Of ung til að spila með félagsliði sínu en má spila með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 13:30 Velska landsliðið. Mynd/Heimasíða velska sambandsins Carrie Jones er ekki orðin sextán ára gömul og má því ekki enn spila með meistaraflokksliði Cardiff City. Hún hefur hins vegar valin í landsliðshóp Wales fyrir leik í undankeppni EM 2021. Það er því mjög líklegt að hennar fyrsti meistaraflokksleikur verði með A-landsliði þjóðar hennar en ekki með félagsliðinu. Wales mun spila á móti Færeyjum 28. ágúst og gegn Norður-Írlandi 3. september. Carrie Jones er nemi The Newtown High School og verður ekki sextán ára fyrr en eftir landsleikjahléð. Hún má ekki spila með Cardiff City áður en hún verður sextán. Það eru aftur á móti engar aldursreglur þegar kemur að A-landsliði Wales. Carrie Jones er mjög efnileg knattspyrnukona og hefur spilað fyrir bæði fimmtán og sautján ára landslið Wales.She's too young to play for her club... but not her country. Imagine making your international debut before you've kicked a ball for your club. More https://t.co/rPuOnoEmJi#bbcfootballpic.twitter.com/xCGk2GN0h5 — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019 Það spilar vissulega inn í þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að tveir lykilmenn á miðju landsliðsins, Jess Fishlock og Rachel Rowe, slitu krossband. Hópurinn hefur því þynnst snögglega. „Ég bjóst ekki við því að vera valin því ég hef bara verið að einblína á sautján ára landsliðið. Ég vissi samt alveg að þessir leikir í undankeppninni væru á dagskránni. Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og hingað er ég komin,“ sagði Carrie Jones í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Ég byrjaði að spila fótbolta þegar ég var sjö ára og byrjaði að spila með strákaliði. Áður hafði ég spilað fótbolta á móti eldri frændum mínum. Frændur mínir eru miklir fótboltaáhugamenn og við í fjölskyldunni vorum vön að spila fimm á fimm á bóndabýli ömmu minnar. Þar byrjaði þetta allt,“ sagði Carrie Jones. „Þegar ég var að spila með strákaliðinu Newtown White Stars þá birtist einhver regla um að ég mætti ekki spila með strákum fyrr en ég væri tólf ára. Þá fór ég að spila með stelpum en byrjaði strax aftur að æfa með strákunum þegar reglan datt aftur út. Ég var að spila með strákunum á síðasta tímabili,“ sagði Carrie Jones. „Ég mun spila með Cardiff City á næsta ári og það er örugglega mikill munur á því að spila á móti fullorðnum konum en að spila á móti strákum,“ sagði Carrie. Carrie frétti af því að hún væri komin í A-landsliðið í afmælismatarboði föður hennar. Það má lesa meira um hana með því að smella hér.CARRIE JONES - @FAWales Women The year 9 pupil from Newtown high school @TheCyfle was called up by Jayne Ludlow to train with the @Cymru squad ahead of Thursday’s World Cup qualifier with Bosnia. Well done @CarrieJ123456pic.twitter.com/divN9DxV7a — Sgorio (@sgorio) June 6, 2018 EM 2021 í Englandi Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Carrie Jones er ekki orðin sextán ára gömul og má því ekki enn spila með meistaraflokksliði Cardiff City. Hún hefur hins vegar valin í landsliðshóp Wales fyrir leik í undankeppni EM 2021. Það er því mjög líklegt að hennar fyrsti meistaraflokksleikur verði með A-landsliði þjóðar hennar en ekki með félagsliðinu. Wales mun spila á móti Færeyjum 28. ágúst og gegn Norður-Írlandi 3. september. Carrie Jones er nemi The Newtown High School og verður ekki sextán ára fyrr en eftir landsleikjahléð. Hún má ekki spila með Cardiff City áður en hún verður sextán. Það eru aftur á móti engar aldursreglur þegar kemur að A-landsliði Wales. Carrie Jones er mjög efnileg knattspyrnukona og hefur spilað fyrir bæði fimmtán og sautján ára landslið Wales.She's too young to play for her club... but not her country. Imagine making your international debut before you've kicked a ball for your club. More https://t.co/rPuOnoEmJi#bbcfootballpic.twitter.com/xCGk2GN0h5 — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019 Það spilar vissulega inn í þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að tveir lykilmenn á miðju landsliðsins, Jess Fishlock og Rachel Rowe, slitu krossband. Hópurinn hefur því þynnst snögglega. „Ég bjóst ekki við því að vera valin því ég hef bara verið að einblína á sautján ára landsliðið. Ég vissi samt alveg að þessir leikir í undankeppninni væru á dagskránni. Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og hingað er ég komin,“ sagði Carrie Jones í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Ég byrjaði að spila fótbolta þegar ég var sjö ára og byrjaði að spila með strákaliði. Áður hafði ég spilað fótbolta á móti eldri frændum mínum. Frændur mínir eru miklir fótboltaáhugamenn og við í fjölskyldunni vorum vön að spila fimm á fimm á bóndabýli ömmu minnar. Þar byrjaði þetta allt,“ sagði Carrie Jones. „Þegar ég var að spila með strákaliðinu Newtown White Stars þá birtist einhver regla um að ég mætti ekki spila með strákum fyrr en ég væri tólf ára. Þá fór ég að spila með stelpum en byrjaði strax aftur að æfa með strákunum þegar reglan datt aftur út. Ég var að spila með strákunum á síðasta tímabili,“ sagði Carrie Jones. „Ég mun spila með Cardiff City á næsta ári og það er örugglega mikill munur á því að spila á móti fullorðnum konum en að spila á móti strákum,“ sagði Carrie. Carrie frétti af því að hún væri komin í A-landsliðið í afmælismatarboði föður hennar. Það má lesa meira um hana með því að smella hér.CARRIE JONES - @FAWales Women The year 9 pupil from Newtown high school @TheCyfle was called up by Jayne Ludlow to train with the @Cymru squad ahead of Thursday’s World Cup qualifier with Bosnia. Well done @CarrieJ123456pic.twitter.com/divN9DxV7a — Sgorio (@sgorio) June 6, 2018
EM 2021 í Englandi Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira