Íbúar eigi að ráða sameiningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Djúpavík er í Árneshreppi á Ströndum, fámennasta sveitarfélagi landsins með 40 íbúa. Fréttablaðið/Anton Brink Tillaga að þingsályktun um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga birtist á Samráðsgátt stjórnvalda á þriðjudaginn. Í henni kemur fram vilji stjórnvalda til að gera þúsund íbúa að lögfestri lágmarksstærð sveitarfélaga. Oddvitar minnstu sveitarfélaga landsins segja þetta ekki koma sér á óvart en eru allir sammála um að ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga eigi að vera í höndum íbúanna. Sveitarfélög landsins eru 72 talsins en 40 þeirra eru með færri en eitt þúsund íbúa. Því er ljóst að stefnt er að því að fækka þeim um rúman helming. Fimm minnstu sveitarfélög landsins eru þá öll með íbúafjölda á bilinu 40 til 74. „Ég hef ekki farið leynt með það að mér finnst fáránlegt að miða við hausatölu. Það eru svo margir aðrir þættir sem vigta miklu meira, bæði landfræðilegir og atvinnulegir,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Íbúar þar eru 58. Árni kveðst, líkt og oddvitar hinna fjögurra minnstu sveitarfélaganna, skilja báðar hliðar málsins en vill að heimamenn fái að ákveða hvenær þeir vilji fara út í sameiningu við önnur sveitarfélög.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson„Og hver er eiginlega kjörstærð sveitarfélags? Eru það virkilega þessir þúsund íbúar?“ spyr Árni. Tekjur minni sveitarfélaga eru oft afar góðar og Árni veltir því fyrir sér hvort þær séu það sem stærri sveitarfélögin girnist. „Manni hefur virst það vera þannig að þeir vilji bara gleypa þau sveitarfélög sem skila góðum tekjum á haus. Lyktin af þessu er svolítið þannig.“ Það kveður við svipaðan tón hjá oddvita Tjörneshrepps, Aðalsteini J. Halldórssyni. Í Tjörneshreppi er íbúafjöldinn 55. „Kjarni málsins finnst mér vera sá að það er engin gulrót í þessu fyrir litlu sveitarfélögin,“ segir hann. „Við munum ekkert græða á þessu.“ Þvert á móti segir Aðalsteinn sameiningu við nágrannasveitarfélagið Norðurþing þýða aukin fasteignagjöld og útsvar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um hagræði fyrir ráðuneytið. Við getum alveg kyngt því en þá verða menn líka bara að segja það hreint út; ekki vera að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé öllum til bóta,“ segir hann. Aðalsteinn og Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti fámennasta sveitarfélags landsins, Árneshrepps, voru þá bæði þeirrar skoðunar að ef til sameiningar við stærri sveitarfélög ætti að koma þyrftu þau minni að hagnast áþreifanlega á þeim. Íbúar Árneshrepps eru 40 talsins. „Auðvitað eiga sameiningar rétt á sér, og skiljanlega þar sem um lítil sveitarfélög er að ræða,“ segir Eva. „En það þarf að vera einhver akkur í því. Til dæmis í sambandi við betri samgöngur. Annars kæmi þetta ekki til greina að mínu mati.“ Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Tillaga að þingsályktun um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga birtist á Samráðsgátt stjórnvalda á þriðjudaginn. Í henni kemur fram vilji stjórnvalda til að gera þúsund íbúa að lögfestri lágmarksstærð sveitarfélaga. Oddvitar minnstu sveitarfélaga landsins segja þetta ekki koma sér á óvart en eru allir sammála um að ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga eigi að vera í höndum íbúanna. Sveitarfélög landsins eru 72 talsins en 40 þeirra eru með færri en eitt þúsund íbúa. Því er ljóst að stefnt er að því að fækka þeim um rúman helming. Fimm minnstu sveitarfélög landsins eru þá öll með íbúafjölda á bilinu 40 til 74. „Ég hef ekki farið leynt með það að mér finnst fáránlegt að miða við hausatölu. Það eru svo margir aðrir þættir sem vigta miklu meira, bæði landfræðilegir og atvinnulegir,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Íbúar þar eru 58. Árni kveðst, líkt og oddvitar hinna fjögurra minnstu sveitarfélaganna, skilja báðar hliðar málsins en vill að heimamenn fái að ákveða hvenær þeir vilji fara út í sameiningu við önnur sveitarfélög.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson„Og hver er eiginlega kjörstærð sveitarfélags? Eru það virkilega þessir þúsund íbúar?“ spyr Árni. Tekjur minni sveitarfélaga eru oft afar góðar og Árni veltir því fyrir sér hvort þær séu það sem stærri sveitarfélögin girnist. „Manni hefur virst það vera þannig að þeir vilji bara gleypa þau sveitarfélög sem skila góðum tekjum á haus. Lyktin af þessu er svolítið þannig.“ Það kveður við svipaðan tón hjá oddvita Tjörneshrepps, Aðalsteini J. Halldórssyni. Í Tjörneshreppi er íbúafjöldinn 55. „Kjarni málsins finnst mér vera sá að það er engin gulrót í þessu fyrir litlu sveitarfélögin,“ segir hann. „Við munum ekkert græða á þessu.“ Þvert á móti segir Aðalsteinn sameiningu við nágrannasveitarfélagið Norðurþing þýða aukin fasteignagjöld og útsvar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um hagræði fyrir ráðuneytið. Við getum alveg kyngt því en þá verða menn líka bara að segja það hreint út; ekki vera að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé öllum til bóta,“ segir hann. Aðalsteinn og Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti fámennasta sveitarfélags landsins, Árneshrepps, voru þá bæði þeirrar skoðunar að ef til sameiningar við stærri sveitarfélög ætti að koma þyrftu þau minni að hagnast áþreifanlega á þeim. Íbúar Árneshrepps eru 40 talsins. „Auðvitað eiga sameiningar rétt á sér, og skiljanlega þar sem um lítil sveitarfélög er að ræða,“ segir Eva. „En það þarf að vera einhver akkur í því. Til dæmis í sambandi við betri samgöngur. Annars kæmi þetta ekki til greina að mínu mati.“
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
„Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00