Kolbeinn í viðtali í virtasta boxtímariti heims: „Vonandi borgar öll vinnan sig á endanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnumannaferlinum. vísir/valli Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er í löngu viðtali í boxtímaritinu virta, The Ring. Í viðtalinu fer Kolbeinn um víðan völl. Hann ræðir m.a. um hvernig það er að vera boxari í landi þar sem atvinnuhnefaleikar eru bannaðir. „Ég er einhyrningur,“ svarar Kolbeinn hlæjandi aðspurður af hverju svona fáir boxarar séu á Íslandi. „Ég segist vera frá Íslandi og þeir halda að það sé Eistland. Þeir geta ekki ímyndað sér að hnefaleikar séu stundaðir á Íslandi.“ Síðasti sigur ekki skráðurKolbeinn fer einnig yfir upphafið á boxferlinum og hversu miklar fórnir hann hefur þurft að færa til að stunda íþrótt sína. Hann hefur t.a.m. þurft að borga mikið úr eigin vasa, bara fyrir það eitt að geta keppt. „Við höfum þurft að grátbiðja fólk um að fá að vera með á bardagakvöldum,“ segir Kolbeinn sem hefur þurft að borga fyrir andstæðing án þess að hafa sjálfur neitt upp úr krafsinu. Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnumannaferlinum. Síðast bar hann sigurorð af Gyorgy Kutasi í Ungverjalandi. Þótt myndband sé til af bardaganum hefur Kolbeinn ekki fengið sigurinn skráðan af BoxRec og ekki fengið svar af hverju svo sé. Átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerirAtvinnuhnefaleikar hafa verið bannaðir hér á landi síðan 1956. Kolbeinn vonast til að það breytist í framtíðinni. „Þú átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerir. Þú hefur frjálsan vilja. Þú mátt reykja, drekka áfengi, þú getur hoppað fram af húsþaki. Það er ekki bannað. En þú mátt ekki stunda íþrótt,“ segir Kolbeinn. Hann vonast til að öll vinnan skili sér á endanum. „Ég er mjög metnaðarfullur og legg mig allan fram og fórna miklu. Ég trúi því að á endanum borgi það sig,“ segir Kolbeinn.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér. Box Tengdar fréttir Bak við tjöldin með íslenskum atvinnuboxara í sigurför til Búdapest Kolbeinn Kristinsson, eini íslenski atvinnuboxarinn í dag, vann fyrr í sumar sinn ellefta hnefaleikabardaga á ferlinum þegar hann kláraði bardaga á móti Ungverjanum Gyorgy Kutasi á tæknilegu rothöggi í annarri lotu. 12. ágúst 2019 23:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er í löngu viðtali í boxtímaritinu virta, The Ring. Í viðtalinu fer Kolbeinn um víðan völl. Hann ræðir m.a. um hvernig það er að vera boxari í landi þar sem atvinnuhnefaleikar eru bannaðir. „Ég er einhyrningur,“ svarar Kolbeinn hlæjandi aðspurður af hverju svona fáir boxarar séu á Íslandi. „Ég segist vera frá Íslandi og þeir halda að það sé Eistland. Þeir geta ekki ímyndað sér að hnefaleikar séu stundaðir á Íslandi.“ Síðasti sigur ekki skráðurKolbeinn fer einnig yfir upphafið á boxferlinum og hversu miklar fórnir hann hefur þurft að færa til að stunda íþrótt sína. Hann hefur t.a.m. þurft að borga mikið úr eigin vasa, bara fyrir það eitt að geta keppt. „Við höfum þurft að grátbiðja fólk um að fá að vera með á bardagakvöldum,“ segir Kolbeinn sem hefur þurft að borga fyrir andstæðing án þess að hafa sjálfur neitt upp úr krafsinu. Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnumannaferlinum. Síðast bar hann sigurorð af Gyorgy Kutasi í Ungverjalandi. Þótt myndband sé til af bardaganum hefur Kolbeinn ekki fengið sigurinn skráðan af BoxRec og ekki fengið svar af hverju svo sé. Átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerirAtvinnuhnefaleikar hafa verið bannaðir hér á landi síðan 1956. Kolbeinn vonast til að það breytist í framtíðinni. „Þú átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerir. Þú hefur frjálsan vilja. Þú mátt reykja, drekka áfengi, þú getur hoppað fram af húsþaki. Það er ekki bannað. En þú mátt ekki stunda íþrótt,“ segir Kolbeinn. Hann vonast til að öll vinnan skili sér á endanum. „Ég er mjög metnaðarfullur og legg mig allan fram og fórna miklu. Ég trúi því að á endanum borgi það sig,“ segir Kolbeinn.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér.
Box Tengdar fréttir Bak við tjöldin með íslenskum atvinnuboxara í sigurför til Búdapest Kolbeinn Kristinsson, eini íslenski atvinnuboxarinn í dag, vann fyrr í sumar sinn ellefta hnefaleikabardaga á ferlinum þegar hann kláraði bardaga á móti Ungverjanum Gyorgy Kutasi á tæknilegu rothöggi í annarri lotu. 12. ágúst 2019 23:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Bak við tjöldin með íslenskum atvinnuboxara í sigurför til Búdapest Kolbeinn Kristinsson, eini íslenski atvinnuboxarinn í dag, vann fyrr í sumar sinn ellefta hnefaleikabardaga á ferlinum þegar hann kláraði bardaga á móti Ungverjanum Gyorgy Kutasi á tæknilegu rothöggi í annarri lotu. 12. ágúst 2019 23:00