Rómafólkið á Íslandi er frá ýmsum löndum Ari Brynjólfsson skrifar 19. ágúst 2019 09:00 Sofiya Sahova, nýdoktor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, kemur frá Búlgaríu og er vön sambúð með Rómafólki. F réttablaðið/Sigtryggur Ari „Það kann að hljóma mjög framandi að halda ráðstefnu um sígauna á Íslandi, en svo er alls ekki. Það búa nú á fjórða hundrað hér á landi sem tilheyra þjóðflokknum,“ segir Sofiya Zahova, nýdoktor við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur innan Háskóla Íslands. Sofiya er aðalskipuleggjandi árlegrar ráðstefnu samtakanna Gypsy Lore Society, alþjóðlegra samtaka um málefni Rómafólks, sem iðulega er kallað sígaunar. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Veröld – húsi Vigdísar, og lauk nú á laugardaginn. Ráðstefnan er ávallt haldin í nýju landi á hverju ári. „Það er ekki vegna þess að Róma-fólk er þekkt fyrir að vera sífellt á flakki,“ segir Sofiya og hlær. „Þetta kemur til vegna þess að Rómafólk er um allan heim og hlutverk ráðstefnunnar, sem er sú elsta sinnar tegundar í heimi, er að auka skilning á þessum þjóðflokki eins mikið og hægt er,“ heldur Sofiya áfram. Flestir helstu sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks komu saman á ráðstefnunni, alls 140 þátttakendur frá 33 löndum. Sofiya segir margar staðalmyndir fastar við Rómafólk, hvort sem það sé aldraðar konur með kristalskúlu eða hreinlega þjófar sem svífast einskis og lifa utan ramma hefðbundins samfélags. „Á Vesturlöndum er oft litið á fólkið sem óvelkomna villimenn, það kom skýrast fram í helförinni, ég sem kem frá Búlgaríu hef alltaf litið á sambúð við Rómafólk sem hinn eðlilegasta hlut.“ Sofiya segir engar rannsóknir til um Rómafólk á Íslandi. „Það má segja að þetta sé hálfgert huldufólk,“ segir hún. Til séu heimildir um sígauna á Seyðisfirði snemma á 20. öld. Af einhverjum ástæðum hafi fólkið ekki flust hingað varanlega. „Kannski var það veðrið,“ segir hún og hlær. Breytingar á samgöngum, efnahag og lifnaðarháttum hafa orðið til þess að fjöldi Rómafólks býr nú á Íslandi. „Stór hluti af því er verkafólk sem ferðast um Evrópu í leit að vinnu. Það búa nú mörg hundruð Rómafólks hér á landi, flestir frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi,“ segir Sofiya. „En það tekur enginn eftir þeim, enda bara venjulegt fólk sem lifir alveg eins og við,“ undirstrikar Sofiya Zahova. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
„Það kann að hljóma mjög framandi að halda ráðstefnu um sígauna á Íslandi, en svo er alls ekki. Það búa nú á fjórða hundrað hér á landi sem tilheyra þjóðflokknum,“ segir Sofiya Zahova, nýdoktor við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur innan Háskóla Íslands. Sofiya er aðalskipuleggjandi árlegrar ráðstefnu samtakanna Gypsy Lore Society, alþjóðlegra samtaka um málefni Rómafólks, sem iðulega er kallað sígaunar. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Veröld – húsi Vigdísar, og lauk nú á laugardaginn. Ráðstefnan er ávallt haldin í nýju landi á hverju ári. „Það er ekki vegna þess að Róma-fólk er þekkt fyrir að vera sífellt á flakki,“ segir Sofiya og hlær. „Þetta kemur til vegna þess að Rómafólk er um allan heim og hlutverk ráðstefnunnar, sem er sú elsta sinnar tegundar í heimi, er að auka skilning á þessum þjóðflokki eins mikið og hægt er,“ heldur Sofiya áfram. Flestir helstu sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks komu saman á ráðstefnunni, alls 140 þátttakendur frá 33 löndum. Sofiya segir margar staðalmyndir fastar við Rómafólk, hvort sem það sé aldraðar konur með kristalskúlu eða hreinlega þjófar sem svífast einskis og lifa utan ramma hefðbundins samfélags. „Á Vesturlöndum er oft litið á fólkið sem óvelkomna villimenn, það kom skýrast fram í helförinni, ég sem kem frá Búlgaríu hef alltaf litið á sambúð við Rómafólk sem hinn eðlilegasta hlut.“ Sofiya segir engar rannsóknir til um Rómafólk á Íslandi. „Það má segja að þetta sé hálfgert huldufólk,“ segir hún. Til séu heimildir um sígauna á Seyðisfirði snemma á 20. öld. Af einhverjum ástæðum hafi fólkið ekki flust hingað varanlega. „Kannski var það veðrið,“ segir hún og hlær. Breytingar á samgöngum, efnahag og lifnaðarháttum hafa orðið til þess að fjöldi Rómafólks býr nú á Íslandi. „Stór hluti af því er verkafólk sem ferðast um Evrópu í leit að vinnu. Það búa nú mörg hundruð Rómafólks hér á landi, flestir frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi,“ segir Sofiya. „En það tekur enginn eftir þeim, enda bara venjulegt fólk sem lifir alveg eins og við,“ undirstrikar Sofiya Zahova.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira