Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan 3-1 ÍA │Fjórða tap Skagamanna í röð Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 18. ágúst 2019 22:15 vísir/bára Stjarnan hafi betur gegn ÍA í Garðabænum í 17.umferð Pepsí Max deildarinnar í kvöld. Fjögur mörk voru skoruð í leiknum en jafnt var í hálfleik 1-1. Fyrsta mark leiksins kom á 25. mínútu, Sölvi Snær Guðbjargarson skoraði þar fyrir heimamenn. Stjarnan náði fljótlega tökum á leiknum og stjórnaði hraða leiksins. Skagamenn lágu tilbaka og beittu skyndisóknum enn gekk erfiðlega að skapa sér opin færi. Á loka mínútu fyrri hálfleiks jafnaði ÍA leikinn, Aron Kristófer Lárusson skoraði þá stórkostlegt mark, beint úr hornspyrnu. Þetta var skellur fyrir heimamenn sem fóru svekktir til búningsklefa í hálfleik en staðan var jöfn að fyrri hálfleik loknum, 1-1. Stjörnumenn voru ekki lengi að ná forystunni aftur, eftir aðeins 35 sekúndur í síðari hálfleiks skoraði Þorsteinn Már Ragnarsson, annað mark Stjörnunnar. Skagamenn sáu ekki til sólar í síðari hálfleik, þeim gekk illa að halda boltanum og voru þeir aldrei líklegir til að bæta við öðru marki. Fyrirliðinn, Baldur Sigurðsson, skoraði þriðja og síðasta mark Stjörnunnar þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Jósef Kristinn Jósefsson átti frábæra hornspyrnu þar sem hann snéri boltann inn að marki Skagamanna og Baldur skallaði síðan boltann í netið. Stjarnan fékk tækifæri á að bæta við fleiri mörkum, Guðmundur Steinn og Þorri Geir fengu báðir dauðafæri en Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, kom í veg fyrir stærra tap og varð vel frá þeim. Stjarnan fagnaði að lokum 3-1 sigri á bitlausum Skagamönnum.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan spilaði virkilega vel í kvöld. Þeir voru þéttir, sýndu mikla baráttu og fengu gott framlag frá öllum leikmönnum. Flottur liðs sigur sem skilaði sér í dag og leikplanið gekk upp hjá Rúnari.Hverjir stóðu upp úr?Baldur Sigurðsson var frábær í miðverðinum, hann spilaði þar í fjarveru Daníels Laxdal. Þá var Sölvi Snær Guðbjargarson einnig flottur, skoraði fyrsta markið og lagði upp annað. Heilt yfir áttu allir leikmenn Stjörnunnar góðan leik í kvöld. Hvað gekk illa? ÍA gekk illa að halda boltanum innan síns liðs, þeir lágu tilbaka og reyndu að verjast Stjörnunni en náðu svo lítið að skapa sér hættuleg færi í sínum skyndisóknum. Hvað er framundan? Í næstu umferð fá Skagamenn ÍBV í heimsókn, þeir hafa ekki unnið leik í rúmar 6 vikur og gríðalega mikilvægt fyrir þá að vinna þann leik. Það er heldur erfiðara verkefnið sem býður Stjörnunnar en þeir fara á Hlíðarenda og mæta Val. Rúnar Páll var sáttur með frammistöðu sinna manna í dagvísir/báraRúnar Páll: Smá mótlæti styrkir okkur bara„Við sýndum þvílíkan karakter“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Við vorum feiki góður, helvítis klúður þetta mark sem við fengum á okkur en svona gerast slysin“ „Við ræddum það í hálfleik að koma sterkari til baka í seinni hálfleik og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel. Þetta var mjög góður leikur að okkar hálfu, hann var vel skipulagður og við sýndum bara þvílíkan karakter“ sagði Rúnar Páll og bætir því við hversu gott framlag hann fékk frá öllum leikmönnum í kvöld Stjarnan fékk á sig mark á lokamínútu fyrri hálfleiks og segir Rúnar að þetta sé ekkert nýtt, þeir hafa fengið svona skell áður og að þeir hafi verið staðráðnir í því að nýta sér mótlætið „Við höfum fengið svona högg í andliði áður og við vorum staðráðnir í því að láta þetta ekki á okkur fá. Smá mótlæti styrkir okkur bara“ Stjarnan er nú komið í 4 sæti deildarinnar með 27 stig og ætla sér að halda Evrópusætinu, Rúnar segir að leikmenn verði að skilja að þetta sé í þeirra höndum og að allir leikmenn þurfi að eiga sinn besta leik það sem eftir er „Við vitum það að við megum ekkert misstíga okkur í þessari baráttu um Evrópusætið og við þurfum að eiga okkar besta leik það sem eftir er í öllum þessum leikjum. Það er ótrúlega mikilvægt að leikmenn átti sig á því að þetta er í okkar höndum.“ sagði Rúnar Páll að lokum Árni Snær: Við erum gott liðÁrni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, var svekktur eftir leik en viðurkennir að þeir hafi verið lélegir í dag. Árni fékk á sig þrjú mörk í dag en átti þó ágætis leik eftir að hafa varið vel í tvígang og kom þar í veg fyrir stærra tap „Ég er bara svekktur, við vorum alveg þokkalegir í fyrri hálfleik en svo var bara lélegt að fá á okkur þetta mark á innan við mínútu í seinni hálfleik. Eftir það læstu þeir og við náðum ekki að opna þá, en þetta var bara lélegt hjá okkur, við áttum að gera betur.“ sagði fyrirliðinn Þorsteinn Már skoraði eftir aðeins 35 sekúndur og segir Árni að leikurinn hafi hrunið að þeirra hálfu eftir það „Það rotaði okkur bara, ég hef enga skýringu á því hvað gerðist. Þetta var engin uppgjöf, þeir gerðu bara vel og við fundum enga leið í gegnum þá“ ÍA vann síðast leik í deildinni 6 júlí, Árni segir að liðið sé farið að bíða eftir næsta sigri og vonast eftir að hann komi í næsta leik þegar liðið tekur á móti neðsta liði deildarinnar, ÍBV. „Þetta er auðvitað lélegt að hafa ekki unnið leik í 6 vikur og við erum farnir að bíða eftir sigri. Við erum gott lið en höfum verið lélegir uppá síðkastið. Nú förum við að sparka okkur frá botninum og við verðum góðir í næsta leik, lofa því.“ sagði Árni Snær að lokum Baldur Sigurðsson er bjartsýnn fyrir lokasprettinumvísir/báraBaldur Sig: Hefðum alveg getað klárað þetta stærraBaldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn og segir þetta ansi mikilvægt í þeirra baráttu um hið vinsæla Evrópusæti. „Mér fannst við spila þennan leik vel, kannski smá kaflaskipt en heilt yfir var þetta flott“ „Það var pirrandi að fá á sig þetta mark sem var vel hægt að koma í veg fyrir en það skiptir samt engu máli því við skoruðum tvö önnur góð í seinni“ sagði Baldur, sem var eins og gefur að skilja ekki sáttur við það að fá á sig mark beint úr hornspyrnu „Þetta er versti tíminn til að fá á sig mark, mjög vondur allavega. Þetta var bara slys og það var ekkert annað í stöðunni en að koma út og svara fyrir þetta“ Baldur segir að leikurinn hefði líklega spilast öðruvísi ef ekki hefði verið fyrir þeirra mark í upphafi seinni hálfleiks. Hann segir að þeir hafi þá strax náð góðum tökum á leiknum aftur og unnið þetta sanngjarnt „Það gerði alveg útslagið að við skoruðum svona snemma og vorum þá strax aftur komnir með yfirhöndina, við hefðum alveg getað klárað þetta stærra miðað við þau færi sem við fengum.“ sagði Baldur Baldur hefur góða tilfinginu fyrir loka sprettinum, hann segir að leikmenn séu með markmiðin á hreinu og stefni á evrópusætið sem reyndar öll lið í kringum þá stefna að „Það er alltaf góð tilfingin eftir sigur en það eru bara 5 leikir eftir og við erum í erfiðu prógrammi að mæta liðunum í kringum okkur. Við höldum bara ótrauðir áfram og viljum tryggja okkur í þetta mikilvæga Evrópusæti. Núna er það bara að duga eða drepast í næstu leikjum og það má búast við mikilli skemmtun það sem eftir er af mótinu.“ sagði Baldur að lokum Pepsi Max-deild karla
Stjarnan hafi betur gegn ÍA í Garðabænum í 17.umferð Pepsí Max deildarinnar í kvöld. Fjögur mörk voru skoruð í leiknum en jafnt var í hálfleik 1-1. Fyrsta mark leiksins kom á 25. mínútu, Sölvi Snær Guðbjargarson skoraði þar fyrir heimamenn. Stjarnan náði fljótlega tökum á leiknum og stjórnaði hraða leiksins. Skagamenn lágu tilbaka og beittu skyndisóknum enn gekk erfiðlega að skapa sér opin færi. Á loka mínútu fyrri hálfleiks jafnaði ÍA leikinn, Aron Kristófer Lárusson skoraði þá stórkostlegt mark, beint úr hornspyrnu. Þetta var skellur fyrir heimamenn sem fóru svekktir til búningsklefa í hálfleik en staðan var jöfn að fyrri hálfleik loknum, 1-1. Stjörnumenn voru ekki lengi að ná forystunni aftur, eftir aðeins 35 sekúndur í síðari hálfleiks skoraði Þorsteinn Már Ragnarsson, annað mark Stjörnunnar. Skagamenn sáu ekki til sólar í síðari hálfleik, þeim gekk illa að halda boltanum og voru þeir aldrei líklegir til að bæta við öðru marki. Fyrirliðinn, Baldur Sigurðsson, skoraði þriðja og síðasta mark Stjörnunnar þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Jósef Kristinn Jósefsson átti frábæra hornspyrnu þar sem hann snéri boltann inn að marki Skagamanna og Baldur skallaði síðan boltann í netið. Stjarnan fékk tækifæri á að bæta við fleiri mörkum, Guðmundur Steinn og Þorri Geir fengu báðir dauðafæri en Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, kom í veg fyrir stærra tap og varð vel frá þeim. Stjarnan fagnaði að lokum 3-1 sigri á bitlausum Skagamönnum.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan spilaði virkilega vel í kvöld. Þeir voru þéttir, sýndu mikla baráttu og fengu gott framlag frá öllum leikmönnum. Flottur liðs sigur sem skilaði sér í dag og leikplanið gekk upp hjá Rúnari.Hverjir stóðu upp úr?Baldur Sigurðsson var frábær í miðverðinum, hann spilaði þar í fjarveru Daníels Laxdal. Þá var Sölvi Snær Guðbjargarson einnig flottur, skoraði fyrsta markið og lagði upp annað. Heilt yfir áttu allir leikmenn Stjörnunnar góðan leik í kvöld. Hvað gekk illa? ÍA gekk illa að halda boltanum innan síns liðs, þeir lágu tilbaka og reyndu að verjast Stjörnunni en náðu svo lítið að skapa sér hættuleg færi í sínum skyndisóknum. Hvað er framundan? Í næstu umferð fá Skagamenn ÍBV í heimsókn, þeir hafa ekki unnið leik í rúmar 6 vikur og gríðalega mikilvægt fyrir þá að vinna þann leik. Það er heldur erfiðara verkefnið sem býður Stjörnunnar en þeir fara á Hlíðarenda og mæta Val. Rúnar Páll var sáttur með frammistöðu sinna manna í dagvísir/báraRúnar Páll: Smá mótlæti styrkir okkur bara„Við sýndum þvílíkan karakter“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Við vorum feiki góður, helvítis klúður þetta mark sem við fengum á okkur en svona gerast slysin“ „Við ræddum það í hálfleik að koma sterkari til baka í seinni hálfleik og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel. Þetta var mjög góður leikur að okkar hálfu, hann var vel skipulagður og við sýndum bara þvílíkan karakter“ sagði Rúnar Páll og bætir því við hversu gott framlag hann fékk frá öllum leikmönnum í kvöld Stjarnan fékk á sig mark á lokamínútu fyrri hálfleiks og segir Rúnar að þetta sé ekkert nýtt, þeir hafa fengið svona skell áður og að þeir hafi verið staðráðnir í því að nýta sér mótlætið „Við höfum fengið svona högg í andliði áður og við vorum staðráðnir í því að láta þetta ekki á okkur fá. Smá mótlæti styrkir okkur bara“ Stjarnan er nú komið í 4 sæti deildarinnar með 27 stig og ætla sér að halda Evrópusætinu, Rúnar segir að leikmenn verði að skilja að þetta sé í þeirra höndum og að allir leikmenn þurfi að eiga sinn besta leik það sem eftir er „Við vitum það að við megum ekkert misstíga okkur í þessari baráttu um Evrópusætið og við þurfum að eiga okkar besta leik það sem eftir er í öllum þessum leikjum. Það er ótrúlega mikilvægt að leikmenn átti sig á því að þetta er í okkar höndum.“ sagði Rúnar Páll að lokum Árni Snær: Við erum gott liðÁrni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, var svekktur eftir leik en viðurkennir að þeir hafi verið lélegir í dag. Árni fékk á sig þrjú mörk í dag en átti þó ágætis leik eftir að hafa varið vel í tvígang og kom þar í veg fyrir stærra tap „Ég er bara svekktur, við vorum alveg þokkalegir í fyrri hálfleik en svo var bara lélegt að fá á okkur þetta mark á innan við mínútu í seinni hálfleik. Eftir það læstu þeir og við náðum ekki að opna þá, en þetta var bara lélegt hjá okkur, við áttum að gera betur.“ sagði fyrirliðinn Þorsteinn Már skoraði eftir aðeins 35 sekúndur og segir Árni að leikurinn hafi hrunið að þeirra hálfu eftir það „Það rotaði okkur bara, ég hef enga skýringu á því hvað gerðist. Þetta var engin uppgjöf, þeir gerðu bara vel og við fundum enga leið í gegnum þá“ ÍA vann síðast leik í deildinni 6 júlí, Árni segir að liðið sé farið að bíða eftir næsta sigri og vonast eftir að hann komi í næsta leik þegar liðið tekur á móti neðsta liði deildarinnar, ÍBV. „Þetta er auðvitað lélegt að hafa ekki unnið leik í 6 vikur og við erum farnir að bíða eftir sigri. Við erum gott lið en höfum verið lélegir uppá síðkastið. Nú förum við að sparka okkur frá botninum og við verðum góðir í næsta leik, lofa því.“ sagði Árni Snær að lokum Baldur Sigurðsson er bjartsýnn fyrir lokasprettinumvísir/báraBaldur Sig: Hefðum alveg getað klárað þetta stærraBaldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn og segir þetta ansi mikilvægt í þeirra baráttu um hið vinsæla Evrópusæti. „Mér fannst við spila þennan leik vel, kannski smá kaflaskipt en heilt yfir var þetta flott“ „Það var pirrandi að fá á sig þetta mark sem var vel hægt að koma í veg fyrir en það skiptir samt engu máli því við skoruðum tvö önnur góð í seinni“ sagði Baldur, sem var eins og gefur að skilja ekki sáttur við það að fá á sig mark beint úr hornspyrnu „Þetta er versti tíminn til að fá á sig mark, mjög vondur allavega. Þetta var bara slys og það var ekkert annað í stöðunni en að koma út og svara fyrir þetta“ Baldur segir að leikurinn hefði líklega spilast öðruvísi ef ekki hefði verið fyrir þeirra mark í upphafi seinni hálfleiks. Hann segir að þeir hafi þá strax náð góðum tökum á leiknum aftur og unnið þetta sanngjarnt „Það gerði alveg útslagið að við skoruðum svona snemma og vorum þá strax aftur komnir með yfirhöndina, við hefðum alveg getað klárað þetta stærra miðað við þau færi sem við fengum.“ sagði Baldur Baldur hefur góða tilfinginu fyrir loka sprettinum, hann segir að leikmenn séu með markmiðin á hreinu og stefni á evrópusætið sem reyndar öll lið í kringum þá stefna að „Það er alltaf góð tilfingin eftir sigur en það eru bara 5 leikir eftir og við erum í erfiðu prógrammi að mæta liðunum í kringum okkur. Við höldum bara ótrauðir áfram og viljum tryggja okkur í þetta mikilvæga Evrópusæti. Núna er það bara að duga eða drepast í næstu leikjum og það má búast við mikilli skemmtun það sem eftir er af mótinu.“ sagði Baldur að lokum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti