir föllnu liði ÍBV í dag en bæði mörk Eyjamanna skoraði Gary Martin. „Þetta var ekki góður leikur hjá okkur og það er staðreynd,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við gerðum mark mjög snemma í leiknum en við gátum nákvæmlega ekki neitt fyrsta hálftímann.“ „Síðan fannst mér við ágætir síðasta korterið í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var erfiður, sérstaklega fram að þeirra marki, en við vorum auðvitað óheppnir að ná ekki að jafna.“ Ólafur vildi ekki tjá sig um dómarann í leiknum en oft á tíðum virtust Valsmenn ósáttir út í dómara leiksins, Guðmund Ársæl Guðmundsson. Með sigri í kvöld hefðu Valsmenn hoppað upp í fjórða sæti deildarinnar og komist nær Evrópusæti en það mistókst. „Það er ljóst að við verðum að fara vinna leiki. Það er ekkert flóknara en það,“ bætti Óli við að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti