Tónlist

Bubbi lék á als oddi í Garðpartýi Bylgjunnar

Andri Eysteinsson skrifar
Bubbi hefur engu gleymt.
Bubbi hefur engu gleymt. Vísir/Daníel Ágústsson
Laugardaginn 24. ágúst síðastliðinn var Menningarnótt haldin hátíðleg í Reykjavík með tilheyrandi viðburðum. Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Bubbi Morthens.

Bubbi sem nýlega hefur gefið út plötuna Regnbogans stræti flutti bæði ný lög af plötunni sem og gömlu góðu Bubba lögin sem allir kannast við. Líkt og fleiri var Bubbi í miklu stuði á sviðinu og sýndi að hann hefur engu gleymt.

Áætlað hafði verið að Bubbi myndi spila í Garðpartýi Bylgjunnar í fyrra en vegna veikinda forfallaðist söngvarinn. Bubbi var lagður inn á spítala og sagði eftir að hafa útskrifast af spítalanum að hann væri heppinn að vera á lífi.

Sjá einnig: Bubbi segist heppinn að vera enn á lífi

Bubbi var því með orku á við tvenna tónleika í Hljómskálagarðinum á laugardaginn og lék eftirfarandi lög fyrir tónleikagesti. Sjá má tónleika Bubba Morthens á Menningarnótt í heild sinni hér að neðan.

Blindsker,

Límdu saman heiminn minn, af plötunni Regnbogans stræti

Án þín, ásamt Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, af plötunni Regnbogans stræti

Skríða, af plötunni Regnbogans stræti

Hrognin eru að koma,

Afgan,

Stál og hnífur,

Rómeó og Júlía,

Fjöllin hafa vakað,

Sjá má tónleikana í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Borche elskar Bubba Morthens

Einn heitasti aðdáandi Bubba Morthens er hinn magnaði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, og það truflar hann ekkert að Bubbi skuli vera KR-ingur og syngi þess utan KR-lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×