Bæði losti og ást eru sterkar tilfinningar og þegar leikurinn er hafinn getum við stundum verið ringluð með það hvar við stöndum og hvað það er sem við erum raunverulega að finna.
Rannsóknir hafa gefið til kynna að heilinn í manneskjum á þessu stigi er svoldið eins og heili á lyfjum. Við vitum því ekki alveg hvaða tilfinningar það eru sem við erum að finna.
En hver eru merki þess að sambandið sé losti en ekki ást?
LOSTI:
1. Þú einbeitir þér algjörlega á líkama manneskjunnar og útlit.
2. Þú hefur áhuga á því að stunda kynlíf með manneskjunni en ekki eiga í samræðum.
3. Þú vilt frekar hafa sambandið í fantasíuheimi frekar en að ræða raunverulegar tilfinningar.
4. Þú vilt helst fara eftir kynlífið frekar en að kúra eða að vakna saman næsta morgun.
5. Þið eruð elskendur, ekki vinir.
1. Þig langar að eyða gæðastundum með manneskjunni, fyrir utan kynlífið.
2. Þú gleymir þér í samræðum og tíminn einhvern veginn stöðvast.
3. Þú vilt hlusta af einlægni á hina manneskjuna og gera hana hamingjusama.
4. Þegar manneskjan hefur þau áhrif á þig að þú vilt verða betri.
5. Þú vilt hitta vini og fjölskyldu manneskjunnar.