Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 23:45 Ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlans, um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda Brexit hefur sætt mikilli gagnrýni. vísir/getty Hópur breskra þingmanna, þvert á flokka, býr sig nú undir það sem lýst er sem sögulegum átökum við forsætisráðherrann Boris Johnson eftir ákvörðun hans í dag um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í október. Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Lítill tími er til stefnu í næstu viku til þess að koma lagasetningu þess í gegnum þingið vegna þingfrestunarinnar, en að því er fram kemur á vef Guardian hafa þingmennirnir hins vegar sammælst um að reyna að gera allt sem þeir geta til þess að flýta fyrir slíkri lagasetningu þegar þing kemur saman á ný í byrjun september og áður en því verður svo frestað rúmri viku síðar. Frumvarpið fæli það í sér að Bretland myndi ekki ganga úr ESB þann 31. október eins og nú er stefnt að ef ríkisstjórn Johnson nær ekki samningi við sambandið um útgönguna.Einræðistilburðir og árás á lýðræðið Ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefur verið harðlega gagnrýnd í dag. Er talið að með þingfrestun sé forsætisráðherrann að reyna að koma í veg fyrir að neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva Brexit án samnings. Hefur Johnson verið sakaður um að einræðistilburði, ákvörðunin sögð árás á lýðræðið, svívirða við stjórnarskrána og líkt við valdarán. Hundruð komu saman í miðborg London til mótmæla í kvöld og þá hafa á nokkrum klukkutímum safnast yfir milljón undirskriftir á undirskriftalista þar sem þingfrestuninni er mótmælt. Johnson hefur neitað því að með frestun á þingstörfum sé hann að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir lagasetningu sem myndi taka fyrir samningslaust Brexit. Vikurnar fimm muni nýtast ríkisstjórn hans til þess að undirbúa mikilvæg innanríkismál á borð við fjármögnun heilbrigðiskerfisins og hvernig berjast eigi gegn glæpum. Johnson hefur sagt að markmið hans í ríkisstjórn sé að Brexit verði að veruleika þann 31. október. Því markmiði ætli hann að ná ella deyja. Verði ekki búið að ná samningum við ESB um útgönguna er forsætisráðherrann tilbúinn til að þess að ganga úr sambandinu án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Hópur breskra þingmanna, þvert á flokka, býr sig nú undir það sem lýst er sem sögulegum átökum við forsætisráðherrann Boris Johnson eftir ákvörðun hans í dag um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í október. Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Lítill tími er til stefnu í næstu viku til þess að koma lagasetningu þess í gegnum þingið vegna þingfrestunarinnar, en að því er fram kemur á vef Guardian hafa þingmennirnir hins vegar sammælst um að reyna að gera allt sem þeir geta til þess að flýta fyrir slíkri lagasetningu þegar þing kemur saman á ný í byrjun september og áður en því verður svo frestað rúmri viku síðar. Frumvarpið fæli það í sér að Bretland myndi ekki ganga úr ESB þann 31. október eins og nú er stefnt að ef ríkisstjórn Johnson nær ekki samningi við sambandið um útgönguna.Einræðistilburðir og árás á lýðræðið Ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefur verið harðlega gagnrýnd í dag. Er talið að með þingfrestun sé forsætisráðherrann að reyna að koma í veg fyrir að neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva Brexit án samnings. Hefur Johnson verið sakaður um að einræðistilburði, ákvörðunin sögð árás á lýðræðið, svívirða við stjórnarskrána og líkt við valdarán. Hundruð komu saman í miðborg London til mótmæla í kvöld og þá hafa á nokkrum klukkutímum safnast yfir milljón undirskriftir á undirskriftalista þar sem þingfrestuninni er mótmælt. Johnson hefur neitað því að með frestun á þingstörfum sé hann að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir lagasetningu sem myndi taka fyrir samningslaust Brexit. Vikurnar fimm muni nýtast ríkisstjórn hans til þess að undirbúa mikilvæg innanríkismál á borð við fjármögnun heilbrigðiskerfisins og hvernig berjast eigi gegn glæpum. Johnson hefur sagt að markmið hans í ríkisstjórn sé að Brexit verði að veruleika þann 31. október. Því markmiði ætli hann að ná ella deyja. Verði ekki búið að ná samningum við ESB um útgönguna er forsætisráðherrann tilbúinn til að þess að ganga úr sambandinu án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
„Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30
Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40