Segja endurkomu Obi-Wan Kenobi yfirvofandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2019 09:30 McGregor (t.h.) sést hér í hlutverki Obi-Wan Kenobi í The Phantom Menace. Vísir/EPA Skoski leikarinn Ewan McGregor gæti snúið aftur í eitt sinna þekktustu hlutverka á næstu misserum. Afþreyingarfjölmiðlar í Bandaríkjunum greina nú frá því að leikarinn sé í viðræðum við Disney um að taka sér geislasverð í hönd og bregða sér í hlutverk Jedi-meistarans Obi-Wan Kenobi á nýjan leik. McGregor er öllum aðdáendum Stjörnustríðsmyndanna vel kunnur, en hann fór eins og áður segir með hlutverk Obi-Wan Kenobi, sem er ein dáðasta vísindaskáldskaparpersóna kvikmyndasögunnar. McGregor brá sér fyrst í hlutverkið árið 1999 í fjórðu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars – Episode 1: The Phantom Menace. Þá fór hann einnig með hlutverkið í myndunum Star Wars – Episode 2: Attack of the Clones (2002) og Star Wars – Episode 3: Revenge of the Sith (2005). Myndirnar þrjár eru taldar til forsögumynda (e. prequels), sem þýðir að þær gerast áður en upprunalega sagan á sér stað.IGN greinir frá því að ekki sé um kvikmyndahlutverk að ræða, heldur kæmi McGregor til með að fara með hlutverk hins gamla lærimeistara Anakins Skywalker í nýjum Stjörnustríðsþáttum á fyrirhugaðri streymisveitu Disney. Hin nýja streymisveita, sem fer af stað í nóvember og mun bera hið einfalda heiti Disney+, mun væntanlega koma sterk inn í þá samkeppni sem fyrir er á streymismarkaðnum, þar sem Hulu, Netflix og Amazon berjast fyrir um hylli áhorfenda. Bandaríkin Disney Star Wars Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Skoski leikarinn Ewan McGregor gæti snúið aftur í eitt sinna þekktustu hlutverka á næstu misserum. Afþreyingarfjölmiðlar í Bandaríkjunum greina nú frá því að leikarinn sé í viðræðum við Disney um að taka sér geislasverð í hönd og bregða sér í hlutverk Jedi-meistarans Obi-Wan Kenobi á nýjan leik. McGregor er öllum aðdáendum Stjörnustríðsmyndanna vel kunnur, en hann fór eins og áður segir með hlutverk Obi-Wan Kenobi, sem er ein dáðasta vísindaskáldskaparpersóna kvikmyndasögunnar. McGregor brá sér fyrst í hlutverkið árið 1999 í fjórðu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars – Episode 1: The Phantom Menace. Þá fór hann einnig með hlutverkið í myndunum Star Wars – Episode 2: Attack of the Clones (2002) og Star Wars – Episode 3: Revenge of the Sith (2005). Myndirnar þrjár eru taldar til forsögumynda (e. prequels), sem þýðir að þær gerast áður en upprunalega sagan á sér stað.IGN greinir frá því að ekki sé um kvikmyndahlutverk að ræða, heldur kæmi McGregor til með að fara með hlutverk hins gamla lærimeistara Anakins Skywalker í nýjum Stjörnustríðsþáttum á fyrirhugaðri streymisveitu Disney. Hin nýja streymisveita, sem fer af stað í nóvember og mun bera hið einfalda heiti Disney+, mun væntanlega koma sterk inn í þá samkeppni sem fyrir er á streymismarkaðnum, þar sem Hulu, Netflix og Amazon berjast fyrir um hylli áhorfenda.
Bandaríkin Disney Star Wars Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira