Lagðist í melgresið og úr varð sería Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 28. ágúst 2019 10:00 Þorgrímur byrjaði að mála fyrir slysni þegar hann var í Hollandi að læra tónsmíðar. Mynd/Einar Rafnsson Ég byrjaði að mála árið 2010, þá var ég í Hollandi að læra tónsmíðar. Ég eiginlega rambaði inn á þetta fyrir slysni, féll í kjölfarið algjörlega fyrir myndlistinni og síðustu fjögur ár hef ég alfarið verið að mála,“ segir Þorgrímur Andri Einarsson, en myndlistarsýning hans, Uppbrot, stendur nú yfir í Galleríi Fold. Þetta er þriðja einkasýning Þorgríms í Galleríi Fold en hann sýnir reglulega erlendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. „Ég hef mest verið að sýna í Denver í Colorado og svo Kaliforníu. Ég nálgaðist sjálfur annað galleríið, Abend Gallery, með samstarf í huga. Galleríið í Kaliforníu, Vanessa Roth Fine Art, hafði svo samband við mig og óskaði eftir samstarfi í gegnum samfélagsmiðla.“ Á nýjustu sýningu Þorgríms, Uppbroti, eru um fimmtán verk. „Nafnið á sýningunni kemur svolítið frá því hvað ég var að hugsa við gerð verkanna, að taka raunsæið í viðfangsefninu og brjóta það upp en líka flötinn á verkinu sjálfu, á frekar óhefðbundinn hátt.“ Hann segir stíl sinn hafa þróast mikið síðustu ár, upphaflega hafi hann fyrst og fremst verið í raunsæjum olíuverkum. Þegar á leið hafi honum byrjað að finnast það leiðinlegt til lengdar og fullþvingað. „Þannig að stíllinn er að þróast og taka hægt á sig nýja mynd. En viðfangsefni mín á þessari sýningu eru nokkuð ólík. Það eru hauskúpur, módel, hestar og landslag.“ Ein myndaserían á sýningunni er tileinkuð melgresi.Ein af myndunum sem eru til sýnis núna í Galleríi Fold.„Sá innblástur kom fyrir slysni. Ég og konan mín eignuðumst tvíbura fyrir tveimur árum, sem gefur að skilja var það mikið álag, að verða svona nýir foreldrar. Við vorum meira og minna ósofin í nokkra mánuði. Pabbi kom öðru hvoru yfir og passaði fyrir okkur.“ Þá hafi Þorgrímur stundum nýtt tækifærið og farið út með myndavélina sína. „Eitt skiptið endaði ég úti á Gróttu þar sem melgresið er, þykkt og gróft gras sem finnst ekki víða. Ég var þarna alveg örmagna, í raun fyrst og fremst að hvíla mig, þannig að ég lagðist niður. Þá tók ég eftir ýmsum myndbyggingum birtast í grasinu.“ Þá hafi hann byrjað að mynda og fundið alls konar skemmtileg sjónarhorn. „Þannig að upp úr þessu volæðisástandi sem ég var í þá varð til mjög spennandi myndasería, sem er svo núna til sýnis. Þessar myndir hafa slegið í gegn á Instagraminu hjá mér, því þær eru svolítið öðruvísi og spennandi.“ Þorgrímur er með yfir 60 þúsund fylgjendur á Instagram. „Það hefur gefið mér mörg tækifæri. Ég hef verið fenginn til að halda fyrirlestra og námskeið erlendis í gegnum Instagram. Ég hélt námskeið sem seldist upp á í Toskana, og verð með annað námskeið þar 1.-7. október. Svo var ég nýverið fenginn til að halda námskeið í Svíþjóð en það er allt á byrjunarstigi.“ Sýningin Uppbrot er í Galleríi Fold og stendur út sunnudaginn 1. september. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Ég byrjaði að mála árið 2010, þá var ég í Hollandi að læra tónsmíðar. Ég eiginlega rambaði inn á þetta fyrir slysni, féll í kjölfarið algjörlega fyrir myndlistinni og síðustu fjögur ár hef ég alfarið verið að mála,“ segir Þorgrímur Andri Einarsson, en myndlistarsýning hans, Uppbrot, stendur nú yfir í Galleríi Fold. Þetta er þriðja einkasýning Þorgríms í Galleríi Fold en hann sýnir reglulega erlendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. „Ég hef mest verið að sýna í Denver í Colorado og svo Kaliforníu. Ég nálgaðist sjálfur annað galleríið, Abend Gallery, með samstarf í huga. Galleríið í Kaliforníu, Vanessa Roth Fine Art, hafði svo samband við mig og óskaði eftir samstarfi í gegnum samfélagsmiðla.“ Á nýjustu sýningu Þorgríms, Uppbroti, eru um fimmtán verk. „Nafnið á sýningunni kemur svolítið frá því hvað ég var að hugsa við gerð verkanna, að taka raunsæið í viðfangsefninu og brjóta það upp en líka flötinn á verkinu sjálfu, á frekar óhefðbundinn hátt.“ Hann segir stíl sinn hafa þróast mikið síðustu ár, upphaflega hafi hann fyrst og fremst verið í raunsæjum olíuverkum. Þegar á leið hafi honum byrjað að finnast það leiðinlegt til lengdar og fullþvingað. „Þannig að stíllinn er að þróast og taka hægt á sig nýja mynd. En viðfangsefni mín á þessari sýningu eru nokkuð ólík. Það eru hauskúpur, módel, hestar og landslag.“ Ein myndaserían á sýningunni er tileinkuð melgresi.Ein af myndunum sem eru til sýnis núna í Galleríi Fold.„Sá innblástur kom fyrir slysni. Ég og konan mín eignuðumst tvíbura fyrir tveimur árum, sem gefur að skilja var það mikið álag, að verða svona nýir foreldrar. Við vorum meira og minna ósofin í nokkra mánuði. Pabbi kom öðru hvoru yfir og passaði fyrir okkur.“ Þá hafi Þorgrímur stundum nýtt tækifærið og farið út með myndavélina sína. „Eitt skiptið endaði ég úti á Gróttu þar sem melgresið er, þykkt og gróft gras sem finnst ekki víða. Ég var þarna alveg örmagna, í raun fyrst og fremst að hvíla mig, þannig að ég lagðist niður. Þá tók ég eftir ýmsum myndbyggingum birtast í grasinu.“ Þá hafi hann byrjað að mynda og fundið alls konar skemmtileg sjónarhorn. „Þannig að upp úr þessu volæðisástandi sem ég var í þá varð til mjög spennandi myndasería, sem er svo núna til sýnis. Þessar myndir hafa slegið í gegn á Instagraminu hjá mér, því þær eru svolítið öðruvísi og spennandi.“ Þorgrímur er með yfir 60 þúsund fylgjendur á Instagram. „Það hefur gefið mér mörg tækifæri. Ég hef verið fenginn til að halda fyrirlestra og námskeið erlendis í gegnum Instagram. Ég hélt námskeið sem seldist upp á í Toskana, og verð með annað námskeið þar 1.-7. október. Svo var ég nýverið fenginn til að halda námskeið í Svíþjóð en það er allt á byrjunarstigi.“ Sýningin Uppbrot er í Galleríi Fold og stendur út sunnudaginn 1. september.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira