Launamunur æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátur Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 23:46 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Mynd/BSRB Laun bæjar- og sveitarstjóra hafa lítið breyst frá síðasta ári þegar tekjur þeirra voru harðlega gagnrýndar eftir að álagningarskrá ríkisskattstjóra var gerð opinber. Engin fylgni er á milli þess hvað æðsti yfirmaður sveitarfélags er með í tekjur og hve margir búa í sveitarfélaginu. „Sveitastjórnum og bæjarstjórnum er það sjálfsvald sett hvernig laun eru ákveðin og það er mjög misjafnt á milli sveitarfélaga hvaða viðmiða þau horfa til. Stundum er horft til launaþróunar þáverandi kjararáðs, stundum er horft til launsetningar samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BHM eða BSRB þannig það er mjög misjafnt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Hún segir Samband íslenskra sveitarfélaga taka saman skýrslu annað hvert ár þar sem farið er yfir þróun launa æðstu fulltrúa og hver þau eru. Skýrslunni er skipt upp í sjö stærðarflokka eftir því hversu margir búa í sveitarfélögunum. Engin tengsl virðast þó vera á milli íbúafjölda og launa þeirra sem fara með stjórn í hverju sveitarfélagi fyrir sig.Sjá einnig: Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum„Það sem við teljum að skjóti skökku við er að okkar fólk, okkar félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum eru allir á sömu launum eftir starfsheitum yfir landið allt. Þannig það er búið að búa til viðmið fyrir þau öll en ekki fyrir æðstu stjórnendur.“ Sonja segir launamun stjórnenda og annarra starfsmanna sveitarfélaga vera ákveðið óréttlæti. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýndi þennan launamun, sagði hann vera „svívirðilegan“ og til marks um óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu. „Ef við tökum til dæmis móttökuritarana sem eru hjá sveitarfélögunum og eru með lægstu launin, í kringum 305 þúsund, og metum þá svo við þá sem eru hæstir á þessum lista, þeir eru með níföld launin þeirra. Auðvitað verðum við að gæta sanngirni og réttlætis innan sveitarfélaganna þannig að fólk upplifi að það sé verið að meta það að verðleikum,“ segir Sonja sem er vongóð að umræðan skili sér til hins betra. Umræða um laun æðstu fulltrúa sveitarfélaga er ekki ný af nálinni. Í fyrra vakti það mikla athygli þegar laun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjastjóra Kópavogs, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 eða sem nemur ríflega 612 þúsund krónum á mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði launin vera óhóf.„Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ sagði Katrín í viðtali í Víglínunni í fyrra. Kjaramál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Laun bæjar- og sveitarstjóra hafa lítið breyst frá síðasta ári þegar tekjur þeirra voru harðlega gagnrýndar eftir að álagningarskrá ríkisskattstjóra var gerð opinber. Engin fylgni er á milli þess hvað æðsti yfirmaður sveitarfélags er með í tekjur og hve margir búa í sveitarfélaginu. „Sveitastjórnum og bæjarstjórnum er það sjálfsvald sett hvernig laun eru ákveðin og það er mjög misjafnt á milli sveitarfélaga hvaða viðmiða þau horfa til. Stundum er horft til launaþróunar þáverandi kjararáðs, stundum er horft til launsetningar samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BHM eða BSRB þannig það er mjög misjafnt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Hún segir Samband íslenskra sveitarfélaga taka saman skýrslu annað hvert ár þar sem farið er yfir þróun launa æðstu fulltrúa og hver þau eru. Skýrslunni er skipt upp í sjö stærðarflokka eftir því hversu margir búa í sveitarfélögunum. Engin tengsl virðast þó vera á milli íbúafjölda og launa þeirra sem fara með stjórn í hverju sveitarfélagi fyrir sig.Sjá einnig: Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum„Það sem við teljum að skjóti skökku við er að okkar fólk, okkar félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum eru allir á sömu launum eftir starfsheitum yfir landið allt. Þannig það er búið að búa til viðmið fyrir þau öll en ekki fyrir æðstu stjórnendur.“ Sonja segir launamun stjórnenda og annarra starfsmanna sveitarfélaga vera ákveðið óréttlæti. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýndi þennan launamun, sagði hann vera „svívirðilegan“ og til marks um óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu. „Ef við tökum til dæmis móttökuritarana sem eru hjá sveitarfélögunum og eru með lægstu launin, í kringum 305 þúsund, og metum þá svo við þá sem eru hæstir á þessum lista, þeir eru með níföld launin þeirra. Auðvitað verðum við að gæta sanngirni og réttlætis innan sveitarfélaganna þannig að fólk upplifi að það sé verið að meta það að verðleikum,“ segir Sonja sem er vongóð að umræðan skili sér til hins betra. Umræða um laun æðstu fulltrúa sveitarfélaga er ekki ný af nálinni. Í fyrra vakti það mikla athygli þegar laun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjastjóra Kópavogs, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 eða sem nemur ríflega 612 þúsund krónum á mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði launin vera óhóf.„Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ sagði Katrín í viðtali í Víglínunni í fyrra.
Kjaramál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31
Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent