Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Grindavík 2-1│Fylkir tók stigin þrjú í Lautinni Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 22:30 Fylkismenn fagna. vísir/bára Fylkir hafði betur í sannkölluðum 6 stiga leik er liðið vann 2-1 sigur á Grindavík í Árbænum í kvöld. Fylkir leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 2-0. Það dró til tíðinda strax í þriðju mínútu þegar Ragnar Bragi Sveinsson fiskaði vítaspyrnu fyrir heimamenn. Josip Zeba gerðist þar brotlegur og vítaspyrna dæmd. Geoffrey Castillion fór á punktinn og skoraði af öruggi. Fylkir jok síðan forystuna á 15. mínútu með marki frá Hákoni Inga Jónssyni. Eftir skemmtilegt spil Geoffrey Castillion og Daða Ólafssonar barst boltinn til Hákonar sem setti boltann snyrtilega í netið og Fylkir leiddi með tveimur mörkum eftir aðeins stundarfjórðungs leik. Það voru heimamenn sem áttu fyrri hálfleikinn og voru líklegri til að bæta við öðru marki frekar en að Grindavík tækist að skora. Gestirnir náðu ekki að skapa sér neitt af viti í fyrri hálfleik og voru það heimamenn sem leiddu með tveimur mörkum að honum loknum, 2-0. Síðari hálfleikurinn er líklega sá atkvæða minnsti í Pepsí Max deildinni í sumar. Fylkir lá til baka til að verja stigin þrjú á meðan Grindavík reyndi að skapa sér eitthvað inní teig heimamanna án árangurs. Það var þó á loka mínútu uppbótartímanns er gestunum tókst að koma boltanum í netið. Sigurjón Rúnarsson, sem hafði komið inn sem varamaður, skoraði þá fyrir Grindavík en leiknum lauk svo skömmu síðar. Lokatölur í Árbænum, 2-1 fyrir Fylki sem fagnaði innilega mikilvægum sigri. Sanngjörn úrslit eftir virkilega góða byrjun heimamanna. Castillion skoraði fyrra mark Fylkis úr vítaspyrnu.vísir/báraAf hverju vann Fylkir? Þeir hófu leikinn af krafti og eftir að hafa skorað tvö mörk á korteri var sjálfstraustið mikið og þeir voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var gríðalega slakur en það má þó hrósa Fylkismönnum fyrir að standast svokallaða pressu frá Grindavík sem reyndu að svæfa leikinn og nýta sér skyndisóknir í kjölfarið. Hverjir stóðu upp úr?Erfitt að gera uppá milli Daða Ólafssonar og Castillion sem menn leiksins. Báðir voru þeir atkvæðamiklir í sókn Fylkis og komu að mörkum leiksins. Ásamt þeim þá voru þeir Ólafur Ingi Skúlason og Helgi Valur Daníelsson góðir í kvöld og skiluðu sýnu. Hvað gekk illa? Grindavík átti, eins og svo oft áður, erfitt með að skapa sér eitthvað af viti. Þeir voru mikið með boltann í síðari hálfleik en svo gerðist ekkert þegar þeir nálguðust teiginn. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn fær Grindavík HK í heimsókn, það verður erfiður leikur fyrir Grindvíkinga að mæta sjóðandi heitum HK-ingum sem unnu stórsigur á KR í þessari umferð. Enn á meðan þeim leik stendur mætir Fylkir FH í hafnarfirði, einnig verðugt verkefni þar fyrir Fylkismenn.Helgi var kátur með stigin þrjú.vísir/báraHelgi: Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu „Þetta er mikill léttir,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-1 sigurinn á Grindavík í kvöld. Fylkir skoraði tvö mörk strax í upphafi leiks og missti þá forystu ekki niður. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og mér fannst þetta vera nokkuð öruggt allan tímann. Við náðum að skora tvö mörk snemma leiks og náðum að halda þeim að mestu frá markinu. Við vissum alveg að þeir myndu fá einhver færi í leiknum, það pirraði mig samt að þeir skyldu skora þetta mark í lokin en við unnum leikinn og það er það sem er mikilvægast.“ Fylkir þétti vörnina í seinni hálfleik og voru Grindvíkingar meira með boltann meðan Fylkismenn gáfu full mikið færi á sér. Helgi segir að það hafi ekki verið planið en að þeir hafi viljað halda hreinu og sigurinn sé það sem skiptir öllu máli. „Það sem við vildum gera í seinni hálfleik var að halda markinu hreinu, vera grimmir, vinna boltann á miðju svæðinu og keyra hratt á þá á meðan þeir reyndu að minnka muninn. Við vissum alltaf að þeir kæmu með einhver áhlaup en við vorum bara ekki nógu klókir. Við vörðumst hins vegar vel og sigurinn var sanngjarn.“ Geoffrey Castillion fékk að líta gula spjaldið er hann henti frá sér boltanum. Engu líkara var en að hann hafi reynt að sækja sér þetta spjald sem setur hann í leikbann í næstu umferð. Næsti leikur er gegn FH en hann hefði ekki spilað þann leik hvort sem var þar sem hann er á láni frá FH. Helgi segir að ekkert hafi verið á bakvið þetta spjald hjá Castillion. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi sem hafði ekkert meira um þetta að segja. Fylkir mætir, eins og áður sagði FH, í næstu umferð. Helgi segir að þeir séu meðvitaðir um mikilvægi allra leikja á þessum tímapunkti og að það sé ekki í boði að slaka á í eina einustu mínútu það sem eftir er tímabils. „Allir leikir í þessari deild eru erfiðir sama hvort það sé FH eða Grindavík. Þetta eru allt úrslitaleikir miðað við það hvernig deildin er að spilast. Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu og við erum alveg meðvitaðir um það. FH leikurinn er gott próf fyrir okkur, við gerðum jafntefli við þá síðast og ætlum okkur það ef ekki meira,“ sagði Helgi um leikinn gegn FH í næstu umferð.Túfa var ekki sáttur með tapið í Árbænum.vísir/báraTúfa: Þetta var strax langsóttSrdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, var svekktur að leik loknum og þá aðallega með fyrstu mínútur sinna manna sem höfðu fengið á sig tvö mörk eftir 15 mínútur. „Það var mjög svekkjandi hvernig við byrjuðum leikinn. Að vera 2-0 undir eftir 15 mínútur þá var þetta strax orðið langsótt,“ sagði Túfa. „Ég er samt ánægður með það hvernig við svörum eftir seinna markið en ósáttur að hafa fengið á okkur mark strax eftir 3 mínútur og 2-0 eftir korter þá er þetta erfitt.“ Josip Zeba gerðist brotlegur eftir tæpar þrjár mínútur sem leiddi til þess að Fylkir fékk vítaspyrnu. Marinó Axel Helgason missti síðan boltann á miðsvæðinu sem varð til þess að Fylkir skoraði annað mark skömmu síðar. Tufa segist ekki vilja dæma leikmenn út frá einstaka mistökum enda sé fótboltinn leikur mistaka. „Fótbolti er leikur mistaka og ég ætla ekki að fara að dæma leikmenn út frá einstaka mistökum. Aðal málið er hvernig við komum inní leikinn sem var svekkjandi. Því að við fengum síðan fullt af tækifærum í lok fyrri hálfleiks og seinni hálfleik til að ná í 1 eða 3 stig sem varð því miður ekki.“ Grindavík skoraði mark á loka mínútu leiksins, Tufa segir það mikilvægt fyrir liðið að hafa skorað þetta mark samt sem áður því það sýnir karakter og gefur mönnum eitthvað til að byggja á. „Klárlega, en eins og ég sagði þá hefði ég viljað sjá það fyrr því að við fengum önnur dauðafæri í leiknum en svona er þetta. Að hafa skorað þetta mark undir lokin sýnir karakter sem við tökum með okkur í næsta leik“ sagði Tufa að lokum. Pepsi Max-deild karla
Fylkir hafði betur í sannkölluðum 6 stiga leik er liðið vann 2-1 sigur á Grindavík í Árbænum í kvöld. Fylkir leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 2-0. Það dró til tíðinda strax í þriðju mínútu þegar Ragnar Bragi Sveinsson fiskaði vítaspyrnu fyrir heimamenn. Josip Zeba gerðist þar brotlegur og vítaspyrna dæmd. Geoffrey Castillion fór á punktinn og skoraði af öruggi. Fylkir jok síðan forystuna á 15. mínútu með marki frá Hákoni Inga Jónssyni. Eftir skemmtilegt spil Geoffrey Castillion og Daða Ólafssonar barst boltinn til Hákonar sem setti boltann snyrtilega í netið og Fylkir leiddi með tveimur mörkum eftir aðeins stundarfjórðungs leik. Það voru heimamenn sem áttu fyrri hálfleikinn og voru líklegri til að bæta við öðru marki frekar en að Grindavík tækist að skora. Gestirnir náðu ekki að skapa sér neitt af viti í fyrri hálfleik og voru það heimamenn sem leiddu með tveimur mörkum að honum loknum, 2-0. Síðari hálfleikurinn er líklega sá atkvæða minnsti í Pepsí Max deildinni í sumar. Fylkir lá til baka til að verja stigin þrjú á meðan Grindavík reyndi að skapa sér eitthvað inní teig heimamanna án árangurs. Það var þó á loka mínútu uppbótartímanns er gestunum tókst að koma boltanum í netið. Sigurjón Rúnarsson, sem hafði komið inn sem varamaður, skoraði þá fyrir Grindavík en leiknum lauk svo skömmu síðar. Lokatölur í Árbænum, 2-1 fyrir Fylki sem fagnaði innilega mikilvægum sigri. Sanngjörn úrslit eftir virkilega góða byrjun heimamanna. Castillion skoraði fyrra mark Fylkis úr vítaspyrnu.vísir/báraAf hverju vann Fylkir? Þeir hófu leikinn af krafti og eftir að hafa skorað tvö mörk á korteri var sjálfstraustið mikið og þeir voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var gríðalega slakur en það má þó hrósa Fylkismönnum fyrir að standast svokallaða pressu frá Grindavík sem reyndu að svæfa leikinn og nýta sér skyndisóknir í kjölfarið. Hverjir stóðu upp úr?Erfitt að gera uppá milli Daða Ólafssonar og Castillion sem menn leiksins. Báðir voru þeir atkvæðamiklir í sókn Fylkis og komu að mörkum leiksins. Ásamt þeim þá voru þeir Ólafur Ingi Skúlason og Helgi Valur Daníelsson góðir í kvöld og skiluðu sýnu. Hvað gekk illa? Grindavík átti, eins og svo oft áður, erfitt með að skapa sér eitthvað af viti. Þeir voru mikið með boltann í síðari hálfleik en svo gerðist ekkert þegar þeir nálguðust teiginn. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn fær Grindavík HK í heimsókn, það verður erfiður leikur fyrir Grindvíkinga að mæta sjóðandi heitum HK-ingum sem unnu stórsigur á KR í þessari umferð. Enn á meðan þeim leik stendur mætir Fylkir FH í hafnarfirði, einnig verðugt verkefni þar fyrir Fylkismenn.Helgi var kátur með stigin þrjú.vísir/báraHelgi: Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu „Þetta er mikill léttir,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-1 sigurinn á Grindavík í kvöld. Fylkir skoraði tvö mörk strax í upphafi leiks og missti þá forystu ekki niður. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og mér fannst þetta vera nokkuð öruggt allan tímann. Við náðum að skora tvö mörk snemma leiks og náðum að halda þeim að mestu frá markinu. Við vissum alveg að þeir myndu fá einhver færi í leiknum, það pirraði mig samt að þeir skyldu skora þetta mark í lokin en við unnum leikinn og það er það sem er mikilvægast.“ Fylkir þétti vörnina í seinni hálfleik og voru Grindvíkingar meira með boltann meðan Fylkismenn gáfu full mikið færi á sér. Helgi segir að það hafi ekki verið planið en að þeir hafi viljað halda hreinu og sigurinn sé það sem skiptir öllu máli. „Það sem við vildum gera í seinni hálfleik var að halda markinu hreinu, vera grimmir, vinna boltann á miðju svæðinu og keyra hratt á þá á meðan þeir reyndu að minnka muninn. Við vissum alltaf að þeir kæmu með einhver áhlaup en við vorum bara ekki nógu klókir. Við vörðumst hins vegar vel og sigurinn var sanngjarn.“ Geoffrey Castillion fékk að líta gula spjaldið er hann henti frá sér boltanum. Engu líkara var en að hann hafi reynt að sækja sér þetta spjald sem setur hann í leikbann í næstu umferð. Næsti leikur er gegn FH en hann hefði ekki spilað þann leik hvort sem var þar sem hann er á láni frá FH. Helgi segir að ekkert hafi verið á bakvið þetta spjald hjá Castillion. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi sem hafði ekkert meira um þetta að segja. Fylkir mætir, eins og áður sagði FH, í næstu umferð. Helgi segir að þeir séu meðvitaðir um mikilvægi allra leikja á þessum tímapunkti og að það sé ekki í boði að slaka á í eina einustu mínútu það sem eftir er tímabils. „Allir leikir í þessari deild eru erfiðir sama hvort það sé FH eða Grindavík. Þetta eru allt úrslitaleikir miðað við það hvernig deildin er að spilast. Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu og við erum alveg meðvitaðir um það. FH leikurinn er gott próf fyrir okkur, við gerðum jafntefli við þá síðast og ætlum okkur það ef ekki meira,“ sagði Helgi um leikinn gegn FH í næstu umferð.Túfa var ekki sáttur með tapið í Árbænum.vísir/báraTúfa: Þetta var strax langsóttSrdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, var svekktur að leik loknum og þá aðallega með fyrstu mínútur sinna manna sem höfðu fengið á sig tvö mörk eftir 15 mínútur. „Það var mjög svekkjandi hvernig við byrjuðum leikinn. Að vera 2-0 undir eftir 15 mínútur þá var þetta strax orðið langsótt,“ sagði Túfa. „Ég er samt ánægður með það hvernig við svörum eftir seinna markið en ósáttur að hafa fengið á okkur mark strax eftir 3 mínútur og 2-0 eftir korter þá er þetta erfitt.“ Josip Zeba gerðist brotlegur eftir tæpar þrjár mínútur sem leiddi til þess að Fylkir fékk vítaspyrnu. Marinó Axel Helgason missti síðan boltann á miðsvæðinu sem varð til þess að Fylkir skoraði annað mark skömmu síðar. Tufa segist ekki vilja dæma leikmenn út frá einstaka mistökum enda sé fótboltinn leikur mistaka. „Fótbolti er leikur mistaka og ég ætla ekki að fara að dæma leikmenn út frá einstaka mistökum. Aðal málið er hvernig við komum inní leikinn sem var svekkjandi. Því að við fengum síðan fullt af tækifærum í lok fyrri hálfleiks og seinni hálfleik til að ná í 1 eða 3 stig sem varð því miður ekki.“ Grindavík skoraði mark á loka mínútu leiksins, Tufa segir það mikilvægt fyrir liðið að hafa skorað þetta mark samt sem áður því það sýnir karakter og gefur mönnum eitthvað til að byggja á. „Klárlega, en eins og ég sagði þá hefði ég viljað sjá það fyrr því að við fengum önnur dauðafæri í leiknum en svona er þetta. Að hafa skorað þetta mark undir lokin sýnir karakter sem við tökum með okkur í næsta leik“ sagði Tufa að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti