Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík 1-1 HK │Stál í stál suður með sjó Smári Jökull Jónsson skrifar 18. ágúst 2019 20:00 vísir/bára Grindavík og HK skildu jöfn eftir viðureign liðanna í 17.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í dag. HK komst yfir í fyrri hálfleik með marki Atla Arnarsonar úr vítaspyrnu en Stefan Ljubicic jafnaði fyrir heimamenn í þeim síðari. Fyrir leikinn voru HK menn á góðri siglingu og höfðu ekki tapað í síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Þeir voru komnir upp í 4.sætið og einhverjir byrjaðir að hvísla um Evrópusæti í efri byggðum Kópavogs. Grindvíkingar hins vegar sátu í fallsæti og aðeins með einn sigur í ellefu deildarleikjum fyrir leikinn í dag. Það voru gestirnir sem byrjuðu betur. Þeir áttu ágætis marktilraun strax eftir rúmar þrjár mínútur og voru hættulegri sóknarlega heldur en fremur bitlausir Grindvíkingar. Á 27.mínútu kom svo mark HK. Birkir Valur Jónsson keyrði þá inn í teiginn hægra megin, fór framhjá Josip Zeba sem setti fótinn út og Birkir Valur féll. Þorvaldur Árnason dómari var fljótur að benda á punktinn við litla hrifningu heimamanna. Miðað við sjónvarpsupptökur virðist sem Birkir Valur hafi einfaldlega hoppað á Zeba og náð Þorvaldi dómara í gildru. Atli Arnarson var hins vegar lítið að kippa sér upp við mótmæli heimamanna og skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni. Eftir þetta var leikurinn í jafnvægi. Grindvíkingar voru slakir á síðasta þriðjungi vallarins og HK-ingar þéttir til baka. Þeir fengu í raun hættulegri færi og Bjarni Gunnarsson fékk eitt í síðari hálfleiknum eftir fínan undirbúning Valgeirs Valgeirssonar. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu heimamenn að jafna. Hornspyrna Diego Diz rataði á kollinn á Sigurði Bjarti Hallssyni sem fleytti honum áfram á Stefan Ljubicic sem skoraði örugglega af markteig. Eftir markið voru HK-ingar líklegri og fengu ágætt færi undir lokin sem Birkir Valur nýtti ekki. Lokatölur 1-1 sem gerir lítið fyrir liðin í þeirra baráttu í deildinni.Af hverju varð jafntefli?Ég held að Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK sé ósáttari þjálfarinn í dag. Hans menn leiddu stóran hluta leiksins og fengu á sig jöfnunarmark eftir fast leikatriði, eitthvað sem enginn þjálfari er ánægður með. Grindvíkingar voru bitlausir sóknarlega en það var eins og HK-ingar væru sáttir við þetta eina mark sem þeir voru búnir að gera því þeir leyfðu Grindvíkingum að keyra aðeins meira á þá í síðari hálfleiknum í stað þess að leggja meira púður í það að skora sjálfir. Grindvíkingar gefast aldrei upp og náðu jöfnunarmarkinu sem lá ekkert endilega í loftinu.Þessir stóðu upp úr:Hjá HK var Ásgeir Börkur hrikalega vinnusamur á miðjunni eins og svo oft áður. Hann var úti um allt, tók á sig aukaspyrnur þegar þurfti og vann ófáa boltana. Alexander Freyr var traustur í vörninni ásamt Birni Berg Bryde og Birnir Snær ógnaði sóknarlega á köflum. Hjá Grindavík var Marc Mcausland traustur í vörninni og Elias Tamburini átti spretti á vinstri kantinum.Hvað gekk illa?Líkt og svo oft áður í sumar er sóknarleikurinn að bregaðst heimamönnum. Þegar þeir fara inn á síðasta þriðjung vallarins er lítið um hugmyndir, menn að reyna erfiðar sendingar og liðið er að sækja á fáum mönnum. Maður eins og Aron Jóhannsson, sem var frábær á undirbúningstímabilinu og í upphafi deildarkeppninnar, þarf að vera framar á vellinum og fá möguleika á að búa til tækifæri fyrir hina. HK vantaði drápseðlið til að klára þennan leik. Þeir voru með stigin þrjú í hendi sér og lítið sem benti til þess að heimamenn væru að fara að jafna.Hvað gerist næst?Grindavík er á leið í algjöran lykilleik í botnbaráttunni gegn Víkingum í Fossvoginum. Víkingar eru tveimur stigum á undan þeim í töflunni en eiga einn leik til góða, gegn KR á morgun. Sama hvernig hann fer þá þurfa Suðurnesjamenn nauðsynlega að sækja þrjú stig um næstu helgi. HK fer í Árbæinn á mánudaginn í næstu viku og mætir þar Fylki. Bæði lið eru í miðjumoðinu og fara í efri hluta deildarinnar með sigri. Tufa: Neyðumst til að breyta leikkerfinu því við höfum ekki menn í allar stöðurTúfa segir Grindvíkinga hvergi nærri hætta.vísir/bára„Ég er sáttur með stigið miðað við að stóran hluta leiksins erum við undir, að elta og að reyna að jafna. Við sýnum karakter og uppskárum markið eftir baráttuna sem við lögðum í þetta“, sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir 1-1 jafnteflið við HK í 17.umferð Pepsi Max-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Grindvíkingar hafa aðeins unnið einn sigur í síðustu tólf leikjum og eru í fallsæti deildarinnar. „Að sjálfsögðu lögðum við upp með að ná í þrjú stig. Það er búið að vera sagan okkar í sumar og í undanförnum leikjum að við fáum mark á okkur upp úr engu. Innkast hátt uppi á velli og endar svo með víti og marki. Við þurfum að halda áfram og hafa trú á því sem við erum að gera. Ég og þessir drengir ætlum að berjast fram á síðustu stundu.“ Það voru aðeins sex leikmenn á bekk Grindavíkur í dag og augljóst að þeir eru í vandræðum þegar menn eru frá vegna meiðsla eða leikbanna. „Það er smá bras á okkur. Tufa (Vladimir Tufegdzig) er meiddur og Alexander Veigar líka. Tufa er búinn að vera meiddur í tvær vikur og verður það örugglega í tvær vikur í viðbót. Ég vona að Alexander Veigar komi fljótlega inn. Þetta eru ekki mikil meiðsli en hefur áhrif á okkur. Menn sem eru klárir og heilir þurfa bara að halda áfram að berjast,“ bætti Tufa við en hann prófaði þriggja miðvarða leikkerfi undir lokin í dag líkt og gegn Fylki í síðustu umferð. „Í raun höfum við neyðst til þess að gera breytingar á leikkerfi í síðustu tveimur leikjum því við höfum ekki menn í allar stöður. Það er ekki eitthvað sem er planað fyrir næsta leik en núna og gegn Fylki höfum við reynt að spila 4-4-2, spila 4-3-3 eða 3-5-2 og erum bara að reyna að ná því besta miðað við það sem við höfum núna.“ „Mér finnst strákarnir gefa allt sitt í þetta og vera til fyrirmyndar. Við ætlum að halda áfram.“ Brynjar Björn: Má ekki mikið út af bregða og þá fara markmiðin í vaskinnBrynjar Björn var ósáttur með jafnteflið.vísir/báraBrynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var ekkert sérlega sáttur með jafnteflið gegn Grindavík í dag. „Við vorum betra liðið heilt yfir og með yfirhöndina í leiknum, hefðum getað skorað 2-0 þegar þeir bjarga á línu en síðan er bara jafnvægi í leiknum þar til þeir skora. Miðað við færin sem við fáum og hvernig við stóðum vörnina, nema í þessu augnablikinu í horninu, er ég frekar ósáttur með niðurstöðuna í dag,“ sagði Brynjar Björn í samtali við Vísi eftir leik. Þetta er sjöundi leikurinn í röð án taps hjá HK sem sitja eins og stendur í 4.sæti deildarinnar. „Það er fínt sjálfstraust í liðinu og við spiluðum að mörgu leyti vel í dag. Þetta er erfiður útivöllur gegn liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og þeir voru alltaf að fara að þrýsta á okkur á einhverjum tímapunkti í leiknum. Við hefðum þurft að standa það af okkur.“ Staða HK í deildinni er betri en flestir áttu von á fyrir tímabilið en Brynjar Björn sagði HK-liðið enn vera að vinna eftir sömu markmiðum og þeir settu sér fyrir mót. „Við erum ekkert að skoða einhver ný markmið, við erum enn með þau sem hópurinn setti sér fyrir tímabilið. Við erum um það bil á áætlun þar en það má ekkert mikið út af bregða til að þau fari í vaskinn. Við vorum með háleit og góð markmið og getum ennþá náð þeim. Með aðeins betri spilamennsku en í dag getum við náð þeim,“ sagði Brynjar Björn að lokum. Zeba: Nokkrir búnir að koma til mín og segja að þetta hafi ekki verið vítiÚr leik Grindvíkinga í sumar.vísir/daníel„Þetta var erfiður leikur, HK er mjög gott og agað lið. Þeir eru sterkir líkamlega en þegar við leikum á heimavelli viljum við ná þremur stigum. Fótboltinn er stundum þannig að við þurfum að sætta okkur við eitt,“ sagði Josip Zeba, miðvörður Grindvíkinga eftir jafnteflið í dag. Zeba fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum sem HK skoraði úr. Hann vildi lítið tjá sig um dóminn en miðað við sjónvarpsupptökur var dómurinn ansi harður. „Mér fannst þetta ekki víti, ég get ekkert sagt við dómarann því hann gerir sitt besta en mér fannst þetta ekki vera víti. Það eru nokkrir búnir að koma til mín eftir leik og segja að þetta hafi ekki átt að vera víti. Eftir þetta er erfitt að koma til baka en við börðumst og mér fannst við eiga meira skilið. HK spilaði vel og við líka.“ Sóknarlega eru Grindvíkingar oft á tíðum ansi máttlausir en Zeba kom sínum mönnum til varnar. „Við náum að skapa færi. Við gerum okkar besta, stundum erum við óheppnir. Það er ekki auðvelt þegar við erum að gera mörg jafntefli, það er erfitt andlega. Okkar sóknarmenn eru mjög duglegir varnarlega og hlaupa mikið og þá er ekki auðvelt að eiga orkuna eftir til að setja mörkin. Þeir gera sitt besta og við munum berjast allt til enda og mörkin munu koma.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tufa: Neyðumst til að breyta leikkerfinu því við höfum ekki menn í allar stöður „Ég er sáttur með stigið miðað við að stóran hluta leiksins erum við undir, að elta og reyna að jafna. Við sýnum karakter og uppskárum markið eftir baráttuna sem við lögðum í þetta“, sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir 1-1 jafnteflið við HK í 17.umferð Pepsi Max-deildarinnar í knattspyrnu í dag. 18. ágúst 2019 19:18
Grindavík og HK skildu jöfn eftir viðureign liðanna í 17.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í dag. HK komst yfir í fyrri hálfleik með marki Atla Arnarsonar úr vítaspyrnu en Stefan Ljubicic jafnaði fyrir heimamenn í þeim síðari. Fyrir leikinn voru HK menn á góðri siglingu og höfðu ekki tapað í síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Þeir voru komnir upp í 4.sætið og einhverjir byrjaðir að hvísla um Evrópusæti í efri byggðum Kópavogs. Grindvíkingar hins vegar sátu í fallsæti og aðeins með einn sigur í ellefu deildarleikjum fyrir leikinn í dag. Það voru gestirnir sem byrjuðu betur. Þeir áttu ágætis marktilraun strax eftir rúmar þrjár mínútur og voru hættulegri sóknarlega heldur en fremur bitlausir Grindvíkingar. Á 27.mínútu kom svo mark HK. Birkir Valur Jónsson keyrði þá inn í teiginn hægra megin, fór framhjá Josip Zeba sem setti fótinn út og Birkir Valur féll. Þorvaldur Árnason dómari var fljótur að benda á punktinn við litla hrifningu heimamanna. Miðað við sjónvarpsupptökur virðist sem Birkir Valur hafi einfaldlega hoppað á Zeba og náð Þorvaldi dómara í gildru. Atli Arnarson var hins vegar lítið að kippa sér upp við mótmæli heimamanna og skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni. Eftir þetta var leikurinn í jafnvægi. Grindvíkingar voru slakir á síðasta þriðjungi vallarins og HK-ingar þéttir til baka. Þeir fengu í raun hættulegri færi og Bjarni Gunnarsson fékk eitt í síðari hálfleiknum eftir fínan undirbúning Valgeirs Valgeirssonar. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu heimamenn að jafna. Hornspyrna Diego Diz rataði á kollinn á Sigurði Bjarti Hallssyni sem fleytti honum áfram á Stefan Ljubicic sem skoraði örugglega af markteig. Eftir markið voru HK-ingar líklegri og fengu ágætt færi undir lokin sem Birkir Valur nýtti ekki. Lokatölur 1-1 sem gerir lítið fyrir liðin í þeirra baráttu í deildinni.Af hverju varð jafntefli?Ég held að Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK sé ósáttari þjálfarinn í dag. Hans menn leiddu stóran hluta leiksins og fengu á sig jöfnunarmark eftir fast leikatriði, eitthvað sem enginn þjálfari er ánægður með. Grindvíkingar voru bitlausir sóknarlega en það var eins og HK-ingar væru sáttir við þetta eina mark sem þeir voru búnir að gera því þeir leyfðu Grindvíkingum að keyra aðeins meira á þá í síðari hálfleiknum í stað þess að leggja meira púður í það að skora sjálfir. Grindvíkingar gefast aldrei upp og náðu jöfnunarmarkinu sem lá ekkert endilega í loftinu.Þessir stóðu upp úr:Hjá HK var Ásgeir Börkur hrikalega vinnusamur á miðjunni eins og svo oft áður. Hann var úti um allt, tók á sig aukaspyrnur þegar þurfti og vann ófáa boltana. Alexander Freyr var traustur í vörninni ásamt Birni Berg Bryde og Birnir Snær ógnaði sóknarlega á köflum. Hjá Grindavík var Marc Mcausland traustur í vörninni og Elias Tamburini átti spretti á vinstri kantinum.Hvað gekk illa?Líkt og svo oft áður í sumar er sóknarleikurinn að bregaðst heimamönnum. Þegar þeir fara inn á síðasta þriðjung vallarins er lítið um hugmyndir, menn að reyna erfiðar sendingar og liðið er að sækja á fáum mönnum. Maður eins og Aron Jóhannsson, sem var frábær á undirbúningstímabilinu og í upphafi deildarkeppninnar, þarf að vera framar á vellinum og fá möguleika á að búa til tækifæri fyrir hina. HK vantaði drápseðlið til að klára þennan leik. Þeir voru með stigin þrjú í hendi sér og lítið sem benti til þess að heimamenn væru að fara að jafna.Hvað gerist næst?Grindavík er á leið í algjöran lykilleik í botnbaráttunni gegn Víkingum í Fossvoginum. Víkingar eru tveimur stigum á undan þeim í töflunni en eiga einn leik til góða, gegn KR á morgun. Sama hvernig hann fer þá þurfa Suðurnesjamenn nauðsynlega að sækja þrjú stig um næstu helgi. HK fer í Árbæinn á mánudaginn í næstu viku og mætir þar Fylki. Bæði lið eru í miðjumoðinu og fara í efri hluta deildarinnar með sigri. Tufa: Neyðumst til að breyta leikkerfinu því við höfum ekki menn í allar stöðurTúfa segir Grindvíkinga hvergi nærri hætta.vísir/bára„Ég er sáttur með stigið miðað við að stóran hluta leiksins erum við undir, að elta og að reyna að jafna. Við sýnum karakter og uppskárum markið eftir baráttuna sem við lögðum í þetta“, sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir 1-1 jafnteflið við HK í 17.umferð Pepsi Max-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Grindvíkingar hafa aðeins unnið einn sigur í síðustu tólf leikjum og eru í fallsæti deildarinnar. „Að sjálfsögðu lögðum við upp með að ná í þrjú stig. Það er búið að vera sagan okkar í sumar og í undanförnum leikjum að við fáum mark á okkur upp úr engu. Innkast hátt uppi á velli og endar svo með víti og marki. Við þurfum að halda áfram og hafa trú á því sem við erum að gera. Ég og þessir drengir ætlum að berjast fram á síðustu stundu.“ Það voru aðeins sex leikmenn á bekk Grindavíkur í dag og augljóst að þeir eru í vandræðum þegar menn eru frá vegna meiðsla eða leikbanna. „Það er smá bras á okkur. Tufa (Vladimir Tufegdzig) er meiddur og Alexander Veigar líka. Tufa er búinn að vera meiddur í tvær vikur og verður það örugglega í tvær vikur í viðbót. Ég vona að Alexander Veigar komi fljótlega inn. Þetta eru ekki mikil meiðsli en hefur áhrif á okkur. Menn sem eru klárir og heilir þurfa bara að halda áfram að berjast,“ bætti Tufa við en hann prófaði þriggja miðvarða leikkerfi undir lokin í dag líkt og gegn Fylki í síðustu umferð. „Í raun höfum við neyðst til þess að gera breytingar á leikkerfi í síðustu tveimur leikjum því við höfum ekki menn í allar stöður. Það er ekki eitthvað sem er planað fyrir næsta leik en núna og gegn Fylki höfum við reynt að spila 4-4-2, spila 4-3-3 eða 3-5-2 og erum bara að reyna að ná því besta miðað við það sem við höfum núna.“ „Mér finnst strákarnir gefa allt sitt í þetta og vera til fyrirmyndar. Við ætlum að halda áfram.“ Brynjar Björn: Má ekki mikið út af bregða og þá fara markmiðin í vaskinnBrynjar Björn var ósáttur með jafnteflið.vísir/báraBrynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var ekkert sérlega sáttur með jafnteflið gegn Grindavík í dag. „Við vorum betra liðið heilt yfir og með yfirhöndina í leiknum, hefðum getað skorað 2-0 þegar þeir bjarga á línu en síðan er bara jafnvægi í leiknum þar til þeir skora. Miðað við færin sem við fáum og hvernig við stóðum vörnina, nema í þessu augnablikinu í horninu, er ég frekar ósáttur með niðurstöðuna í dag,“ sagði Brynjar Björn í samtali við Vísi eftir leik. Þetta er sjöundi leikurinn í röð án taps hjá HK sem sitja eins og stendur í 4.sæti deildarinnar. „Það er fínt sjálfstraust í liðinu og við spiluðum að mörgu leyti vel í dag. Þetta er erfiður útivöllur gegn liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og þeir voru alltaf að fara að þrýsta á okkur á einhverjum tímapunkti í leiknum. Við hefðum þurft að standa það af okkur.“ Staða HK í deildinni er betri en flestir áttu von á fyrir tímabilið en Brynjar Björn sagði HK-liðið enn vera að vinna eftir sömu markmiðum og þeir settu sér fyrir mót. „Við erum ekkert að skoða einhver ný markmið, við erum enn með þau sem hópurinn setti sér fyrir tímabilið. Við erum um það bil á áætlun þar en það má ekkert mikið út af bregða til að þau fari í vaskinn. Við vorum með háleit og góð markmið og getum ennþá náð þeim. Með aðeins betri spilamennsku en í dag getum við náð þeim,“ sagði Brynjar Björn að lokum. Zeba: Nokkrir búnir að koma til mín og segja að þetta hafi ekki verið vítiÚr leik Grindvíkinga í sumar.vísir/daníel„Þetta var erfiður leikur, HK er mjög gott og agað lið. Þeir eru sterkir líkamlega en þegar við leikum á heimavelli viljum við ná þremur stigum. Fótboltinn er stundum þannig að við þurfum að sætta okkur við eitt,“ sagði Josip Zeba, miðvörður Grindvíkinga eftir jafnteflið í dag. Zeba fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum sem HK skoraði úr. Hann vildi lítið tjá sig um dóminn en miðað við sjónvarpsupptökur var dómurinn ansi harður. „Mér fannst þetta ekki víti, ég get ekkert sagt við dómarann því hann gerir sitt besta en mér fannst þetta ekki vera víti. Það eru nokkrir búnir að koma til mín eftir leik og segja að þetta hafi ekki átt að vera víti. Eftir þetta er erfitt að koma til baka en við börðumst og mér fannst við eiga meira skilið. HK spilaði vel og við líka.“ Sóknarlega eru Grindvíkingar oft á tíðum ansi máttlausir en Zeba kom sínum mönnum til varnar. „Við náum að skapa færi. Við gerum okkar besta, stundum erum við óheppnir. Það er ekki auðvelt þegar við erum að gera mörg jafntefli, það er erfitt andlega. Okkar sóknarmenn eru mjög duglegir varnarlega og hlaupa mikið og þá er ekki auðvelt að eiga orkuna eftir til að setja mörkin. Þeir gera sitt besta og við munum berjast allt til enda og mörkin munu koma.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tufa: Neyðumst til að breyta leikkerfinu því við höfum ekki menn í allar stöður „Ég er sáttur með stigið miðað við að stóran hluta leiksins erum við undir, að elta og reyna að jafna. Við sýnum karakter og uppskárum markið eftir baráttuna sem við lögðum í þetta“, sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir 1-1 jafnteflið við HK í 17.umferð Pepsi Max-deildarinnar í knattspyrnu í dag. 18. ágúst 2019 19:18
Tufa: Neyðumst til að breyta leikkerfinu því við höfum ekki menn í allar stöður „Ég er sáttur með stigið miðað við að stóran hluta leiksins erum við undir, að elta og reyna að jafna. Við sýnum karakter og uppskárum markið eftir baráttuna sem við lögðum í þetta“, sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir 1-1 jafnteflið við HK í 17.umferð Pepsi Max-deildarinnar í knattspyrnu í dag. 18. ágúst 2019 19:18
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti