Lífið

Hjálpar öðru flótta­fólki að koma sér fyrir á Ís­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sayed er margt til listanna lagt en hann talar meðal annars níu tungumál.
Sayed er margt til listanna lagt en hann talar meðal annars níu tungumál. skjáskot/youtube
„Gerið það, hjálpum hvort öðru. Ef þú sérð einhvern sem þarfnast hjálpar, gerðu það hjálpaðu þeim.“ Þetta eru skilaboð Sayed, afgansks flóttamanns á Íslandi. Sayed er aðeins 20 ára gamall en áður en hann náði átján ára aldri hafði hann flúið Afganistan tvisvar.

„Þegar ég var ungur tóku Talíbanar stjórn í þorpinu mínu og brenndu skólann til kaldra kola. Þeir misþyrmdu mörgum og ég hef séð mörg lík með berum augum,“ segir Sayed í YouTube myndbandi sem birt var á ferðarás Drew Binsky.

Frændi hans var drepinn af Talíbönum og bróðir hans var alvarlega slasaður eftir árás. Sayed var neyddur til að yfirgefa heimili sitt þegar hann var aðeins 14 ára gamall. Talíbanarnir höfðu komið heim til hans vegna þess að bræður hans voru í stjórnmálum.

Hann gekk yfir fjöllin til Íran en hann fékk ekki landvistarleyfi og var sendur aftur til Afganistan. Árið 2016 flúði hann aftur og fór til Tyrklands, þaðan til Grikklands svo til Hollands og loks kom hann til Íslands. Eftir sjö mánaða veru fékk hann hæli.„Núna er ég glaður, ég á vegabréf.“

Sayed vinnur sem afgreiðslumaður í 10/11 og hann hjálpar örðum flóttamönnum að sækja um hæli. Hann hefur meðal annars hjálpað föður sem hafði flust hingað með börnin sín þrjú. Fjölskyldan hafi ekki haft húsnæði og Sayed tók þau inn á sitt eigið heimili.

Sayed hjálpar flóttafólki að setja upp ferilskrár og sækja um vinnur en hann er tilvalinn í það starf þar sem hann talar níu tungumál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.