Rjómagul strætóskýli Kolbeinn Marteinsson skrifar 22. ágúst 2019 07:45 Vinnuskóli Kópavogs var fyrsta launaða vinnan mín. Þar var mér fljótt úthlutað krefjandi verkefni við málningarvinnu. Ákveðið hafði verið að mála dökkgræn strætóskýli bæjarins rjómagul. Mér var því ekið á verkstað ásamt Sævari félaga mínum með pensla og lakk. Þetta gekk frekar hægt hjá okkur og eftir 2-3 daga puð kom flokksstjóri okkar nöldrandi og sagði þetta ganga hægar en hjá öðrum. Að mála með lakkmálningu er erfiðisvinna og þolinmæðisverk. Lakkið er seigt og þykkt og dreifa þarf úr því með mörgum löngum strokum. Eftir fyrstu vinnuvikuna náðum við þó að mála strætóskýlið að innan. En þá var ytra byrðið eftir. Þá fengum við góða hugmynd. Í stað hefðbundinna og seinlegra vinnubragða varð úr að annar okkar klifraði upp á skýlið og hellti lakkinu niður þannig að það rann niður eftir þaki og hliðum. Síðan reyndum við að dreifa úr seigu lakkinu með penslum og þekja sem mest. Verkið gekk mun hraðar með þessu móti og fljótlega var hálft skýlið þakið hnausþykku gulu lagi. Verra var þó að lakkið kláraðist mun fyrr með þessu móti. Þegar flokksstjóri kom svo við, hrósaði hann okkur fyrir aukin afköst en brýndi fyrir okkur að dreifa betur úr lakkinu og lét okkur fá meira lakk. Með sömu tækni var skýlið fullmálað á einum degi. Við dagslok kom svo flokksstjórinn og hóf mikinn reiðilestur. Okkur var nokkuð brugðið enda búist við hrósi fyrir dugnað. Einhver smásálin hafði þá hringt í bæjarskrifstofur með lýsingum á nýstárlegri vinnutækni okkar. Vinnuskólinn kenndi mér kannski ekki að vinna, en hann kenndi mér þó eitt. Þegar maður lakkar skal setja lítið efni á pensilinn og dreifa úr því með mörgum löngum strokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun
Vinnuskóli Kópavogs var fyrsta launaða vinnan mín. Þar var mér fljótt úthlutað krefjandi verkefni við málningarvinnu. Ákveðið hafði verið að mála dökkgræn strætóskýli bæjarins rjómagul. Mér var því ekið á verkstað ásamt Sævari félaga mínum með pensla og lakk. Þetta gekk frekar hægt hjá okkur og eftir 2-3 daga puð kom flokksstjóri okkar nöldrandi og sagði þetta ganga hægar en hjá öðrum. Að mála með lakkmálningu er erfiðisvinna og þolinmæðisverk. Lakkið er seigt og þykkt og dreifa þarf úr því með mörgum löngum strokum. Eftir fyrstu vinnuvikuna náðum við þó að mála strætóskýlið að innan. En þá var ytra byrðið eftir. Þá fengum við góða hugmynd. Í stað hefðbundinna og seinlegra vinnubragða varð úr að annar okkar klifraði upp á skýlið og hellti lakkinu niður þannig að það rann niður eftir þaki og hliðum. Síðan reyndum við að dreifa úr seigu lakkinu með penslum og þekja sem mest. Verkið gekk mun hraðar með þessu móti og fljótlega var hálft skýlið þakið hnausþykku gulu lagi. Verra var þó að lakkið kláraðist mun fyrr með þessu móti. Þegar flokksstjóri kom svo við, hrósaði hann okkur fyrir aukin afköst en brýndi fyrir okkur að dreifa betur úr lakkinu og lét okkur fá meira lakk. Með sömu tækni var skýlið fullmálað á einum degi. Við dagslok kom svo flokksstjórinn og hóf mikinn reiðilestur. Okkur var nokkuð brugðið enda búist við hrósi fyrir dugnað. Einhver smásálin hafði þá hringt í bæjarskrifstofur með lýsingum á nýstárlegri vinnutækni okkar. Vinnuskólinn kenndi mér kannski ekki að vinna, en hann kenndi mér þó eitt. Þegar maður lakkar skal setja lítið efni á pensilinn og dreifa úr því með mörgum löngum strokum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun