Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - HK 3-2 | Taplausu hrinu HK lauk í Árbænum Þór Símon Hafþórsson skrifar 26. ágúst 2019 22:30 Verður létt yfir lautarferð í kvöld? vísir/bára Fylkir fékk HK í heimsókn í rok og rigningu á Wurth vellinum í Árbænum í kvöld. Það var ekki að sjá að íslenska rokið ætlaði að eyðileggja þennan leik á neinn hátt því strax á 7. mínútu leiksins skoraði Hákon Ingi eftir frábæran undirbúning hjá Geoffrey Castillion og kom Fylki yfir í 1-0. Fylkir léku á alls oddi þessar fyrstu mínútur en náðu ekki að bæta við öðru marki áður en HK náði að jafna á 17. mínútu. Ásgeir Marteinsson átti þá aukaspyrnu inn í teigin á fjærstöngina þar sem Arnþór Ari kom boltanum fyrir og Birkir Valur setti boltann í autt markið. Staðan 1-1 en 10 mínútum síðar var Fylkir aftur komið yfir. Að þessu sinni átti Daði Ólafs stórkostlega fyrirgjöf af vinstri kanntinum og Valdimar Þór flugskallaði boltann í netið. Núna loksins náðu menn andanum í Árbænum því staðan var 2-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur fór hinsvegar af stað með álíka miklum ofsa og fyrri gerði en á 51. mínútu jafnaði Ásgeir Marteinsson metin með laglegu skoti rétt fyrir utan vítateig. Einungis liðu tvær mínútur hinsvegar áður en Fylkir endurheimti forystuna er Geoffrey Castillion átti frábæran sprett áður en hann afgreiddi boltann í netið. Fylkir með pálman í höndunum en örfáum mínútum síðar fór Valdimar Þór langleiðina með að kasta honum út í buskann er hann lenti í útistöðum við mótherjan sinn, Valgeir Valgeirsson, og ýtti honum harkalega í jörðina. Upp fór rauða spjaldið og ljóst að Fylkir yrði að hanga á forystunni síðasta hálfíma leiksins manni færri. HK gerðu allt sem þeir gátu til að jafna metin en Fylkismenn stóðu vaktina vel og lokatölur 3-2, Fylki í vil. Afhverju vann Fylkir? Fylkir börðust af líf og sál fyrir þessum þremur stigum. Það er ekki hægt að setja neitt út á vinnsluna og baráttuna í liðinu í kvöld. Að sama skapi er ekki hægt að setja mikið út á HK-inga heldur. Það sem skildi hinsvegar á milli er bara að aðeins fleiri einstaklingar hjá Fylki náðu að sýna sínar bestu hliðar. Liðsheildin var til staðar hjá báðum liðum en einstaklingsgæði Fylkis í kvöld skiluðu þremur stigunum í Árbæinn. Hverjir stóðu upp úr? En hvaða einstaklingar voru þetta? Fyrst ber að nefna Geoffrey Castillion, mann leiksins að mínu mati, en hann var stöðug ógn í kvöld og gaf varnarmönnum HK engan tíma til að anda. Hann lauk leik með mark og stoðsendingu en hann hefði hæglega getað endað með fleiri ef sumir hefðu nýtt færin sín betur. Fyrsta mark Fylkis kom eftir guðdómlega sendingu frá Castillion eftir að hann skildi Ásgeir Börk eftir í rykinu og keyrslan hans fyrir sigurmarkið var frábær. Einnig ber að nefna Daða Ólafsson sem var frábær á vinstri kanntinum fyrir Fylki og svo vinnur þetta lið varla leik án þess að Ólafur Ingi Skúlason sé í algjöru aðalhlutverki. Stefán Logi svaraði svo gagnrýninni sem hann fékk eftir tapið gegn FH með frábærri frammistöðu. Hjá HK var Ásgeir Marteinsson allt í öllu hjá Kópavogsliðinu. Hvað gekk illa? HK-ingum gekk illa að brjóta Fylki niður eftir rauða spjaldið. Þrátt fyrir tvö mörk á fullmannað lið gekk liðinu verr að skapa sér pláss á móti 10 Fylkismönnum. Jú, af sjálfsögðu pressuðu þeir ágætlega á heimamenn og fengu fullt af hornspyrnum en ég persónulega bjóst við að sjá þá hreinlega liggja á þeim það sem eftir lifði leiks. Það gerðist ekki. Helgi Sigurðsson fær auðvitað smá prik fyrir það en hann var fljótur að bregðast við rauða spjaldinu er hann tók framherjan, Hákon Inga, útaf og setti Orra Svein, miðvörð inn á. Hvað gerist næst? Fylkir heimsækir Breiðablik næsta sunnudag og HK fær Víkinga í heimsókn. Ásgeir Börkur: Shit happens „Þetta var hörkuleikur milli tveggja góðra liða á svipuðum stað í deildinni. Fylkir höfðu betur í dag en mér fannst við verðskulda að setja þriðja markið og fá stigið en svona er fótboltinn,“ sagði Ásgeir Börkur, leikmaður HK, eftir 3-2 tap liðsins gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Kvöldið markar endalok á sjö leikja hrinu þar sem liðið tapaði ekki leik. HK er sem stendur með 25 stig, sjö stigum frá fallsæti. Er liðið búið að bjarga sér frá falli? „Ég er svo lélegur í stærðfræði þannig ég hef ekki hugmynd. Eitt tap breytir ekkert um hvað okkur finnst um framhaldið,“ sagði Ásgeir. Fylkismaðurinn Valdimar Þór fékk að líta beint rautt spjald fyrir að ýta Valgeiri Valgeirssyni eftir klukkutíma leik og fékk Ásgeir Börkur að líta gult spjald í kjöflarið en það hitnaði þá heldur betur úr kolunum. „Ég sá ekki neitt. Ég sá bara Valla liggja í jörðinni. Þarf maður ekki bara að treysta dómaranum? Valli og Valdimar eru báðir ungir og skapheitir. Shit happens eins og maður segir.“ Ólafur Ingi: Valli veiddi Valla í gildru Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, var að vonum sáttur eftir að hann og hans menn skiluðu þremur stigum í Árbæinn með hörku, 3-2, sigri á HK í kvöld. „Þetta var rosalegur leikur og maður stendur glaður í dag eftir að hafa misst leik úr höndunum í síðustu umferð,“ sagði Ólafur og er þá að vísa í tapið gegn FH í Kaplakrika þar sem liðið fékk sigurmark í andlitið á lokamínítum leiksins. „Ég er rosalega stoltur af þessum strákum og öllu liðinu. Þetta var alvöru Árbæjar frammistaða hjá liðinu,“ sagði Ólafur en Valdimar Þór, leikmaður Fylkis, fékk að líta rauða spjaldið þegar um hálftími var til leiksloka í stöðunni 3-2. Þrátt fyrir áfallið héldu Fylkismenn haus og nældu í öll 3 stigin. „Það var smá áfall en mér fannst við stíga upp og verða hreinlega betri varnarlega eftir rauða spjaldið. Við fórum allir að hlaupa meira fyrir hvorn annan.“ Sem fyrr segir fékk Valdimar rautt spjald fyrir að ýta Valgeiri Valgeirssyni harkalega niður. Hvað fannst Ólafi um rauða spjaldið? „Ég held hann hafi bara veitt hann í gildru. Valgeir er ungur að árum en greinilega klókur.“ Brynjar Björn: Maður á ekki að ráðast á minni máttar Brynjar Björn, þjálfari HK, var ekki nógu sáttur með varnarleik sinna manna eftir 3-2 tapið gegn Fylki í kvöld. „Við fengum full einföld mark á okkur. Við svöruðum því tvisvar og vorum með yfirhöndina en svo ná þeir einu upphlaupi og skora og gátu hangið á markinu það sem eftir lifði leiks,“ sagði Brynjar en Fylkir urðu að verjast með 10 mönnum síðasta hálftíma leiks eftir rauða spjald Valdimars Þórs eftir klukkutíma leik. „Við áttum ágætis færi og nóg af hornum. Mér sýndist við hafa átt að fá víti í seinni hálfleik. Ef við hefðum náð að jafna þá hefði það breytt leiknum mikið og ég hugsa að þá hefðum við unnið,“ sagði Brynjar og segir að rauða spjaldið hafi verið hárréttur dómur. „Þett var bara rautt spjald. Boltinn er lengst í burtu og maðurinn ræðst bara á Valgeir. Maður á ekki að ráðast á minni máttar og velja sér frekar menn í sömu stærð.“ Valgeir varð að þola mikið baul frá stuðningsmönnum Fylkis eftir rauða spjaldið en Brynjar segir það einungis efla hann. „Hann verður eiginlega bara betri ef það er baulað á hann.“ Helgi Sigurðsson: Ég var aldrei rólegur „Þetta var þvílíkt skemmtilegur fótboltaleikur á að horfa fyrir þá sem mættu. Mikið af mörkum, færum og atvikum sem má ræða endalaust,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir sigurinn á HK í kvöld. Fylkir varð að verjast síðasta hálftíma leiksins einum manni færri en gerðu það vel og lokuðu vel á HK. „Þeir sköpuðu ekki mikið af færum en þeir fengu mikið af hornum og maður veit aldrei hvað gerist þar. Ég var aldrei rólegur því þeir settu mikla pressu á okkur,“ sagði Helgi sem er ekki jafn viss og Brynjar Björn um rauða spjaldið á Valdimar. „Ég sá það ekki en það sem menn sögðu við mig þá var þetta harður dómur en ég get ekki dæmt um það. Valdimar lendir í þessu en hann hefur verið frábær í sumar og var frábær í kvöld,“ sagði Helgi en með sigrinum er Fylkir komið í 8. sæti, sjö stigum frá fallsæti og einungis þremur frá evrópsæti. Er Fylkir endanlega sloppið við fall núna? „Erum við ekki komnir núna á þann stað að geta frekar horft upp fyrir okkur? En svo kannski í næsta leik þá þurfum aftur að horfa niður,“ sagði Helgi og hélt áfram. „Deildin er bara þannig að það er ekki hægt að horfa upp eða niður. Eina sem hægt er að gera að taka einn leik í einu.“ Pepsi Max-deild karla
Fylkir fékk HK í heimsókn í rok og rigningu á Wurth vellinum í Árbænum í kvöld. Það var ekki að sjá að íslenska rokið ætlaði að eyðileggja þennan leik á neinn hátt því strax á 7. mínútu leiksins skoraði Hákon Ingi eftir frábæran undirbúning hjá Geoffrey Castillion og kom Fylki yfir í 1-0. Fylkir léku á alls oddi þessar fyrstu mínútur en náðu ekki að bæta við öðru marki áður en HK náði að jafna á 17. mínútu. Ásgeir Marteinsson átti þá aukaspyrnu inn í teigin á fjærstöngina þar sem Arnþór Ari kom boltanum fyrir og Birkir Valur setti boltann í autt markið. Staðan 1-1 en 10 mínútum síðar var Fylkir aftur komið yfir. Að þessu sinni átti Daði Ólafs stórkostlega fyrirgjöf af vinstri kanntinum og Valdimar Þór flugskallaði boltann í netið. Núna loksins náðu menn andanum í Árbænum því staðan var 2-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur fór hinsvegar af stað með álíka miklum ofsa og fyrri gerði en á 51. mínútu jafnaði Ásgeir Marteinsson metin með laglegu skoti rétt fyrir utan vítateig. Einungis liðu tvær mínútur hinsvegar áður en Fylkir endurheimti forystuna er Geoffrey Castillion átti frábæran sprett áður en hann afgreiddi boltann í netið. Fylkir með pálman í höndunum en örfáum mínútum síðar fór Valdimar Þór langleiðina með að kasta honum út í buskann er hann lenti í útistöðum við mótherjan sinn, Valgeir Valgeirsson, og ýtti honum harkalega í jörðina. Upp fór rauða spjaldið og ljóst að Fylkir yrði að hanga á forystunni síðasta hálfíma leiksins manni færri. HK gerðu allt sem þeir gátu til að jafna metin en Fylkismenn stóðu vaktina vel og lokatölur 3-2, Fylki í vil. Afhverju vann Fylkir? Fylkir börðust af líf og sál fyrir þessum þremur stigum. Það er ekki hægt að setja neitt út á vinnsluna og baráttuna í liðinu í kvöld. Að sama skapi er ekki hægt að setja mikið út á HK-inga heldur. Það sem skildi hinsvegar á milli er bara að aðeins fleiri einstaklingar hjá Fylki náðu að sýna sínar bestu hliðar. Liðsheildin var til staðar hjá báðum liðum en einstaklingsgæði Fylkis í kvöld skiluðu þremur stigunum í Árbæinn. Hverjir stóðu upp úr? En hvaða einstaklingar voru þetta? Fyrst ber að nefna Geoffrey Castillion, mann leiksins að mínu mati, en hann var stöðug ógn í kvöld og gaf varnarmönnum HK engan tíma til að anda. Hann lauk leik með mark og stoðsendingu en hann hefði hæglega getað endað með fleiri ef sumir hefðu nýtt færin sín betur. Fyrsta mark Fylkis kom eftir guðdómlega sendingu frá Castillion eftir að hann skildi Ásgeir Börk eftir í rykinu og keyrslan hans fyrir sigurmarkið var frábær. Einnig ber að nefna Daða Ólafsson sem var frábær á vinstri kanntinum fyrir Fylki og svo vinnur þetta lið varla leik án þess að Ólafur Ingi Skúlason sé í algjöru aðalhlutverki. Stefán Logi svaraði svo gagnrýninni sem hann fékk eftir tapið gegn FH með frábærri frammistöðu. Hjá HK var Ásgeir Marteinsson allt í öllu hjá Kópavogsliðinu. Hvað gekk illa? HK-ingum gekk illa að brjóta Fylki niður eftir rauða spjaldið. Þrátt fyrir tvö mörk á fullmannað lið gekk liðinu verr að skapa sér pláss á móti 10 Fylkismönnum. Jú, af sjálfsögðu pressuðu þeir ágætlega á heimamenn og fengu fullt af hornspyrnum en ég persónulega bjóst við að sjá þá hreinlega liggja á þeim það sem eftir lifði leiks. Það gerðist ekki. Helgi Sigurðsson fær auðvitað smá prik fyrir það en hann var fljótur að bregðast við rauða spjaldinu er hann tók framherjan, Hákon Inga, útaf og setti Orra Svein, miðvörð inn á. Hvað gerist næst? Fylkir heimsækir Breiðablik næsta sunnudag og HK fær Víkinga í heimsókn. Ásgeir Börkur: Shit happens „Þetta var hörkuleikur milli tveggja góðra liða á svipuðum stað í deildinni. Fylkir höfðu betur í dag en mér fannst við verðskulda að setja þriðja markið og fá stigið en svona er fótboltinn,“ sagði Ásgeir Börkur, leikmaður HK, eftir 3-2 tap liðsins gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Kvöldið markar endalok á sjö leikja hrinu þar sem liðið tapaði ekki leik. HK er sem stendur með 25 stig, sjö stigum frá fallsæti. Er liðið búið að bjarga sér frá falli? „Ég er svo lélegur í stærðfræði þannig ég hef ekki hugmynd. Eitt tap breytir ekkert um hvað okkur finnst um framhaldið,“ sagði Ásgeir. Fylkismaðurinn Valdimar Þór fékk að líta beint rautt spjald fyrir að ýta Valgeiri Valgeirssyni eftir klukkutíma leik og fékk Ásgeir Börkur að líta gult spjald í kjöflarið en það hitnaði þá heldur betur úr kolunum. „Ég sá ekki neitt. Ég sá bara Valla liggja í jörðinni. Þarf maður ekki bara að treysta dómaranum? Valli og Valdimar eru báðir ungir og skapheitir. Shit happens eins og maður segir.“ Ólafur Ingi: Valli veiddi Valla í gildru Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, var að vonum sáttur eftir að hann og hans menn skiluðu þremur stigum í Árbæinn með hörku, 3-2, sigri á HK í kvöld. „Þetta var rosalegur leikur og maður stendur glaður í dag eftir að hafa misst leik úr höndunum í síðustu umferð,“ sagði Ólafur og er þá að vísa í tapið gegn FH í Kaplakrika þar sem liðið fékk sigurmark í andlitið á lokamínítum leiksins. „Ég er rosalega stoltur af þessum strákum og öllu liðinu. Þetta var alvöru Árbæjar frammistaða hjá liðinu,“ sagði Ólafur en Valdimar Þór, leikmaður Fylkis, fékk að líta rauða spjaldið þegar um hálftími var til leiksloka í stöðunni 3-2. Þrátt fyrir áfallið héldu Fylkismenn haus og nældu í öll 3 stigin. „Það var smá áfall en mér fannst við stíga upp og verða hreinlega betri varnarlega eftir rauða spjaldið. Við fórum allir að hlaupa meira fyrir hvorn annan.“ Sem fyrr segir fékk Valdimar rautt spjald fyrir að ýta Valgeiri Valgeirssyni harkalega niður. Hvað fannst Ólafi um rauða spjaldið? „Ég held hann hafi bara veitt hann í gildru. Valgeir er ungur að árum en greinilega klókur.“ Brynjar Björn: Maður á ekki að ráðast á minni máttar Brynjar Björn, þjálfari HK, var ekki nógu sáttur með varnarleik sinna manna eftir 3-2 tapið gegn Fylki í kvöld. „Við fengum full einföld mark á okkur. Við svöruðum því tvisvar og vorum með yfirhöndina en svo ná þeir einu upphlaupi og skora og gátu hangið á markinu það sem eftir lifði leiks,“ sagði Brynjar en Fylkir urðu að verjast með 10 mönnum síðasta hálftíma leiks eftir rauða spjald Valdimars Þórs eftir klukkutíma leik. „Við áttum ágætis færi og nóg af hornum. Mér sýndist við hafa átt að fá víti í seinni hálfleik. Ef við hefðum náð að jafna þá hefði það breytt leiknum mikið og ég hugsa að þá hefðum við unnið,“ sagði Brynjar og segir að rauða spjaldið hafi verið hárréttur dómur. „Þett var bara rautt spjald. Boltinn er lengst í burtu og maðurinn ræðst bara á Valgeir. Maður á ekki að ráðast á minni máttar og velja sér frekar menn í sömu stærð.“ Valgeir varð að þola mikið baul frá stuðningsmönnum Fylkis eftir rauða spjaldið en Brynjar segir það einungis efla hann. „Hann verður eiginlega bara betri ef það er baulað á hann.“ Helgi Sigurðsson: Ég var aldrei rólegur „Þetta var þvílíkt skemmtilegur fótboltaleikur á að horfa fyrir þá sem mættu. Mikið af mörkum, færum og atvikum sem má ræða endalaust,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir sigurinn á HK í kvöld. Fylkir varð að verjast síðasta hálftíma leiksins einum manni færri en gerðu það vel og lokuðu vel á HK. „Þeir sköpuðu ekki mikið af færum en þeir fengu mikið af hornum og maður veit aldrei hvað gerist þar. Ég var aldrei rólegur því þeir settu mikla pressu á okkur,“ sagði Helgi sem er ekki jafn viss og Brynjar Björn um rauða spjaldið á Valdimar. „Ég sá það ekki en það sem menn sögðu við mig þá var þetta harður dómur en ég get ekki dæmt um það. Valdimar lendir í þessu en hann hefur verið frábær í sumar og var frábær í kvöld,“ sagði Helgi en með sigrinum er Fylkir komið í 8. sæti, sjö stigum frá fallsæti og einungis þremur frá evrópsæti. Er Fylkir endanlega sloppið við fall núna? „Erum við ekki komnir núna á þann stað að geta frekar horft upp fyrir okkur? En svo kannski í næsta leik þá þurfum aftur að horfa niður,“ sagði Helgi og hélt áfram. „Deildin er bara þannig að það er ekki hægt að horfa upp eða niður. Eina sem hægt er að gera að taka einn leik í einu.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti