Tónlist

Þurfa að greiða 342 milljónir til kristi­lega rapparans

Sylvía Hall skrifar
Katy Perry og Juicy J.
Katy Perry og Juicy J. vísir/getty
Dómstóll í Kaliforníuríki hefur dæmt söngkonuna Katy Perry og framleiðandann Dr. Luke ásamt útgáfufyrirtækinu Capitol Records til þess að greiða 342 milljónir íslenskra króna í skaðabætur vegna lagastulds. Fyrr í vikunni komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að lag þeirra, Dark Horse, væri stolið.

Sjá einnig: Katy Perry stal kristilegu rapplagi

Dark Horse kom út árið 2014 og sameinuðu þau Katy Perry og rapparinn Juicy J krafta sína í laginu. Kristilegi rapparinn Marcus Grey, sem notast við listamannsnafnið Flame, sagði undirspil lagsins vera stolið en sjálfur hafði hann gefið út lagið Joyful Noise árið 2009 og þótti honum mikil líkindi vera með lögunum.

Söngkonan sjálf mun þurfa að greiða 61,6 milljón íslenskra króna en útgáfufyrirtækið mun þurfa að greiða það sem eftir stendur. 

Hér að neðan má sjá YouTube-myndband Rick Beato þar sem hann ber saman lögin.


Tengdar fréttir

Nunna segir hendur Katy Perry blóði drifnar

Nunna sem átti í fasteignadeilum við bandarísku söngkonuna Katy Perry segir poppstjörnuna hafa blóði drifnar hendur eftir að besta vinkona og nunna hneig niður við undirbúning fyrir dómsmálið.

Vilja lágstemmda athöfn

Leikarinn Orlando Bloom og söngkonan Katy Perry undirbúa nú brúðkaup sitt.

Katy Perry stal kristilegu rapplagi

Kviðdómur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að lagið Dark Horse, sem söngkonan Katy Perry gaf út með rapparanum Juicy J, sé stolið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×