Rjómagul strætóskýli Kolbeinn Marteinsson skrifar 22. ágúst 2019 07:45 Vinnuskóli Kópavogs var fyrsta launaða vinnan mín. Þar var mér fljótt úthlutað krefjandi verkefni við málningarvinnu. Ákveðið hafði verið að mála dökkgræn strætóskýli bæjarins rjómagul. Mér var því ekið á verkstað ásamt Sævari félaga mínum með pensla og lakk. Þetta gekk frekar hægt hjá okkur og eftir 2-3 daga puð kom flokksstjóri okkar nöldrandi og sagði þetta ganga hægar en hjá öðrum. Að mála með lakkmálningu er erfiðisvinna og þolinmæðisverk. Lakkið er seigt og þykkt og dreifa þarf úr því með mörgum löngum strokum. Eftir fyrstu vinnuvikuna náðum við þó að mála strætóskýlið að innan. En þá var ytra byrðið eftir. Þá fengum við góða hugmynd. Í stað hefðbundinna og seinlegra vinnubragða varð úr að annar okkar klifraði upp á skýlið og hellti lakkinu niður þannig að það rann niður eftir þaki og hliðum. Síðan reyndum við að dreifa úr seigu lakkinu með penslum og þekja sem mest. Verkið gekk mun hraðar með þessu móti og fljótlega var hálft skýlið þakið hnausþykku gulu lagi. Verra var þó að lakkið kláraðist mun fyrr með þessu móti. Þegar flokksstjóri kom svo við, hrósaði hann okkur fyrir aukin afköst en brýndi fyrir okkur að dreifa betur úr lakkinu og lét okkur fá meira lakk. Með sömu tækni var skýlið fullmálað á einum degi. Við dagslok kom svo flokksstjórinn og hóf mikinn reiðilestur. Okkur var nokkuð brugðið enda búist við hrósi fyrir dugnað. Einhver smásálin hafði þá hringt í bæjarskrifstofur með lýsingum á nýstárlegri vinnutækni okkar. Vinnuskólinn kenndi mér kannski ekki að vinna, en hann kenndi mér þó eitt. Þegar maður lakkar skal setja lítið efni á pensilinn og dreifa úr því með mörgum löngum strokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Vinnuskóli Kópavogs var fyrsta launaða vinnan mín. Þar var mér fljótt úthlutað krefjandi verkefni við málningarvinnu. Ákveðið hafði verið að mála dökkgræn strætóskýli bæjarins rjómagul. Mér var því ekið á verkstað ásamt Sævari félaga mínum með pensla og lakk. Þetta gekk frekar hægt hjá okkur og eftir 2-3 daga puð kom flokksstjóri okkar nöldrandi og sagði þetta ganga hægar en hjá öðrum. Að mála með lakkmálningu er erfiðisvinna og þolinmæðisverk. Lakkið er seigt og þykkt og dreifa þarf úr því með mörgum löngum strokum. Eftir fyrstu vinnuvikuna náðum við þó að mála strætóskýlið að innan. En þá var ytra byrðið eftir. Þá fengum við góða hugmynd. Í stað hefðbundinna og seinlegra vinnubragða varð úr að annar okkar klifraði upp á skýlið og hellti lakkinu niður þannig að það rann niður eftir þaki og hliðum. Síðan reyndum við að dreifa úr seigu lakkinu með penslum og þekja sem mest. Verkið gekk mun hraðar með þessu móti og fljótlega var hálft skýlið þakið hnausþykku gulu lagi. Verra var þó að lakkið kláraðist mun fyrr með þessu móti. Þegar flokksstjóri kom svo við, hrósaði hann okkur fyrir aukin afköst en brýndi fyrir okkur að dreifa betur úr lakkinu og lét okkur fá meira lakk. Með sömu tækni var skýlið fullmálað á einum degi. Við dagslok kom svo flokksstjórinn og hóf mikinn reiðilestur. Okkur var nokkuð brugðið enda búist við hrósi fyrir dugnað. Einhver smásálin hafði þá hringt í bæjarskrifstofur með lýsingum á nýstárlegri vinnutækni okkar. Vinnuskólinn kenndi mér kannski ekki að vinna, en hann kenndi mér þó eitt. Þegar maður lakkar skal setja lítið efni á pensilinn og dreifa úr því með mörgum löngum strokum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun