Tónlistarsköpun í alþjóðlegu umhverfi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 08:30 Það er alltaf eitthvað um nýjungar, segir Kristín Mjöll. Fréttablaðið/Valli Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu er nú haldin í sjöunda sinn og stendur til 15. ágúst. Um sjötíu hljóðfæranemar frá sjö löndum fá þar þjálfun hjá framúrskarandi listamönnum. Hátíðin er í samstarfi við ýmsa erlenda aðila, þar á meðal hið amerísk-danska New Music for Strings og Atlanta Festival Academy sem stofnuð var 2019 að fyrirmynd akademíunnar í Hörpu. Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Pétur Oddbergur Heimisson eru kynningarstjórar hátíðarinnar. „Þarna fá tónlistarnemar á Íslandi tækifæri til að vinna með erlendum nemum, spila með þeim og skapa tónlist í alþjóðlegu umhverfi. Það er alltaf mikil upplifun að heyra þetta unga fólk spreyta sig á glæsilegum verkum. Kennarar koma að utan til að kenna og spila á tónleikum. Það er alltaf eitthvað um nýjungar og nú erum við í fyrsta skipti að prófa okkur áfram með kammerblásaranámskeið,“ segir Kristín sem hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar allt frá byrjun.Framúrskarandi tónlistarmenn Frábærir tónlistarmenn verða meðal þátttakenda. Kristín nefnir fiðluleikarann Diönu Adamyan sem leikur á tónleikum 10. ágúst. „Hún er nítján ára og vann Menuhin-fiðlukeppnina þegar hún var átján ára. Hún leikur fyrir okkur ásamt Richard Simm, en hann hefur komið fram með mörgum helstu listamönnum landsins eftir að hann settist að hér á landi. Hingað kemur líka ung kona, hálf íslensk og hálf bandarísk, sem var með okkur á fyrsta námskeiðinu, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, og heldur hádegistónleika 11. ágúst ásamt píanóleikaranum Jane Ade Sutarjo sem er frá Indónesíu. Geirþrúður þykir einn efnilegasti sellóleikari landsins og stundar meistaranám við Juilliard. Alls verða haldnir fimm masterklassar á námskeiðinu og níu nemendatónleikar og kennararnir halda líka eigin tónleika sem hafa verið mjög vinsælir. Það er mjög þakklátt fyrir nemendur að hlusta á fólkið sem þeir vinna með og kenna þeim.“ Veglegir hátíðartónleikar Akademían verður opnuð með tónleikum í dag, 6. ágúst, þar sem fluttir verða strengjakvartettar, afrakstur námskeiðs með Sigurbirni Bernharðssyni fiðluleikara sem starfar nú við Oberlin-tónlistarháskólann í Bandaríkjunum. Akademíunni lýkur með hátíðartónleikum 15. ágúst. Á fyrri hluta tónleikanna leikur strengjasveit Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar nokkur verk en víðkunnur fiðluleikari, Eugene Drucker, mun leiða sveitina. Á seinni hluta tónleikanna flytur New Music of Strings nýja og nýlega kammermúsík. Dagskráin er opin öllum og Kristín segir aðsóknina ætíð hafa verið góða og að nokkuð sé um að erlendir ferðamenn sæki viðburðina. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu er nú haldin í sjöunda sinn og stendur til 15. ágúst. Um sjötíu hljóðfæranemar frá sjö löndum fá þar þjálfun hjá framúrskarandi listamönnum. Hátíðin er í samstarfi við ýmsa erlenda aðila, þar á meðal hið amerísk-danska New Music for Strings og Atlanta Festival Academy sem stofnuð var 2019 að fyrirmynd akademíunnar í Hörpu. Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Pétur Oddbergur Heimisson eru kynningarstjórar hátíðarinnar. „Þarna fá tónlistarnemar á Íslandi tækifæri til að vinna með erlendum nemum, spila með þeim og skapa tónlist í alþjóðlegu umhverfi. Það er alltaf mikil upplifun að heyra þetta unga fólk spreyta sig á glæsilegum verkum. Kennarar koma að utan til að kenna og spila á tónleikum. Það er alltaf eitthvað um nýjungar og nú erum við í fyrsta skipti að prófa okkur áfram með kammerblásaranámskeið,“ segir Kristín sem hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar allt frá byrjun.Framúrskarandi tónlistarmenn Frábærir tónlistarmenn verða meðal þátttakenda. Kristín nefnir fiðluleikarann Diönu Adamyan sem leikur á tónleikum 10. ágúst. „Hún er nítján ára og vann Menuhin-fiðlukeppnina þegar hún var átján ára. Hún leikur fyrir okkur ásamt Richard Simm, en hann hefur komið fram með mörgum helstu listamönnum landsins eftir að hann settist að hér á landi. Hingað kemur líka ung kona, hálf íslensk og hálf bandarísk, sem var með okkur á fyrsta námskeiðinu, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, og heldur hádegistónleika 11. ágúst ásamt píanóleikaranum Jane Ade Sutarjo sem er frá Indónesíu. Geirþrúður þykir einn efnilegasti sellóleikari landsins og stundar meistaranám við Juilliard. Alls verða haldnir fimm masterklassar á námskeiðinu og níu nemendatónleikar og kennararnir halda líka eigin tónleika sem hafa verið mjög vinsælir. Það er mjög þakklátt fyrir nemendur að hlusta á fólkið sem þeir vinna með og kenna þeim.“ Veglegir hátíðartónleikar Akademían verður opnuð með tónleikum í dag, 6. ágúst, þar sem fluttir verða strengjakvartettar, afrakstur námskeiðs með Sigurbirni Bernharðssyni fiðluleikara sem starfar nú við Oberlin-tónlistarháskólann í Bandaríkjunum. Akademíunni lýkur með hátíðartónleikum 15. ágúst. Á fyrri hluta tónleikanna leikur strengjasveit Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar nokkur verk en víðkunnur fiðluleikari, Eugene Drucker, mun leiða sveitina. Á seinni hluta tónleikanna flytur New Music of Strings nýja og nýlega kammermúsík. Dagskráin er opin öllum og Kristín segir aðsóknina ætíð hafa verið góða og að nokkuð sé um að erlendir ferðamenn sæki viðburðina.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira