Dauðþreyttir á tölvuleikjafíklinum Dembele sem skrópaði í læknisskoðun Anton Ingi Leifsson skrifar 23. ágúst 2019 15:30 Dembele í leiknum umrædda á föstudagskvöldið síðasta. vísir/getty Þegar Barcelona seldi Neymar til PSG höfðu margir áhyggjur af Barcelona. Ekki bara því þeir misstu stórstjörnu heldur hvernig forráðamenn félagsins myndu eyða peningnum, 216 milljónum evra. Þeir eyddu mestum peningum í Philippe Coutinho og Ousmane Dembele. Það hefur ekki skilað sér í því sem búist var við. Coutinho er farinn frá félaginu og forráðamenn félagsins eru orðnir dauðþreyttir á Dembele. Dembele hefur verið reglulega orðaður burt frá félaginu í sumar en Moussa Sisoko, umboðsmaður Frakkans, sagði fyrr í vikunni að umbjóðandi hans vildi vera áfram hjá félaginu. Frakkinn spilaði einn sinn versta leik í Barcelona treyjunni er Börsungar töpuðu 1-0 fyrir Athletic Bilbao í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.Ousmane Dembele has been a disaster at Barcelona with latest farce in not showing for medical test as club grow tired of lateness, video games and junk food https://t.co/b6PCn3hucv — MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2019 Hann missti boltann trekk í trekk og að endingu fékk hann tak aftan í lærið undir lok leiksins. Hann átti svo að mæta í læknisskoðun morguninn eftir en þar var Dembele hvergi sjáanlegur. Hann var floginn til Rennes í helgarfrí. Þegar hann kom til baka á mánudaginn fór hann svo í skoðun þar sem kom fram að hann verður frá í fimm vikur. Þetta eru sjöundu meiðsli hans síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann hefur einungis spilað 66 leiki af 120 mögulegum og verið 228 daga á meiðslalistanum. Forráðamenn Barcelona eru orðnir mjög þreyttir á Frakkanum sem er talinn hugsa illa um sig. Hann er talinn vaka langt fram eftir nóttu til þess að spila tölvuleiki og Börsungar höfðu það miklar áhyggjur af mataræði hans að þeir sendu einkakokk til hans. Hann var fljótur að senda hann í burtu frá sér. Einnig er Frakkinn talinn húðlatur. Barcelona mætir Real Betis á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 19.00. Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Þegar Barcelona seldi Neymar til PSG höfðu margir áhyggjur af Barcelona. Ekki bara því þeir misstu stórstjörnu heldur hvernig forráðamenn félagsins myndu eyða peningnum, 216 milljónum evra. Þeir eyddu mestum peningum í Philippe Coutinho og Ousmane Dembele. Það hefur ekki skilað sér í því sem búist var við. Coutinho er farinn frá félaginu og forráðamenn félagsins eru orðnir dauðþreyttir á Dembele. Dembele hefur verið reglulega orðaður burt frá félaginu í sumar en Moussa Sisoko, umboðsmaður Frakkans, sagði fyrr í vikunni að umbjóðandi hans vildi vera áfram hjá félaginu. Frakkinn spilaði einn sinn versta leik í Barcelona treyjunni er Börsungar töpuðu 1-0 fyrir Athletic Bilbao í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.Ousmane Dembele has been a disaster at Barcelona with latest farce in not showing for medical test as club grow tired of lateness, video games and junk food https://t.co/b6PCn3hucv — MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2019 Hann missti boltann trekk í trekk og að endingu fékk hann tak aftan í lærið undir lok leiksins. Hann átti svo að mæta í læknisskoðun morguninn eftir en þar var Dembele hvergi sjáanlegur. Hann var floginn til Rennes í helgarfrí. Þegar hann kom til baka á mánudaginn fór hann svo í skoðun þar sem kom fram að hann verður frá í fimm vikur. Þetta eru sjöundu meiðsli hans síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann hefur einungis spilað 66 leiki af 120 mögulegum og verið 228 daga á meiðslalistanum. Forráðamenn Barcelona eru orðnir mjög þreyttir á Frakkanum sem er talinn hugsa illa um sig. Hann er talinn vaka langt fram eftir nóttu til þess að spila tölvuleiki og Börsungar höfðu það miklar áhyggjur af mataræði hans að þeir sendu einkakokk til hans. Hann var fljótur að senda hann í burtu frá sér. Einnig er Frakkinn talinn húðlatur. Barcelona mætir Real Betis á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 19.00.
Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira