„Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 21:30 Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. Prófessor í stjórnmálafræði segir algjöra upplausn ríkja í breskum stjórnmálum. Málið sé fordæmalaust þar sem stjórnmálamenn hafi ekki áður notað úrræðið til þess að koma fram sínum vilja. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, óskaði eftir því við Elísabetu Englandsdrottningu þingi yrði frestað í september, aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman. Drottningin féllst á beiðnina og verður þingi frestað á milli 9. til 12. september og kemur þá ekki aftur saman fyrr en 14. október. Sagði Johnson þetta gert til að vinna að stefnumálum nýrrar ríkisstjórnar sem þá verði kynnt í ræðu drottningar. „Við þurfum að leggja fram ný og mikilvæg lagafrumvörp. Þess vegna þarf drottningin að halda ræðu þann 14. október,“ segir Johnson. Það þykir hins vegar nokkuð augljóst að þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þingið geti stöðvað eða haft áhrif á samningslausa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Forsætisráðherrann ráðskast með lýðræði okkar í þeim tilgangi að þvinga fram útgöngu úr ESB án samnings,“ segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Boðað var til mótmæla fyrir utan þinghúsið í dag og þegar hafa safnast yfir 600.000 undirskriftir þar sem aðgerðinni er mótmælt. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæðurnar fordæmalausar. „Það er alveg augljóst að forsætisráðherrann beitir þessari aðferð til þess að koma sínum vilja fram og stöðva þá hið lýðræðislega aðhald sem þinginu er ætlað að veita. Það er allavega algjör upplausn í breskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Líklegt sé að vantrauststillaga verði lögð fram. „Forseti þings, sem ákveður það hvort hægt sé að taka mál strax fyrir og setur það þá inn á dagskrá, hann hefur lýst þessari aðferð í dag sem algjöru hneyksli þannig að ég myndi halda að sú tillaga kæmi strax til afgreiðslu.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Sjá meira
Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. Prófessor í stjórnmálafræði segir algjöra upplausn ríkja í breskum stjórnmálum. Málið sé fordæmalaust þar sem stjórnmálamenn hafi ekki áður notað úrræðið til þess að koma fram sínum vilja. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, óskaði eftir því við Elísabetu Englandsdrottningu þingi yrði frestað í september, aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman. Drottningin féllst á beiðnina og verður þingi frestað á milli 9. til 12. september og kemur þá ekki aftur saman fyrr en 14. október. Sagði Johnson þetta gert til að vinna að stefnumálum nýrrar ríkisstjórnar sem þá verði kynnt í ræðu drottningar. „Við þurfum að leggja fram ný og mikilvæg lagafrumvörp. Þess vegna þarf drottningin að halda ræðu þann 14. október,“ segir Johnson. Það þykir hins vegar nokkuð augljóst að þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þingið geti stöðvað eða haft áhrif á samningslausa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Forsætisráðherrann ráðskast með lýðræði okkar í þeim tilgangi að þvinga fram útgöngu úr ESB án samnings,“ segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Boðað var til mótmæla fyrir utan þinghúsið í dag og þegar hafa safnast yfir 600.000 undirskriftir þar sem aðgerðinni er mótmælt. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæðurnar fordæmalausar. „Það er alveg augljóst að forsætisráðherrann beitir þessari aðferð til þess að koma sínum vilja fram og stöðva þá hið lýðræðislega aðhald sem þinginu er ætlað að veita. Það er allavega algjör upplausn í breskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Líklegt sé að vantrauststillaga verði lögð fram. „Forseti þings, sem ákveður það hvort hægt sé að taka mál strax fyrir og setur það þá inn á dagskrá, hann hefur lýst þessari aðferð í dag sem algjöru hneyksli þannig að ég myndi halda að sú tillaga kæmi strax til afgreiðslu.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Sjá meira
Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51
Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00
Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40