Fjárfestar svartsýnir eftir forkosningar í Argentínu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. ágúst 2019 08:30 Mauricio Macri gekk ekki vel í forkosningunum þar sem hann hlaut aðeins 32 prósent atkvæða. Nordicphotos/AFP Mauricio Macri, forseti Argentínu, hét því í fyrrinótt að hann myndi vinna Argentínumenn aftur á sitt band áður en forsetakosningar fara fram í landinu í október næstkomandi. Markaðir í landinu hafa tekið afar skarpa dýfu í vikunni eftir að Macri tapaði óvænt forkosningum með miklum mun. Forkosningarnar, hugsaðar til þess að útiloka frambjóðendur með lítið sem ekkert fylgi frá forsetakosningunum, gefa vísbendingar um hver sigurvegari forsetakosninganna verður. Macri fékk um 32 prósent atkvæða en perónistinn Alberto Fernández, forsetaefni vinstriflokksins UCD, fékk tæp 48 prósent atkvæða. Höggið á mörkuðum var mikið. Virði hlutabréfa í kauphöllinni í Buenos Aires hefur lækkað um nærri helming frá því á kjördag og þá hefur gengi argentínska pesósins sömuleiðis fallið töluvert gagnvart Bandaríkjadal. „Við munum sjá þetta smita út frá sér að einhverju leyti. En við skulum ekki láta hlaupa með okkur í gönur,“ sagði Andrea Ianelli, fjárfestingarstjóri hjá Fidelity International, við bandaríska miðilinn CNBC um málið í gær. Það var einkum reiði vegna efnahagsmála sem olli tapi Macris, samkvæmt stjórnmálaskýrendum. Niðurskurðaraðgerðir hans í efnahagskreppunni sem ríður yfir Argentínu og mikil verðbólga hafa fært þjóðina aftur til vinstri og á því græða Fernández og varaforsetaefni hans, fyrrverandi forsetinn Cristina de Kirchner. Samkvæmt Financial Times óttast fjárfestar að með kjöri Fernández myndi Kirchner í raun komast aftur til valda. Í stjórnartíð hennar varð Argentína, samkvæmt blaðamanni viðskiptaritsins, ósnertanleg í augum alþjóðlegra fjárfesta vegna tíðra afskipta stjórnvalda af einkageiranum. Þá hefur Fernández sjálfur sagst ætla að hætta að greiða af vöxtum skulda sem hvíla á seðlabankanum. Þykir það sömuleiðis áhyggjuefni fyrir fjárfesta, samkvæmt Financial Times. Kirchner á sömuleiðis fjölda hneykslismála að baki. Hún hefur verið ákærð fyrir meintan þátt sinn í ellefu spillingarmálum í gegnum tíðina en ekki verið sakfelld til þessa. Í embætti beitti hún sér í stórum jafnréttisbaráttu- og mannréttindamálum. Til að mynda var samkynja pörum leyft að giftast í forsetatíð hennar og ein ítarlegasta löggjöf heims um réttindi trans fólks var samþykkt. Argentína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Mauricio Macri, forseti Argentínu, hét því í fyrrinótt að hann myndi vinna Argentínumenn aftur á sitt band áður en forsetakosningar fara fram í landinu í október næstkomandi. Markaðir í landinu hafa tekið afar skarpa dýfu í vikunni eftir að Macri tapaði óvænt forkosningum með miklum mun. Forkosningarnar, hugsaðar til þess að útiloka frambjóðendur með lítið sem ekkert fylgi frá forsetakosningunum, gefa vísbendingar um hver sigurvegari forsetakosninganna verður. Macri fékk um 32 prósent atkvæða en perónistinn Alberto Fernández, forsetaefni vinstriflokksins UCD, fékk tæp 48 prósent atkvæða. Höggið á mörkuðum var mikið. Virði hlutabréfa í kauphöllinni í Buenos Aires hefur lækkað um nærri helming frá því á kjördag og þá hefur gengi argentínska pesósins sömuleiðis fallið töluvert gagnvart Bandaríkjadal. „Við munum sjá þetta smita út frá sér að einhverju leyti. En við skulum ekki láta hlaupa með okkur í gönur,“ sagði Andrea Ianelli, fjárfestingarstjóri hjá Fidelity International, við bandaríska miðilinn CNBC um málið í gær. Það var einkum reiði vegna efnahagsmála sem olli tapi Macris, samkvæmt stjórnmálaskýrendum. Niðurskurðaraðgerðir hans í efnahagskreppunni sem ríður yfir Argentínu og mikil verðbólga hafa fært þjóðina aftur til vinstri og á því græða Fernández og varaforsetaefni hans, fyrrverandi forsetinn Cristina de Kirchner. Samkvæmt Financial Times óttast fjárfestar að með kjöri Fernández myndi Kirchner í raun komast aftur til valda. Í stjórnartíð hennar varð Argentína, samkvæmt blaðamanni viðskiptaritsins, ósnertanleg í augum alþjóðlegra fjárfesta vegna tíðra afskipta stjórnvalda af einkageiranum. Þá hefur Fernández sjálfur sagst ætla að hætta að greiða af vöxtum skulda sem hvíla á seðlabankanum. Þykir það sömuleiðis áhyggjuefni fyrir fjárfesta, samkvæmt Financial Times. Kirchner á sömuleiðis fjölda hneykslismála að baki. Hún hefur verið ákærð fyrir meintan þátt sinn í ellefu spillingarmálum í gegnum tíðina en ekki verið sakfelld til þessa. Í embætti beitti hún sér í stórum jafnréttisbaráttu- og mannréttindamálum. Til að mynda var samkynja pörum leyft að giftast í forsetatíð hennar og ein ítarlegasta löggjöf heims um réttindi trans fólks var samþykkt.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira