Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 17:55 Nora Quoirin. Vísir/EPA Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin, 15 ára írskrar stúlku með þroskaskerðingu sem hvarf í fjölskyldufríi í landinu í byrjun ágúst. Krufning á líki Noru hefur leitt í ljós að hún lést úr innvortis blæðingum. Nora fannst látin í fyrradag í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem fjölskylda hennar dvaldi í bænum Seremban, nærri regnskógunum við borgarmörk Kuala Lumpur. Um 350 manns tóku þátt í umfangsmikilli leit að stúlkunni. Lík Noru var krufið í gær. Samkvæmt niðurstöðum úr krufningunni lést hún úr innvortis blæðingum af völdum svengdar eða streitu. Þá er talið að Nora hafi látist um tveimur til þremur dögum áður en lík hennar fannst. Eins og áður segir er ekki grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað þrátt fyrir að lík hennar hafi ekki verið í neinum fötum þegar það fannst. Fjölskylda Noru gaf það út í síðustu viku að hún væri sannfærð um að henni hefði verið rænt. Lögregla rannsakaði málið þó sem mannshvarf en ekki mannrán. Foreldrar Noru sögðust í dag niðurbrotin vegna málsins og minntust dóttur sinnar sem hjartahreinnar og yndislegrar stúlku. Sýni hafa verið tekin af líki Noru til frekari rannsókna í Malasíu. Foreldrum hennar hefur jafnframt verið heimilað að flytja lík hennar til Bretlands, þar sem þau eru búsett. Bretland Malasía Tengdar fréttir Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36 Fjölskyldan sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt Nora Quoirin hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi. 8. ágúst 2019 18:27 Líkið sem fannst er af Noru Fjölskylda hennar bar kennsl á líkið í dag. 13. ágúst 2019 14:08 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin, 15 ára írskrar stúlku með þroskaskerðingu sem hvarf í fjölskyldufríi í landinu í byrjun ágúst. Krufning á líki Noru hefur leitt í ljós að hún lést úr innvortis blæðingum. Nora fannst látin í fyrradag í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem fjölskylda hennar dvaldi í bænum Seremban, nærri regnskógunum við borgarmörk Kuala Lumpur. Um 350 manns tóku þátt í umfangsmikilli leit að stúlkunni. Lík Noru var krufið í gær. Samkvæmt niðurstöðum úr krufningunni lést hún úr innvortis blæðingum af völdum svengdar eða streitu. Þá er talið að Nora hafi látist um tveimur til þremur dögum áður en lík hennar fannst. Eins og áður segir er ekki grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað þrátt fyrir að lík hennar hafi ekki verið í neinum fötum þegar það fannst. Fjölskylda Noru gaf það út í síðustu viku að hún væri sannfærð um að henni hefði verið rænt. Lögregla rannsakaði málið þó sem mannshvarf en ekki mannrán. Foreldrar Noru sögðust í dag niðurbrotin vegna málsins og minntust dóttur sinnar sem hjartahreinnar og yndislegrar stúlku. Sýni hafa verið tekin af líki Noru til frekari rannsókna í Malasíu. Foreldrum hennar hefur jafnframt verið heimilað að flytja lík hennar til Bretlands, þar sem þau eru búsett.
Bretland Malasía Tengdar fréttir Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36 Fjölskyldan sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt Nora Quoirin hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi. 8. ágúst 2019 18:27 Líkið sem fannst er af Noru Fjölskylda hennar bar kennsl á líkið í dag. 13. ágúst 2019 14:08 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36
Fjölskyldan sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt Nora Quoirin hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi. 8. ágúst 2019 18:27