Finnst betra að tjá sig á striga en í orðum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 23. ágúst 2019 02:02 Alma málar mest í nútímastíl og segir flest verkin vera frekar abstrakt. Fréttablaðið/Valli Alma Dögg Fanneyjardóttir heldur sína fyrstu sýningu í Núllinu um þessar mundir, en hún málar undir listamannsnafninu Dögg. Opnunin fór fram í gær en sýningin stendur fram á sunnudag. Það er því kjörið fyrir gesti Menningarnætur að koma við í Bankastrætinu og líta á verk þessarar efnilegu ungu listakonu. „Þetta byrjaði á því að ég fór á námskeið í Tækniskólanum fyrir ári. Mig hafði lengi langað að prufa að mála og svo leist mér mjög vel á. Ég fann mig mikið í þessu og fannst mjög gaman á námskeiðinu,“ segir Alma. Í kjölfarið fór hún að mála meira sjálf og fór að prufa sig áfram. „Mér fannst það strax önnur upplifun að fá að vinna verkin sjálf og á eigin forsendum og fann mig vel í því. Mér fannst það frelsi dálítið öðruvísi og naut mín í því að finna minn persónulega stíl.“Það er kjörið fyrir gesti Menningarnætur að líta inn á sýningu Ölmu í Galleríi Núllinu.Fréttablaðið/ValliNúna seinna í ágúst flýgur Alma til Barcelona þar sem hún hefur nám við listaskólann Metàfora Barcelona. Námið er árslangt en með möguleika á að lengja það. „Þannig að stefnan er að læra meira og halda áfram að vinna með listina og að mála. Finna mína rödd, eða strokur öllu heldur.“ Alma segist alltaf hafa átt erfitt með að tjá sig með orðum en hafi loks fundið betri leið til að tjá sig í listinni. „Mér fannst ég loksins finna almennilega leið og útrás til að tjá tilfinningar mína og líðan á hátt sem hentar mér betur.“ Hún segir líðan sína hverja stund vera sér innblástur. „Ég er mest í frekar nútímalegum stíl og meira út í abstrakt. Á sýningunni er ég með um þrjátíu verk. Þau eru svo til sölu hafi fólk áhuga.“ Sýning Ölmu í Galleríi Núllinu, Bankastræti 0, stendur fram á sunnudag. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Alma Dögg Fanneyjardóttir heldur sína fyrstu sýningu í Núllinu um þessar mundir, en hún málar undir listamannsnafninu Dögg. Opnunin fór fram í gær en sýningin stendur fram á sunnudag. Það er því kjörið fyrir gesti Menningarnætur að koma við í Bankastrætinu og líta á verk þessarar efnilegu ungu listakonu. „Þetta byrjaði á því að ég fór á námskeið í Tækniskólanum fyrir ári. Mig hafði lengi langað að prufa að mála og svo leist mér mjög vel á. Ég fann mig mikið í þessu og fannst mjög gaman á námskeiðinu,“ segir Alma. Í kjölfarið fór hún að mála meira sjálf og fór að prufa sig áfram. „Mér fannst það strax önnur upplifun að fá að vinna verkin sjálf og á eigin forsendum og fann mig vel í því. Mér fannst það frelsi dálítið öðruvísi og naut mín í því að finna minn persónulega stíl.“Það er kjörið fyrir gesti Menningarnætur að líta inn á sýningu Ölmu í Galleríi Núllinu.Fréttablaðið/ValliNúna seinna í ágúst flýgur Alma til Barcelona þar sem hún hefur nám við listaskólann Metàfora Barcelona. Námið er árslangt en með möguleika á að lengja það. „Þannig að stefnan er að læra meira og halda áfram að vinna með listina og að mála. Finna mína rödd, eða strokur öllu heldur.“ Alma segist alltaf hafa átt erfitt með að tjá sig með orðum en hafi loks fundið betri leið til að tjá sig í listinni. „Mér fannst ég loksins finna almennilega leið og útrás til að tjá tilfinningar mína og líðan á hátt sem hentar mér betur.“ Hún segir líðan sína hverja stund vera sér innblástur. „Ég er mest í frekar nútímalegum stíl og meira út í abstrakt. Á sýningunni er ég með um þrjátíu verk. Þau eru svo til sölu hafi fólk áhuga.“ Sýning Ölmu í Galleríi Núllinu, Bankastræti 0, stendur fram á sunnudag.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira