Ung framlína á móti Ungverjum og Sandra byrjar í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 17:30 Hlín Eiríksdóttir í leik með Val í Pepsi Max deildinni í sumar. Vísir/Bára Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli í kvöld en þetta er fyrsti leikur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2021 og fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Sandra Sigurðardóttir stendur í marki í íslenska liðsins og það kemur síðan lítið á óvart í vali Jóns Þórs á varnar- og miðjumönnum liðsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Ingibjörg Sigurðardóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru vanar því að mynda saman varnarlínu Íslands og á miðjunni eru síðan þrjár af bestu knattspyrnukonum landsins eða þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Jón Þór teflir hins vegar fram ungri framlínu á móti Ungverjum í kvöld en þar eru allir leikmenn yngri en 25 ára og tvær af þremur eru fæddar í kringum aldarmótin. Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi! This is how we start our game against Hungary!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/3Sd3ZvIIOS— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2019 Agla María Albertsdóttir (fædd 1999) og Hlín Eiríksdóttir (fædd 2000) eru þar sitt hvorum megin við Elínu Mettu Jensen (fædd 1995). Allar hafa þær farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna í sumar en þetta eru þrír markahæstu leikmenn deildarinnar, Elín Metta og Hlín með fimmtán mörk og Agla María með tólf mörk. Reynsluboltarnir Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir þurfa því allar að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum í kvöld.Byrjunarlið Íslands á móti Ungverjum í kvöld:Markvörður Sandra Sigurðardóttir | ValurVarnarmenn Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Hallbera Guðný Gísladóttir | ValurMiðjumenn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Dagný Brynjarsdóttir | Portland ThornsSóknarmenn Hlín Eiríksdóttir | Valur Elín Metta Jensen | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik EM 2021 í Englandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli í kvöld en þetta er fyrsti leikur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2021 og fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Sandra Sigurðardóttir stendur í marki í íslenska liðsins og það kemur síðan lítið á óvart í vali Jóns Þórs á varnar- og miðjumönnum liðsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Ingibjörg Sigurðardóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru vanar því að mynda saman varnarlínu Íslands og á miðjunni eru síðan þrjár af bestu knattspyrnukonum landsins eða þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Jón Þór teflir hins vegar fram ungri framlínu á móti Ungverjum í kvöld en þar eru allir leikmenn yngri en 25 ára og tvær af þremur eru fæddar í kringum aldarmótin. Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi! This is how we start our game against Hungary!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/3Sd3ZvIIOS— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2019 Agla María Albertsdóttir (fædd 1999) og Hlín Eiríksdóttir (fædd 2000) eru þar sitt hvorum megin við Elínu Mettu Jensen (fædd 1995). Allar hafa þær farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna í sumar en þetta eru þrír markahæstu leikmenn deildarinnar, Elín Metta og Hlín með fimmtán mörk og Agla María með tólf mörk. Reynsluboltarnir Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir þurfa því allar að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum í kvöld.Byrjunarlið Íslands á móti Ungverjum í kvöld:Markvörður Sandra Sigurðardóttir | ValurVarnarmenn Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Hallbera Guðný Gísladóttir | ValurMiðjumenn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Dagný Brynjarsdóttir | Portland ThornsSóknarmenn Hlín Eiríksdóttir | Valur Elín Metta Jensen | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik
EM 2021 í Englandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Sjá meira