„Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 21:30 Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. Prófessor í stjórnmálafræði segir algjöra upplausn ríkja í breskum stjórnmálum. Málið sé fordæmalaust þar sem stjórnmálamenn hafi ekki áður notað úrræðið til þess að koma fram sínum vilja. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, óskaði eftir því við Elísabetu Englandsdrottningu þingi yrði frestað í september, aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman. Drottningin féllst á beiðnina og verður þingi frestað á milli 9. til 12. september og kemur þá ekki aftur saman fyrr en 14. október. Sagði Johnson þetta gert til að vinna að stefnumálum nýrrar ríkisstjórnar sem þá verði kynnt í ræðu drottningar. „Við þurfum að leggja fram ný og mikilvæg lagafrumvörp. Þess vegna þarf drottningin að halda ræðu þann 14. október,“ segir Johnson. Það þykir hins vegar nokkuð augljóst að þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þingið geti stöðvað eða haft áhrif á samningslausa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Forsætisráðherrann ráðskast með lýðræði okkar í þeim tilgangi að þvinga fram útgöngu úr ESB án samnings,“ segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Boðað var til mótmæla fyrir utan þinghúsið í dag og þegar hafa safnast yfir 600.000 undirskriftir þar sem aðgerðinni er mótmælt. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæðurnar fordæmalausar. „Það er alveg augljóst að forsætisráðherrann beitir þessari aðferð til þess að koma sínum vilja fram og stöðva þá hið lýðræðislega aðhald sem þinginu er ætlað að veita. Það er allavega algjör upplausn í breskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Líklegt sé að vantrauststillaga verði lögð fram. „Forseti þings, sem ákveður það hvort hægt sé að taka mál strax fyrir og setur það þá inn á dagskrá, hann hefur lýst þessari aðferð í dag sem algjöru hneyksli þannig að ég myndi halda að sú tillaga kæmi strax til afgreiðslu.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Sjá meira
Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. Prófessor í stjórnmálafræði segir algjöra upplausn ríkja í breskum stjórnmálum. Málið sé fordæmalaust þar sem stjórnmálamenn hafi ekki áður notað úrræðið til þess að koma fram sínum vilja. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, óskaði eftir því við Elísabetu Englandsdrottningu þingi yrði frestað í september, aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman. Drottningin féllst á beiðnina og verður þingi frestað á milli 9. til 12. september og kemur þá ekki aftur saman fyrr en 14. október. Sagði Johnson þetta gert til að vinna að stefnumálum nýrrar ríkisstjórnar sem þá verði kynnt í ræðu drottningar. „Við þurfum að leggja fram ný og mikilvæg lagafrumvörp. Þess vegna þarf drottningin að halda ræðu þann 14. október,“ segir Johnson. Það þykir hins vegar nokkuð augljóst að þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þingið geti stöðvað eða haft áhrif á samningslausa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Forsætisráðherrann ráðskast með lýðræði okkar í þeim tilgangi að þvinga fram útgöngu úr ESB án samnings,“ segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Boðað var til mótmæla fyrir utan þinghúsið í dag og þegar hafa safnast yfir 600.000 undirskriftir þar sem aðgerðinni er mótmælt. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæðurnar fordæmalausar. „Það er alveg augljóst að forsætisráðherrann beitir þessari aðferð til þess að koma sínum vilja fram og stöðva þá hið lýðræðislega aðhald sem þinginu er ætlað að veita. Það er allavega algjör upplausn í breskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Líklegt sé að vantrauststillaga verði lögð fram. „Forseti þings, sem ákveður það hvort hægt sé að taka mál strax fyrir og setur það þá inn á dagskrá, hann hefur lýst þessari aðferð í dag sem algjöru hneyksli þannig að ég myndi halda að sú tillaga kæmi strax til afgreiðslu.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Sjá meira
Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51
Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00
Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40