Pierce Brosnan sagður eiga að leika Íslending í Eurovision-mynd Will Ferrell Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2019 07:49 Írski leikarinn Pierce Brosnan. Vísir/Getty Leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika í Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir Netflix. Brosnan er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar, James Bond, en er þó enginn viðvaningur þegar kemur að söngvamyndum en hann hefur sýnt stórkostlegan leik í Mamma Mia-myndunum sem byggðar eru á tónlist sænsku sveitarinnar ABBA, sem vann einmitt Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Það er írski fjölmiðillinn RIE sem greinir frá þessu og segir sögusagnir á kreiki þess efnis að Brosnan muni leika Íslending. Greint hefur verið frá því að Will Ferrell og Rachel McAdams muni leika Íslendinga í myndinni og hafa þau meðal annars fengið kennslu í íslenskum framburði, líkt og Vísir sagði frá fyrir helgi, en í kennslunni var farið yfir nokkra íslenska frasa sem koma fyrir í lagi sem flutt verður að hluta á íslensku í myndinni. Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Munu tökur á myndinni hefjast í Pinewood-myndverinu í London í vikunni en tökur munu einnig fara fram hér á landi, og hefur bærinn Húsavík verið nefndur í því samhengi, sömuleiðis í Tel Aviv í Ísrael. Will Ferrell er mikill aðdáandi Eurovision en hann er sagður hafa kynnst keppninni í gegnum eiginkonu sína, sem er sænska leikkonan Viveca Paulin. Var Ferrell staddur í Lissabon í Portúgal í fyrra þegar keppnin var haldin þar en hann og McAdams voru bæði í Tel Aviv þegar keppnin var haldin þar í vor. RÚV greindi frá því fyrir helgi að frammistaða Íslendinga í keppninni, sem hafa tekið þátt í Eurovision í 33 ár en aldrei unnið, sé eitthvað sem tekið verði fyrir í myndinni. Er McAdams sögð eiga að leika unga söngkonu frá smábæ á Íslandi. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika í Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir Netflix. Brosnan er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar, James Bond, en er þó enginn viðvaningur þegar kemur að söngvamyndum en hann hefur sýnt stórkostlegan leik í Mamma Mia-myndunum sem byggðar eru á tónlist sænsku sveitarinnar ABBA, sem vann einmitt Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Það er írski fjölmiðillinn RIE sem greinir frá þessu og segir sögusagnir á kreiki þess efnis að Brosnan muni leika Íslending. Greint hefur verið frá því að Will Ferrell og Rachel McAdams muni leika Íslendinga í myndinni og hafa þau meðal annars fengið kennslu í íslenskum framburði, líkt og Vísir sagði frá fyrir helgi, en í kennslunni var farið yfir nokkra íslenska frasa sem koma fyrir í lagi sem flutt verður að hluta á íslensku í myndinni. Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Munu tökur á myndinni hefjast í Pinewood-myndverinu í London í vikunni en tökur munu einnig fara fram hér á landi, og hefur bærinn Húsavík verið nefndur í því samhengi, sömuleiðis í Tel Aviv í Ísrael. Will Ferrell er mikill aðdáandi Eurovision en hann er sagður hafa kynnst keppninni í gegnum eiginkonu sína, sem er sænska leikkonan Viveca Paulin. Var Ferrell staddur í Lissabon í Portúgal í fyrra þegar keppnin var haldin þar en hann og McAdams voru bæði í Tel Aviv þegar keppnin var haldin þar í vor. RÚV greindi frá því fyrir helgi að frammistaða Íslendinga í keppninni, sem hafa tekið þátt í Eurovision í 33 ár en aldrei unnið, sé eitthvað sem tekið verði fyrir í myndinni. Er McAdams sögð eiga að leika unga söngkonu frá smábæ á Íslandi.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59
Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48