Móðurmál: Sunna Ben um meðgönguna og fæðingu frumburðarins, Krumma Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:30 Sunna segir að það hafi breytt henni mikið að verða móðir. Hún sé öll rólegri, líður betur í eigin skinni og að allar áherslur séu nú breyttar. Aðsend mynd Makamál fengu Sunnu Ben plötusnúð og einkaþjálfara í nýja viðtalsliðinn Móðurmál, en Sunna eignaðist sitt fyrsta barn með kærasta sínum Andra Frey í lok síðasta árs. Þessa dagana er hún að byrja nám í Ljósmyndaskólanum svo að það er í mörgu að snúast hjá þessari nýbökuðu móður. Sunna segir mikilvægt að foreldrar detti ekki í þá gryfju að þurfa að kaupa allt nýtt fyrir barnið og láta ekki auglýsingarnar hafa of mikil áhrif sig. Hún segir mikilvægt að foreldrar haldi í rökhusunina sína þó svo að hausinn geti farið á yfirsnúning í hreiðurgerðinni. Hún vill hvetja alla foreldra til að hugsa gagnrýnið um það hverju er hleypt inn á heimilið, hvort það verður gagnlegt eða bara meira drasl sem þarf að fela inní skáp þangað til að það endar svo í ruslinu.1. Nafn? Sunna Ben Guðrúnardóttir.2. Aldur? 30 ára.3. Meðganga númer? Sú fyrsta er nýyfirstaðin.4. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég hætti á pillunni af því að læknirinn mig hræddi mig um að ég gæti verið með blóðtappa í lungum af völdum pillunnar. Ég ætlaði að byrja á annarri getnaðarvörn en náði ekki að finna nýja í tæka tíð. Einhverstaðar á bakvið tjöldin beið Krummi í startholunum og greip tækifærið um leið og síðasta pilluspjaldið kláraðist.Það hvarflaði einhvernveginn ekki að mér að ég gæti orðið ólétt, alveg óvart. Það gerðist korteri eftir að ég hætti á pillunni svo mig grunaði ekki neitt. Svo var ég allt í einu farin að gráta rosalega yfir öllu sem ég sá í sjónvarpinu og mamma fór að stríða mér með það að vera ólétt, það væri svo óléttuleg hegðun. Svo eftir að hafa grátið mig í gegnum heila seríu af This Is Us á einni helgi tók ég tvö óléttupróf. Og viti menn!5. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið alls ekki vel. Fyrir meðgönguna var ég að æfa mjög mikið en ég þurfti strax að hætta. Mig svimaði mikið, varð strax andstutt og mjög flökurt. Sunna og Andri kærasti hennar á fæðingardeildinni en Sunna fékk mjög alvarlega meðgöngueitrun.Aðsend mynd6. Hvað kom þér mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Í hreinskilni sagt einkenndist meðgangan mín af allskonar áföllum heilsulega séð svo að það var margt sem kom mér á óvart. En það kom mér líka mikið á óvart að ég gæti þetta bara. Þetta var ekki fyrirhugað og ég hafði frekar litla trú á mér í þetta allt áður en þetta brast á. En um leið og ég vissi að ég varð ólétt var eins og það hafi kviknaði á mömmuperunni í hausnum á mér. Ég drakk í mig alla þekkingu um meðgöngu sem ég komst í og fékk skyndilega svakalegan áhuga á börnum og öllu sem þeim við kom. Þetta var frábær upplifun sem ég er mjög þakklát fyrir. Mér fannst, þrátt fyrir veikindi, mjög gaman og spennandi að vera ófrísk. Ég fann að ég skildi allt í einu mikið betur stað minn í náttúrunni og að þetta, það að viðhalda stofninum, sé hinn eiginlegi tilgangur lífsins.7. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar?Misvel. Ég fékk mikla meðgöngueitrun og bætti á mig rúmlega 30kg af pjúra bjúg á meðgöngunni. Ég stökk sem sagt upp úr 63kg í 100kg. Það tók á, bæði líkamlega og andlega, af því að ekkert sem ég gerði til þess að reyna að hægja á bjúgsöfnuninni virkaði. Það virkaði hvorki breytt mataræði né það að hvíla mig en það var orðið sárt og erfitt að hreyfa mig leiðinlega snemma á meðgöngunni. En mér fannst óttalega gaman að vera með óléttubumbu og notalegt að vita af krílinu mínu meðferðis.Það var annars alveg ótrúlegt hvað annað misókunnugt fólk var rosalega upptekið af því að láta mig vita að bumban væri svaka stór og spyrja hvort ég væri viss um að ég gengi ekki með tvíbura. Ég skil ekki hvers vegna fólk heldur að þess háttar athugasemdir séu í lagi, samt veit ég að enginn meinti neitt illt. En þetta er rosalega ósmart hefð. En líkaminn minn í dag er líka allt annar en sá sem ég hafði áður. Ég átti svolítið erfitt með að taka hann í sátt í fyrstu, aðallega vegna þess að ég fann strax að ég stjórna honum ekki eins og áður. Allur árangur sýnir sig hægar og það eru enn allskonar breytingar að eiga sér stað sem ég ræð engu um. En með tímanum er mér að takast að fókusa á það sem skiptir máli, líkaminn er nefnilega svo merkilegur og mér þykir vænt um hann, hann er búinn að standa sig svo vel!8. Fékkstu eitthvað matar-æði á meðgöngunni? (craving) Ég borðaði rosalega mikið af hafragraut og ávöxtum, en það er svo sem ekkert nýtt. Ég borðaði samt alveg hálfa vatnsmelónu á dag í nokkrar vikur, það var kannski það ýktasta.En svo fékk ég mjög óviðeigandi æði á tímabili þegar ég þurfti alltaf að stoppa mig af að smakka diskasápuna okkar þegar ég vaskaði upp, það var SVO góð lykt af henni!9. Fengu þið að vita kynið? Haha! Sko, ég var svo æst að kynnast þessum einstakling sem ég ferðaðist með að ég hefði þegið hvaða upplýsingar um hann sem buðust. Svo já, við fengum að vita kynið. En hann var reyndar búinn að sýna pabba sínum kynið í sónarnum án þess að ég tæki eftir því, ég var svo upptekin að leita að hjartslætti að ég missti af fyrsta flassi sonarins!10. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Heilsubrestirnir. En ég met heilsu mína meira en nokkru sinni fyrr eftir þetta meðgöngueitrunarævintýri, þó svo öll einkennin hafi gengið til baka hratt, sem er sennilega það eina góða við þennan hvimleiða sjúkdóm.11. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Ég fann rosalega mikið fyrir því að ég væri hluti af náttúrunni og að líkaminn minn kynni allskonar sem ég kynni ekki og réði ekki yfir, sem var svolítið ævintýralegt. Svo var líka svo gaman að finna hann sparka og vita að þarna var bara frábær lítil manneskja að gera sig tilbúna til að koma og gera allt aðeins frábærara.Þrátt fyrir að takast á við mikla heilsubresti tengda meðgöngunni segir Sunna það hafa veið ævintýrlegt að ganga með barn. Hún naut þess að finna hann sparka og vita af honum.Aðsend mynd12. Undirbjuggu þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Við fórum á fæðingarnámskeið, brjóstagjafanámskeið og í bumbujóga hjá Auði. Þar var paratími sem nýttist okkur rosalega vel (mæli með fyrir allar mömmur sem langar í fótanudd á meðgöngunni, takið námskeiði sem fyrst, mjólkið þetta!). Svo þurfti ég að komast yfir frekar svæsna fæðingafóbíu svo ég fór að fylgja tugi Instagram reikninga um fæðingar og meðgöngur. Ég las Kviknar og horfði á Líf Kviknar og fyllti hausinn af allskonar fæðingasögum þangað til að ég var ekki hrædd lengur. Ég mæli með því við þær sem eru smeykar, það svínvirkaði fyrir mig. 13. Hvernig gekk sjálf fæðingin? Ég fékk semsagt svæsna meðgöngueitrun og var gangset rúmlega 2 vikum fyrir settan dag, milli jóla og nýárs. Ég kláraði öll gangsetningarlyfin en ekkert gerðist svo að belgurinn var losaður á fjórða degi. Þá fór ég strax af stað en fæðingin var löng og erfið. Ég var svo ógeðslega veik af meðgöngueitrun að ég var komin með vökva í lungu og umhverfis hjarta (þetta vissum við reyndar ekki fyrr en daginn eftir fæðingu).Ég átti rosalega erfitt með að rembast af því ég náði aldrei að fylla lungun af lofti. Í fæðingunni hélt ég áfram að safna bjúg og það var eiginlega það versta, lærin á mér urðu hörð og sár og mér leið eins og húðin ætlaði að rifna af þeim. En það skánaði allt eftir að ég fékk mænudeyfinguna, hallelúja fyrir henni! 16 klukkustundum síðar kom svo Krumminn minn, slímugur og með svolítið kreistann haus, en fegurri en nokkur annar. Og með hár! Sem ég óskaði mér. Ungabörn með lubba eru það sætasta sem ég veit!14. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið?Dásamleg! Eftir allt vesenið sem hafði gengið á, þennan illskiljanlega sjúkdóm og ferlið að flýta fæðingunni var ekki laust við að ég væri orðin svolítið áhyggjufull um barnið, þó svo að það benti aldrei neitt til neins annars en að hann hefði það fínt. En um leið og ég fékk hann í fangið gat ég andað léttar, þetta var loksins búið og hann var svo miklu dásamlegri en ég hefði getað ímyndað mér.15. Hvað var það sem kom mest á óvart við að verða móðir?Ég gerði mér snemma grein fyrir því að myndin í hausnum á mér af því að vera foreldri var bjöguð. Kannski er það einhver ríkjandi umræða á samfélagsmiðlum eða eitthvað sem maður sér í sjónvarpi, ég veit ekki, en ég hélt að þetta hlutverk væri bara hræðilega erfitt og jú gefandi, en eiginlega ekki neitt annað. En það er svo fjarri raunveruleikanum!Svo ég segi öllum það sem það vilja heyra að þetta er SVO SKEMMTILEGT! Miklu skemmtilegra en ég hefði getað ímyndað mér! Auðvitað ekki alltaf auðvelt og allir tístandi hressir (við erum til dæmis í tanntöku núna, stuðfaktorinn hefur verið hærri) en ég trúi því varla hvað þetta er ánægjulegt og gefandi, og bráðfyndið!Aðsend mynd16. Ertu með hann á brjósti? Brjóstagjöfin gekk aldrei. Ég náði mjólkinni aldrei upp eftir veikindin þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð frá örugglega 10 ljósmæðrum meðan við bjuggum á spítalanum (vorum þar í 11 daga samtals, 7 daga eftir fæðingu) og svo frábærum brjóstagjafarráðgjafa eftir að heim var komið. Eftir endalaust pump alla tíma sólahrings, mjólkurlosandi te, pillur og mikinn grát frá okkur mæðginum þegar við ákváðum að spara okkur angistina og svissa alveg yfir í formúlu. Síðan þá hefur lífið verið leikur einn, ég tala nú ekki um eftir að við fengum okkur Baby Brezza sem er, að mínu mati, algjör nauðsyn hjá formúlubörnum.17. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nei í raun ekki. Við höfðum hugsað okkur að hann héti Hjörtur ef hann væri ljós, Hrafn ef hann yrði dökkur og Felix ef hvorugt ætti við. Svo kom hann með svarta lubbann sinn og vissi alveg hvað hann átti að heita.18. Er einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Ég hefði viljað vita meira um meðgöngueitrun áður en ég fékk hana. Hún er líka illa rannsökuð og lítið um hana talað yfir höfuð, sem er glatað.19. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Mér finnst agalegt að hugsa til þess hversu mikið er keypt af barnadrasli sem er aldrei notað, aldrei haldið upp á og fer svo bara mögulega í eitthvað rusl og drasl. Hinsvegar hefur alltaf verið virkt barnadeilihagkerfi í fjölskyldunni minni sem ég held að sé mjög algengt. Það finnst mér sjúklega sniðugt, þegar barnaföt bara ganga milli innan fjölskyldu/vinahóps þangað til þau eru öll.Krummi hefur fengið mörg af sínum flottustu fötum frá stóru frændsystkinum og við höfum svo látið þau minnstu ganga áfram til vinkvenna sem eiga von á sér. Annars versla ég allt sem ég get á hann í Barnaloppunni. Ég fæ sjúklegt kikk út úr því að framlengja líftíma þessara fata sem eru oft svo gott sem einnota. Hringrásahagkerfin eru framtíðin.Aðsend mynd20. Finnst þér þú sjálf hafa breyst við það að verða móðir? Algjörlega. Ég er öll rólegri, líður betur í eigin skinni og allar mínar áherslur eru breyttar. Heimurinn minn stækkaði og auðgaðist svo mikið við að búa til og kynnast svo þessum frábæra einstakling. Ég má ekkert vera að því að velta mér upp úr smáatriðum, ég hef svo margt annað skemmtilegra og merkilegra að gera með litla gaurnum.21. Hefur það breytt sambandinu ykkar að verða foreldrar? Já auðvitað. Við vorum saman í erfiðri meðgöngu og fæðingu sem var að mörgu leyti erfiðari fyrir manninn minn af því að hann var áhorfandi meðan ég var ógeðslega veik, öskrandi, grátandi og allt í uppnámi. Ég var ógeðslega upptekin og mátti ekkert vera að því að hafa áhyggjur, en hans hlutverk bara að vera til staðar lengi framan af og ég veit að þetta var rosalega erfitt fyrir hann. Við höfum bæði farið í áfallahjálp síðan, sem er algjörlega nauðsynlegt eftir svona reynslu.En það að tækla þessa þraut saman hefur dýpkað okkar samband, við höfum aldrei staðið í neinum svona erfiðleikum áður, sem betur fer, og kynntumst nýjum hliðum á hvoru öðru og sjálfum okkur. Þegar Krummi var sex mánaða bað ég Andra að giftast mér, ég gat bara ekki haldið í mér lengur og beðið eftir að hann myndi biðja mín. Heppin ég að hann sagði já! Makamál þakka Sunnu kærlega fyrir einlæg og heiðarleg svör og óska henni og kærastanum innilega til hamingju með dásamlega frumburðinn sinn hann Krumma sem og trúlofunina. Móðurmál Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hver er fyrsta manneskjan sem þú leitar til þegar þér líður illa? Þegar eitthvað bjátar á hver er þá fyrsta manneskjan sem þú leitar til? Það getur auðvitað verið misjafnt eftir því hvað það er sem er að hrjá okkur hvert við leitum en oft er það einhvern einn sem að er aðilinn sem við ósjálfrátt hringjum í fyrst þegar eitthvað kemur upp á. 23. ágúst 2019 09:30 Þriðjungur hefur stundað kynlíf með fleiri en einum í einu Í spurningu síðustu viku spurðum við að því hvort fólk hafi stundað kynlíf með fleiri en einum í einu. Að sænga hjá tveimur manneskjum eða fleiri í einu er eitt af algengum fantasíum en ætli það séu margir sem láti þessa fantasíu verða að veruleika? 26. ágúst 2019 19:45 Sönn íslensk makamál: Upphleypt og einhleyp Í síðasta pistli mínum minntist ég aðeins á útlit og svokallaða útlitsbrenglun. Flest okkar tengja við einhvers konar óöryggi varðandi útlit á vissum tímabilum í lífi okkar. Hvað er það sem breytist varðandi sjálfsímyndina þína þegar þú verður einhleypur eftir mörg ár í sambandi? Það sem gerðist hjá mér er að ég varð óörugg. 23. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Makamál fengu Sunnu Ben plötusnúð og einkaþjálfara í nýja viðtalsliðinn Móðurmál, en Sunna eignaðist sitt fyrsta barn með kærasta sínum Andra Frey í lok síðasta árs. Þessa dagana er hún að byrja nám í Ljósmyndaskólanum svo að það er í mörgu að snúast hjá þessari nýbökuðu móður. Sunna segir mikilvægt að foreldrar detti ekki í þá gryfju að þurfa að kaupa allt nýtt fyrir barnið og láta ekki auglýsingarnar hafa of mikil áhrif sig. Hún segir mikilvægt að foreldrar haldi í rökhusunina sína þó svo að hausinn geti farið á yfirsnúning í hreiðurgerðinni. Hún vill hvetja alla foreldra til að hugsa gagnrýnið um það hverju er hleypt inn á heimilið, hvort það verður gagnlegt eða bara meira drasl sem þarf að fela inní skáp þangað til að það endar svo í ruslinu.1. Nafn? Sunna Ben Guðrúnardóttir.2. Aldur? 30 ára.3. Meðganga númer? Sú fyrsta er nýyfirstaðin.4. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég hætti á pillunni af því að læknirinn mig hræddi mig um að ég gæti verið með blóðtappa í lungum af völdum pillunnar. Ég ætlaði að byrja á annarri getnaðarvörn en náði ekki að finna nýja í tæka tíð. Einhverstaðar á bakvið tjöldin beið Krummi í startholunum og greip tækifærið um leið og síðasta pilluspjaldið kláraðist.Það hvarflaði einhvernveginn ekki að mér að ég gæti orðið ólétt, alveg óvart. Það gerðist korteri eftir að ég hætti á pillunni svo mig grunaði ekki neitt. Svo var ég allt í einu farin að gráta rosalega yfir öllu sem ég sá í sjónvarpinu og mamma fór að stríða mér með það að vera ólétt, það væri svo óléttuleg hegðun. Svo eftir að hafa grátið mig í gegnum heila seríu af This Is Us á einni helgi tók ég tvö óléttupróf. Og viti menn!5. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið alls ekki vel. Fyrir meðgönguna var ég að æfa mjög mikið en ég þurfti strax að hætta. Mig svimaði mikið, varð strax andstutt og mjög flökurt. Sunna og Andri kærasti hennar á fæðingardeildinni en Sunna fékk mjög alvarlega meðgöngueitrun.Aðsend mynd6. Hvað kom þér mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Í hreinskilni sagt einkenndist meðgangan mín af allskonar áföllum heilsulega séð svo að það var margt sem kom mér á óvart. En það kom mér líka mikið á óvart að ég gæti þetta bara. Þetta var ekki fyrirhugað og ég hafði frekar litla trú á mér í þetta allt áður en þetta brast á. En um leið og ég vissi að ég varð ólétt var eins og það hafi kviknaði á mömmuperunni í hausnum á mér. Ég drakk í mig alla þekkingu um meðgöngu sem ég komst í og fékk skyndilega svakalegan áhuga á börnum og öllu sem þeim við kom. Þetta var frábær upplifun sem ég er mjög þakklát fyrir. Mér fannst, þrátt fyrir veikindi, mjög gaman og spennandi að vera ófrísk. Ég fann að ég skildi allt í einu mikið betur stað minn í náttúrunni og að þetta, það að viðhalda stofninum, sé hinn eiginlegi tilgangur lífsins.7. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar?Misvel. Ég fékk mikla meðgöngueitrun og bætti á mig rúmlega 30kg af pjúra bjúg á meðgöngunni. Ég stökk sem sagt upp úr 63kg í 100kg. Það tók á, bæði líkamlega og andlega, af því að ekkert sem ég gerði til þess að reyna að hægja á bjúgsöfnuninni virkaði. Það virkaði hvorki breytt mataræði né það að hvíla mig en það var orðið sárt og erfitt að hreyfa mig leiðinlega snemma á meðgöngunni. En mér fannst óttalega gaman að vera með óléttubumbu og notalegt að vita af krílinu mínu meðferðis.Það var annars alveg ótrúlegt hvað annað misókunnugt fólk var rosalega upptekið af því að láta mig vita að bumban væri svaka stór og spyrja hvort ég væri viss um að ég gengi ekki með tvíbura. Ég skil ekki hvers vegna fólk heldur að þess háttar athugasemdir séu í lagi, samt veit ég að enginn meinti neitt illt. En þetta er rosalega ósmart hefð. En líkaminn minn í dag er líka allt annar en sá sem ég hafði áður. Ég átti svolítið erfitt með að taka hann í sátt í fyrstu, aðallega vegna þess að ég fann strax að ég stjórna honum ekki eins og áður. Allur árangur sýnir sig hægar og það eru enn allskonar breytingar að eiga sér stað sem ég ræð engu um. En með tímanum er mér að takast að fókusa á það sem skiptir máli, líkaminn er nefnilega svo merkilegur og mér þykir vænt um hann, hann er búinn að standa sig svo vel!8. Fékkstu eitthvað matar-æði á meðgöngunni? (craving) Ég borðaði rosalega mikið af hafragraut og ávöxtum, en það er svo sem ekkert nýtt. Ég borðaði samt alveg hálfa vatnsmelónu á dag í nokkrar vikur, það var kannski það ýktasta.En svo fékk ég mjög óviðeigandi æði á tímabili þegar ég þurfti alltaf að stoppa mig af að smakka diskasápuna okkar þegar ég vaskaði upp, það var SVO góð lykt af henni!9. Fengu þið að vita kynið? Haha! Sko, ég var svo æst að kynnast þessum einstakling sem ég ferðaðist með að ég hefði þegið hvaða upplýsingar um hann sem buðust. Svo já, við fengum að vita kynið. En hann var reyndar búinn að sýna pabba sínum kynið í sónarnum án þess að ég tæki eftir því, ég var svo upptekin að leita að hjartslætti að ég missti af fyrsta flassi sonarins!10. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Heilsubrestirnir. En ég met heilsu mína meira en nokkru sinni fyrr eftir þetta meðgöngueitrunarævintýri, þó svo öll einkennin hafi gengið til baka hratt, sem er sennilega það eina góða við þennan hvimleiða sjúkdóm.11. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Ég fann rosalega mikið fyrir því að ég væri hluti af náttúrunni og að líkaminn minn kynni allskonar sem ég kynni ekki og réði ekki yfir, sem var svolítið ævintýralegt. Svo var líka svo gaman að finna hann sparka og vita að þarna var bara frábær lítil manneskja að gera sig tilbúna til að koma og gera allt aðeins frábærara.Þrátt fyrir að takast á við mikla heilsubresti tengda meðgöngunni segir Sunna það hafa veið ævintýrlegt að ganga með barn. Hún naut þess að finna hann sparka og vita af honum.Aðsend mynd12. Undirbjuggu þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Við fórum á fæðingarnámskeið, brjóstagjafanámskeið og í bumbujóga hjá Auði. Þar var paratími sem nýttist okkur rosalega vel (mæli með fyrir allar mömmur sem langar í fótanudd á meðgöngunni, takið námskeiði sem fyrst, mjólkið þetta!). Svo þurfti ég að komast yfir frekar svæsna fæðingafóbíu svo ég fór að fylgja tugi Instagram reikninga um fæðingar og meðgöngur. Ég las Kviknar og horfði á Líf Kviknar og fyllti hausinn af allskonar fæðingasögum þangað til að ég var ekki hrædd lengur. Ég mæli með því við þær sem eru smeykar, það svínvirkaði fyrir mig. 13. Hvernig gekk sjálf fæðingin? Ég fékk semsagt svæsna meðgöngueitrun og var gangset rúmlega 2 vikum fyrir settan dag, milli jóla og nýárs. Ég kláraði öll gangsetningarlyfin en ekkert gerðist svo að belgurinn var losaður á fjórða degi. Þá fór ég strax af stað en fæðingin var löng og erfið. Ég var svo ógeðslega veik af meðgöngueitrun að ég var komin með vökva í lungu og umhverfis hjarta (þetta vissum við reyndar ekki fyrr en daginn eftir fæðingu).Ég átti rosalega erfitt með að rembast af því ég náði aldrei að fylla lungun af lofti. Í fæðingunni hélt ég áfram að safna bjúg og það var eiginlega það versta, lærin á mér urðu hörð og sár og mér leið eins og húðin ætlaði að rifna af þeim. En það skánaði allt eftir að ég fékk mænudeyfinguna, hallelúja fyrir henni! 16 klukkustundum síðar kom svo Krumminn minn, slímugur og með svolítið kreistann haus, en fegurri en nokkur annar. Og með hár! Sem ég óskaði mér. Ungabörn með lubba eru það sætasta sem ég veit!14. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið?Dásamleg! Eftir allt vesenið sem hafði gengið á, þennan illskiljanlega sjúkdóm og ferlið að flýta fæðingunni var ekki laust við að ég væri orðin svolítið áhyggjufull um barnið, þó svo að það benti aldrei neitt til neins annars en að hann hefði það fínt. En um leið og ég fékk hann í fangið gat ég andað léttar, þetta var loksins búið og hann var svo miklu dásamlegri en ég hefði getað ímyndað mér.15. Hvað var það sem kom mest á óvart við að verða móðir?Ég gerði mér snemma grein fyrir því að myndin í hausnum á mér af því að vera foreldri var bjöguð. Kannski er það einhver ríkjandi umræða á samfélagsmiðlum eða eitthvað sem maður sér í sjónvarpi, ég veit ekki, en ég hélt að þetta hlutverk væri bara hræðilega erfitt og jú gefandi, en eiginlega ekki neitt annað. En það er svo fjarri raunveruleikanum!Svo ég segi öllum það sem það vilja heyra að þetta er SVO SKEMMTILEGT! Miklu skemmtilegra en ég hefði getað ímyndað mér! Auðvitað ekki alltaf auðvelt og allir tístandi hressir (við erum til dæmis í tanntöku núna, stuðfaktorinn hefur verið hærri) en ég trúi því varla hvað þetta er ánægjulegt og gefandi, og bráðfyndið!Aðsend mynd16. Ertu með hann á brjósti? Brjóstagjöfin gekk aldrei. Ég náði mjólkinni aldrei upp eftir veikindin þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð frá örugglega 10 ljósmæðrum meðan við bjuggum á spítalanum (vorum þar í 11 daga samtals, 7 daga eftir fæðingu) og svo frábærum brjóstagjafarráðgjafa eftir að heim var komið. Eftir endalaust pump alla tíma sólahrings, mjólkurlosandi te, pillur og mikinn grát frá okkur mæðginum þegar við ákváðum að spara okkur angistina og svissa alveg yfir í formúlu. Síðan þá hefur lífið verið leikur einn, ég tala nú ekki um eftir að við fengum okkur Baby Brezza sem er, að mínu mati, algjör nauðsyn hjá formúlubörnum.17. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nei í raun ekki. Við höfðum hugsað okkur að hann héti Hjörtur ef hann væri ljós, Hrafn ef hann yrði dökkur og Felix ef hvorugt ætti við. Svo kom hann með svarta lubbann sinn og vissi alveg hvað hann átti að heita.18. Er einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Ég hefði viljað vita meira um meðgöngueitrun áður en ég fékk hana. Hún er líka illa rannsökuð og lítið um hana talað yfir höfuð, sem er glatað.19. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Mér finnst agalegt að hugsa til þess hversu mikið er keypt af barnadrasli sem er aldrei notað, aldrei haldið upp á og fer svo bara mögulega í eitthvað rusl og drasl. Hinsvegar hefur alltaf verið virkt barnadeilihagkerfi í fjölskyldunni minni sem ég held að sé mjög algengt. Það finnst mér sjúklega sniðugt, þegar barnaföt bara ganga milli innan fjölskyldu/vinahóps þangað til þau eru öll.Krummi hefur fengið mörg af sínum flottustu fötum frá stóru frændsystkinum og við höfum svo látið þau minnstu ganga áfram til vinkvenna sem eiga von á sér. Annars versla ég allt sem ég get á hann í Barnaloppunni. Ég fæ sjúklegt kikk út úr því að framlengja líftíma þessara fata sem eru oft svo gott sem einnota. Hringrásahagkerfin eru framtíðin.Aðsend mynd20. Finnst þér þú sjálf hafa breyst við það að verða móðir? Algjörlega. Ég er öll rólegri, líður betur í eigin skinni og allar mínar áherslur eru breyttar. Heimurinn minn stækkaði og auðgaðist svo mikið við að búa til og kynnast svo þessum frábæra einstakling. Ég má ekkert vera að því að velta mér upp úr smáatriðum, ég hef svo margt annað skemmtilegra og merkilegra að gera með litla gaurnum.21. Hefur það breytt sambandinu ykkar að verða foreldrar? Já auðvitað. Við vorum saman í erfiðri meðgöngu og fæðingu sem var að mörgu leyti erfiðari fyrir manninn minn af því að hann var áhorfandi meðan ég var ógeðslega veik, öskrandi, grátandi og allt í uppnámi. Ég var ógeðslega upptekin og mátti ekkert vera að því að hafa áhyggjur, en hans hlutverk bara að vera til staðar lengi framan af og ég veit að þetta var rosalega erfitt fyrir hann. Við höfum bæði farið í áfallahjálp síðan, sem er algjörlega nauðsynlegt eftir svona reynslu.En það að tækla þessa þraut saman hefur dýpkað okkar samband, við höfum aldrei staðið í neinum svona erfiðleikum áður, sem betur fer, og kynntumst nýjum hliðum á hvoru öðru og sjálfum okkur. Þegar Krummi var sex mánaða bað ég Andra að giftast mér, ég gat bara ekki haldið í mér lengur og beðið eftir að hann myndi biðja mín. Heppin ég að hann sagði já! Makamál þakka Sunnu kærlega fyrir einlæg og heiðarleg svör og óska henni og kærastanum innilega til hamingju með dásamlega frumburðinn sinn hann Krumma sem og trúlofunina.
Móðurmál Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hver er fyrsta manneskjan sem þú leitar til þegar þér líður illa? Þegar eitthvað bjátar á hver er þá fyrsta manneskjan sem þú leitar til? Það getur auðvitað verið misjafnt eftir því hvað það er sem er að hrjá okkur hvert við leitum en oft er það einhvern einn sem að er aðilinn sem við ósjálfrátt hringjum í fyrst þegar eitthvað kemur upp á. 23. ágúst 2019 09:30 Þriðjungur hefur stundað kynlíf með fleiri en einum í einu Í spurningu síðustu viku spurðum við að því hvort fólk hafi stundað kynlíf með fleiri en einum í einu. Að sænga hjá tveimur manneskjum eða fleiri í einu er eitt af algengum fantasíum en ætli það séu margir sem láti þessa fantasíu verða að veruleika? 26. ágúst 2019 19:45 Sönn íslensk makamál: Upphleypt og einhleyp Í síðasta pistli mínum minntist ég aðeins á útlit og svokallaða útlitsbrenglun. Flest okkar tengja við einhvers konar óöryggi varðandi útlit á vissum tímabilum í lífi okkar. Hvað er það sem breytist varðandi sjálfsímyndina þína þegar þú verður einhleypur eftir mörg ár í sambandi? Það sem gerðist hjá mér er að ég varð óörugg. 23. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Spurning vikunnar: Hver er fyrsta manneskjan sem þú leitar til þegar þér líður illa? Þegar eitthvað bjátar á hver er þá fyrsta manneskjan sem þú leitar til? Það getur auðvitað verið misjafnt eftir því hvað það er sem er að hrjá okkur hvert við leitum en oft er það einhvern einn sem að er aðilinn sem við ósjálfrátt hringjum í fyrst þegar eitthvað kemur upp á. 23. ágúst 2019 09:30
Þriðjungur hefur stundað kynlíf með fleiri en einum í einu Í spurningu síðustu viku spurðum við að því hvort fólk hafi stundað kynlíf með fleiri en einum í einu. Að sænga hjá tveimur manneskjum eða fleiri í einu er eitt af algengum fantasíum en ætli það séu margir sem láti þessa fantasíu verða að veruleika? 26. ágúst 2019 19:45
Sönn íslensk makamál: Upphleypt og einhleyp Í síðasta pistli mínum minntist ég aðeins á útlit og svokallaða útlitsbrenglun. Flest okkar tengja við einhvers konar óöryggi varðandi útlit á vissum tímabilum í lífi okkar. Hvað er það sem breytist varðandi sjálfsímyndina þína þegar þú verður einhleypur eftir mörg ár í sambandi? Það sem gerðist hjá mér er að ég varð óörugg. 23. ágúst 2019 11:15