Elín Metta: Eins gott við rifum okkur upp í síðari hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2019 21:28 „Bara nokkuð sátt, mikilvægast að fá þrjú stig og geggjað að skora tvö mörk,“ sagði Elín Metta Jensen eftir 4-1 sigur Íslands á Ungverjalandi í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Elín Metta gerði tvö mörk í leiknum ásamt því að leggja upp annað en hún var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands í kvöld. Þá hefði hún mögulega átt að fá vítaspyrnu. „Mér fannst við bara ólíkar sjálfum okkur á þessu tímabili og eins gott við rifum okkur upp í síðari hálfleik. Fannst við sýna allt annað og miklu meiri karakter í síðari hálfleik,“ sagði Elín Metta um síðari hluta fyrri hálfleiks sem var vægast sagt dapur hjá íslenska liðinu. „Hann fór yfir stöðuna og var ekkert að skafa utan af hlutunum, getum orðað svoleiðis. Við tókum það til okkar og mér fannst við gera miklu betur,“ sagði Elín Metta um hvað Jón Þór, þjálfari liðsins, hefði sagt við þær í hálfleik. „Klárlega, seinni hálfleikur var til fyrirmyndar hjá okkur en það er margt sem við getum lært af úr fyrri hálfleiknum,“ sagði Elín Metta aðspurð hvort markmiðið á mánudaginn væri ekki að leika allar 90 mínúturnar eins og seinni 45 í kvöld. „Já gæti alveg verið, ég veit það ekki alveg en ég er nokkuð sátt,“ sagði Elín Metta að lokum þegar hún var spurð hvort þetta væri einn af hennar betri eða jafnvel besti landsleikur en eins og áður sagði var Elín frábær í fremstu víglínu og var hún valin maður leiksins hér á Vísi. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
„Bara nokkuð sátt, mikilvægast að fá þrjú stig og geggjað að skora tvö mörk,“ sagði Elín Metta Jensen eftir 4-1 sigur Íslands á Ungverjalandi í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Elín Metta gerði tvö mörk í leiknum ásamt því að leggja upp annað en hún var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands í kvöld. Þá hefði hún mögulega átt að fá vítaspyrnu. „Mér fannst við bara ólíkar sjálfum okkur á þessu tímabili og eins gott við rifum okkur upp í síðari hálfleik. Fannst við sýna allt annað og miklu meiri karakter í síðari hálfleik,“ sagði Elín Metta um síðari hluta fyrri hálfleiks sem var vægast sagt dapur hjá íslenska liðinu. „Hann fór yfir stöðuna og var ekkert að skafa utan af hlutunum, getum orðað svoleiðis. Við tókum það til okkar og mér fannst við gera miklu betur,“ sagði Elín Metta um hvað Jón Þór, þjálfari liðsins, hefði sagt við þær í hálfleik. „Klárlega, seinni hálfleikur var til fyrirmyndar hjá okkur en það er margt sem við getum lært af úr fyrri hálfleiknum,“ sagði Elín Metta aðspurð hvort markmiðið á mánudaginn væri ekki að leika allar 90 mínúturnar eins og seinni 45 í kvöld. „Já gæti alveg verið, ég veit það ekki alveg en ég er nokkuð sátt,“ sagði Elín Metta að lokum þegar hún var spurð hvort þetta væri einn af hennar betri eða jafnvel besti landsleikur en eins og áður sagði var Elín frábær í fremstu víglínu og var hún valin maður leiksins hér á Vísi.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54
Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00