Í Stykkishólmi eru nokkrir veitingastaðir sem eru alltaf jafn vinsælir hjá heimamönnum og ferðamönnum. Narfeyrarstofa er einn af þessum stöðum en þar vekur sérstaka athygli á veitingamaðurinn er með sína eigin kjötvinnslu þar sem hann vinnur allt sitt lambakjöt sjálfur áður en það fer á diskinn hjá gestum veitingastaðarins.
„Við vinnum allt okkar kjöt sjálf, tökum það hér úr nágrenninu frá bænum Helgafelli. Við vinnum kjötið niður í steikur, nýtum allt af skepnunni, það er ekki bara fille, sem vex af lambinu, það þarf að nota aðeins meira“, segir Sæþór.
Sæþór er nú þegar farin að undirbúa jólin þrátt fyrir að það séu nokkrir mánuðir í að þau gangi í garð.
„Já, já, nú er verið að skinkugera ær læri, þau taka mjög langan tíma í verkun. Þetta er búin að vera mjög vinsæl vara hjá okkur. Þetta er bara frábær matur, ærkjötið er mjög vanmetið kjöt. Þetta er bragð mikið kjöt og alveg frábært í allskonar verkun“.

