Heita vatnið heilar og heillar Inga Rún Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2019 07:48 Frá Bláa lóninu FBL/Ernir Mikil hefð hefur verið fyrir sundlaugaferðum í gegnum tíðina á Íslandi enda víðast nóg af heitu vatni. Heita vatnið er mikil blessun í köldu landi eins og Íslandi og varð bylting í húshitun með hitaveitu. Sundlaugar hafa alltaf verið samkomustaður og vettvangur líkamsræktar en nú eru þær ekki síður mikilvægar fyrir fólk til þess að leika sér í vatnsrennibrautum eða til slökunar í heitum pottum. Náttúrulaugar hafa einstakt aðdráttarafl. Ísland skrúfar frá sjarmanum ekki síst þar sem heita vatnið og náttúran falla saman í eitt og sífellt f leiri sækja náttúruböð heim. En hvert er aðdráttaraf l heita vatnsins fyrir ferðamenn? Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri svarar spurningunni um hvers virði heita vatnið er fyrir Ísland sem ferðamannastað. „Þetta er mjög áhugaverð spurning en ég veit ekki til þess að það sé búið að magntaka þessi atriði. Maður sér það bara í ferðaþjónustunni hvað þessar laugar hafa mikið aðdráttarafl en ég þekki enga rannsókn sem kemur inn á þetta,“ segir hann. „Ef litið er yf ir túrismann á Íslandi er fjárfestingin, fyrir utan hótelbyggingar, í svona verkefnum kannski hvað mest,“ segir hann og bendir á nýja fjárfestingu fyrir austan en Vök baths, náttúrulaug við Urriðavatn nærri Egilsstöðum, var opnuð í síðasta mánuði. Sjóböðin við Húsavík eru dæmi um aðra nýlega fjárfestingu en þau voru opnuð í fyrra og Krauma í Borgarfirði hóf síðan rekstur 2017. Fleiri náttúruböð eru væntanleg bæði í borg og sveit; Fjallaböð eru í bígerð í Þjórsárdal og nýr baðstaður og heilsulind bætast við Kársnesið árið 2021. Flestir þekkja síðan Bláa lónið og velgengni þess og Jarðböðin við Mývatn hafa enn fremur komist rækilega á ferðaþjónustukortið sem og Laugarvatn Fontana. „Þarna er vaxtarbroddurinn, alveg klárlega. Ég veit ekki betur en að þessum fyrirtækjum gangi vel og þetta sé að standa undir fjárfestingunni,“ segir Skarphéðinn.Náttúruböðin vinsælasta afþreyingin Vinsælasta afþreyingin Í þessum laugum rennur saman í eitt náttúran og áhugi ferðamanna á jarðhita. Þó að heita vatnið hafi ekki verið metið í krónum og aurum leiddi nýbirt könnun Ferðamálastofu í ljós að náttúruböð voru vinsælasta afþreying erlendra ferðamanna árið 2018 en 56,8% nýttu sér náttúruböð. Spa meðferð er næst á listanum en 47,2% létu dekra við sig og sund er í fjórða sæti með 37,7%. Ættu Íslendingar að vera að gera eitthvað meira með þennan áhuga ferðamanna á náttúruböðum og laugum? „Það er alveg hellingur sem er gerður í kringum þetta en það er engin spurning að það eru sóknarfæri í kringum svona „spa“ og vellíðan,“ segir hann.Mikill laugamaður Aðspurður segist Skarphéðinn sjálfur vera mikill laugamaður. „Ég er mjög hrifinn af þessari menningu. Ég er nýbúinn að ferðast um Vestfirði og ég held ég hafi farið í laug á hverjum degi,“ segir hann en daginn áður en samtalið fór fram laugaði hann sig í heitu pottunum í Drangsnesi. „Það er mjög skemmtilegt fyrirbæri; það eru þrír pottar niðri við sjávarmálið og það var fullt af fólki þarna. Ég fór í Krossneslaug daginn eftir en hún er alveg með ólíkindum. Þar var margt fólk. Daginn þar á undan var ég í Heydal í Mjóafirði en þar er líka laug. Á öllum þessum stöðum var fólk sem lét sér líða vel og hvíldi lúin bein eftir að hafa verið að þvælast í gönguferðum eða hvað það hefur verið að gera.“ Íslendingar telja gjarnan laugarferðir til lífsgæða og erlendu ferðamennirnir virðast skynja þetta líka. „Til viðbótar er félagslegi þátturinn,“ segir Skarphéðinn um baðferðirnar. „Þarna hittist fólk sem þekkist ekki neitt og spjallar saman. Þannig eru laugarnar. Til viðbótar við uppbyggingu síðustu ára á náttúruböðum ýmiss konar eru tugir náttúrulauga um land allt í mismunandi ástandi. Sumar hafa verið byggðar upp á meðan aðrar eru ónothæfar eða ekki aðgengilegar almenningi. Einhverjar laugar eru þekktar úr Íslendingasögunum og hafa því landar okkar fyrr á öldum þekkt kosti þess að baða sig í heitu vatni en laugar voru líka notaðar til þvotta. Á söguöld voru laugar notaðar til baða samkvæmt Íslendingasögum, Sturlungu og Biskupasögum. Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur gerði skemmtilega yfirlitsskrá yfir sögulegar laugar í byggð fyrir Orkustofnun þar sem fram kemur að laugar hafi frá upphafi landnáms verið notaðar til baða. Það er rétt hægt að ímynda sér hversu góð tilfinning það hefur verið að komast í heitt bað eftir hrakningar á heiðarvegum á hestum, á tíma þegar það var ekki sjaldgæft að fólk yrði hreinlega úti. „Sumar laugar virðast hafa rúmað nokkurn mannfjölda og verið samkomustaðir til skemmtunar líkt og sólarstrandir nútímans þar sem glaumgosar (t.d. Kjartan Ólafsson) og glæsikvendi (t.d. Guðrún Ósvífursdóttir)“ voru, stendur í skránni en laugin sem þau sóttu var ein sú þekktasta, Sælingsdalslaug við norðanverðan Hvammsfjörð. Þvottalaugarnar þjónuðu líka þessu samkomuhlutverki, allavega á 18. öld, samkvæmt Eggerti Ólafssyni og Bjarna Pálssyni. Á þeirri öld var kuldaskeið á landinu sem eins og Freysteinn ritar, „örvaði lítt til óklæddrar útivistar“ en galdratrúin á 17. öld og heittrúarstefnaná 18. öld „réðu í hugum og hjörtum þjóðarinnar, sem stemmdi gegn öllum strípagangi úti á víðavangi“. Væntanlega væri hægt að byggja upp fleiri laugar á fornum og nýjumslóðum. Reykjadalur er dæmi um stað þar sem aðstaða hefur verið bætt en stöðugur straumur ferðafólks er þar a.m.k. á sumrin enda rúmar áin marga, öfugt við smærri náttúrulaugar.Í baðspor sögunnar Dæmi um forna laug þar sem vel hefur tekist til við að skapa nýjan áfangastað er Grettislaug á Reykjaströnd í Skagafirði, þar eru reyndar tvær laugar, önnur stærri og hin minni. Nú hlýja ferðamenn sér á sama stað og Grettir yljaði sér eftir að hafa synt til lands úr Drangey. Fleiri baðstaðir hafa sprottið upp af gömlum rótum; nú baða Íslendingar sig við ljósa sandströnd í Nauthólsvík með góðri aðstöðu til pottaferða. Guðlaug á Akranesi hlýjar sjósundsfólki á Langasandi. Stöðum sem þessum gæti fjölgað. Reykjavíkurborg skipaði fyrir nokkrum árum starfshóp til að móta framtíðarsýn um sundlaugar Reykjavíkur til næstu tuttugu ára. Leiðarljós framtíðarsýnarinnar var lífsgæði borgarbúa og sérstaða Reykjavíkurborgar og tækifæri sem áfangastaður ferðamanna. Í skýrslunni sem starfshópurinn skilaði frá sér árið 2013 var mælst til „að hugað verði að annars konar lausnum og nýtingu á heita vatninu til baða en hefðbundnum sundlaugum í borginni, til dæmis náttúrulaugum af ýmsu tagi, hafnarlaug, uppsprettum, sjósundsaðstöðu og fleiru“. Efst á lista í fjárfestingaráætlun hópsins var viðbygging við Sundhöllina sem nú hefur orðið að veruleika. Fyrir örfáum árum hefðu fæstir trúað því að strandlíf gæti orðið hluti af tilveru landans. Núna virðast möguleikar til baðferða nánast endalausir og það lítur út fyrir að lauga menning Íslendinga muni bara styrkja t í sessi á komandi árum. Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Mikil hefð hefur verið fyrir sundlaugaferðum í gegnum tíðina á Íslandi enda víðast nóg af heitu vatni. Heita vatnið er mikil blessun í köldu landi eins og Íslandi og varð bylting í húshitun með hitaveitu. Sundlaugar hafa alltaf verið samkomustaður og vettvangur líkamsræktar en nú eru þær ekki síður mikilvægar fyrir fólk til þess að leika sér í vatnsrennibrautum eða til slökunar í heitum pottum. Náttúrulaugar hafa einstakt aðdráttarafl. Ísland skrúfar frá sjarmanum ekki síst þar sem heita vatnið og náttúran falla saman í eitt og sífellt f leiri sækja náttúruböð heim. En hvert er aðdráttaraf l heita vatnsins fyrir ferðamenn? Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri svarar spurningunni um hvers virði heita vatnið er fyrir Ísland sem ferðamannastað. „Þetta er mjög áhugaverð spurning en ég veit ekki til þess að það sé búið að magntaka þessi atriði. Maður sér það bara í ferðaþjónustunni hvað þessar laugar hafa mikið aðdráttarafl en ég þekki enga rannsókn sem kemur inn á þetta,“ segir hann. „Ef litið er yf ir túrismann á Íslandi er fjárfestingin, fyrir utan hótelbyggingar, í svona verkefnum kannski hvað mest,“ segir hann og bendir á nýja fjárfestingu fyrir austan en Vök baths, náttúrulaug við Urriðavatn nærri Egilsstöðum, var opnuð í síðasta mánuði. Sjóböðin við Húsavík eru dæmi um aðra nýlega fjárfestingu en þau voru opnuð í fyrra og Krauma í Borgarfirði hóf síðan rekstur 2017. Fleiri náttúruböð eru væntanleg bæði í borg og sveit; Fjallaböð eru í bígerð í Þjórsárdal og nýr baðstaður og heilsulind bætast við Kársnesið árið 2021. Flestir þekkja síðan Bláa lónið og velgengni þess og Jarðböðin við Mývatn hafa enn fremur komist rækilega á ferðaþjónustukortið sem og Laugarvatn Fontana. „Þarna er vaxtarbroddurinn, alveg klárlega. Ég veit ekki betur en að þessum fyrirtækjum gangi vel og þetta sé að standa undir fjárfestingunni,“ segir Skarphéðinn.Náttúruböðin vinsælasta afþreyingin Vinsælasta afþreyingin Í þessum laugum rennur saman í eitt náttúran og áhugi ferðamanna á jarðhita. Þó að heita vatnið hafi ekki verið metið í krónum og aurum leiddi nýbirt könnun Ferðamálastofu í ljós að náttúruböð voru vinsælasta afþreying erlendra ferðamanna árið 2018 en 56,8% nýttu sér náttúruböð. Spa meðferð er næst á listanum en 47,2% létu dekra við sig og sund er í fjórða sæti með 37,7%. Ættu Íslendingar að vera að gera eitthvað meira með þennan áhuga ferðamanna á náttúruböðum og laugum? „Það er alveg hellingur sem er gerður í kringum þetta en það er engin spurning að það eru sóknarfæri í kringum svona „spa“ og vellíðan,“ segir hann.Mikill laugamaður Aðspurður segist Skarphéðinn sjálfur vera mikill laugamaður. „Ég er mjög hrifinn af þessari menningu. Ég er nýbúinn að ferðast um Vestfirði og ég held ég hafi farið í laug á hverjum degi,“ segir hann en daginn áður en samtalið fór fram laugaði hann sig í heitu pottunum í Drangsnesi. „Það er mjög skemmtilegt fyrirbæri; það eru þrír pottar niðri við sjávarmálið og það var fullt af fólki þarna. Ég fór í Krossneslaug daginn eftir en hún er alveg með ólíkindum. Þar var margt fólk. Daginn þar á undan var ég í Heydal í Mjóafirði en þar er líka laug. Á öllum þessum stöðum var fólk sem lét sér líða vel og hvíldi lúin bein eftir að hafa verið að þvælast í gönguferðum eða hvað það hefur verið að gera.“ Íslendingar telja gjarnan laugarferðir til lífsgæða og erlendu ferðamennirnir virðast skynja þetta líka. „Til viðbótar er félagslegi þátturinn,“ segir Skarphéðinn um baðferðirnar. „Þarna hittist fólk sem þekkist ekki neitt og spjallar saman. Þannig eru laugarnar. Til viðbótar við uppbyggingu síðustu ára á náttúruböðum ýmiss konar eru tugir náttúrulauga um land allt í mismunandi ástandi. Sumar hafa verið byggðar upp á meðan aðrar eru ónothæfar eða ekki aðgengilegar almenningi. Einhverjar laugar eru þekktar úr Íslendingasögunum og hafa því landar okkar fyrr á öldum þekkt kosti þess að baða sig í heitu vatni en laugar voru líka notaðar til þvotta. Á söguöld voru laugar notaðar til baða samkvæmt Íslendingasögum, Sturlungu og Biskupasögum. Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur gerði skemmtilega yfirlitsskrá yfir sögulegar laugar í byggð fyrir Orkustofnun þar sem fram kemur að laugar hafi frá upphafi landnáms verið notaðar til baða. Það er rétt hægt að ímynda sér hversu góð tilfinning það hefur verið að komast í heitt bað eftir hrakningar á heiðarvegum á hestum, á tíma þegar það var ekki sjaldgæft að fólk yrði hreinlega úti. „Sumar laugar virðast hafa rúmað nokkurn mannfjölda og verið samkomustaðir til skemmtunar líkt og sólarstrandir nútímans þar sem glaumgosar (t.d. Kjartan Ólafsson) og glæsikvendi (t.d. Guðrún Ósvífursdóttir)“ voru, stendur í skránni en laugin sem þau sóttu var ein sú þekktasta, Sælingsdalslaug við norðanverðan Hvammsfjörð. Þvottalaugarnar þjónuðu líka þessu samkomuhlutverki, allavega á 18. öld, samkvæmt Eggerti Ólafssyni og Bjarna Pálssyni. Á þeirri öld var kuldaskeið á landinu sem eins og Freysteinn ritar, „örvaði lítt til óklæddrar útivistar“ en galdratrúin á 17. öld og heittrúarstefnaná 18. öld „réðu í hugum og hjörtum þjóðarinnar, sem stemmdi gegn öllum strípagangi úti á víðavangi“. Væntanlega væri hægt að byggja upp fleiri laugar á fornum og nýjumslóðum. Reykjadalur er dæmi um stað þar sem aðstaða hefur verið bætt en stöðugur straumur ferðafólks er þar a.m.k. á sumrin enda rúmar áin marga, öfugt við smærri náttúrulaugar.Í baðspor sögunnar Dæmi um forna laug þar sem vel hefur tekist til við að skapa nýjan áfangastað er Grettislaug á Reykjaströnd í Skagafirði, þar eru reyndar tvær laugar, önnur stærri og hin minni. Nú hlýja ferðamenn sér á sama stað og Grettir yljaði sér eftir að hafa synt til lands úr Drangey. Fleiri baðstaðir hafa sprottið upp af gömlum rótum; nú baða Íslendingar sig við ljósa sandströnd í Nauthólsvík með góðri aðstöðu til pottaferða. Guðlaug á Akranesi hlýjar sjósundsfólki á Langasandi. Stöðum sem þessum gæti fjölgað. Reykjavíkurborg skipaði fyrir nokkrum árum starfshóp til að móta framtíðarsýn um sundlaugar Reykjavíkur til næstu tuttugu ára. Leiðarljós framtíðarsýnarinnar var lífsgæði borgarbúa og sérstaða Reykjavíkurborgar og tækifæri sem áfangastaður ferðamanna. Í skýrslunni sem starfshópurinn skilaði frá sér árið 2013 var mælst til „að hugað verði að annars konar lausnum og nýtingu á heita vatninu til baða en hefðbundnum sundlaugum í borginni, til dæmis náttúrulaugum af ýmsu tagi, hafnarlaug, uppsprettum, sjósundsaðstöðu og fleiru“. Efst á lista í fjárfestingaráætlun hópsins var viðbygging við Sundhöllina sem nú hefur orðið að veruleika. Fyrir örfáum árum hefðu fæstir trúað því að strandlíf gæti orðið hluti af tilveru landans. Núna virðast möguleikar til baðferða nánast endalausir og það lítur út fyrir að lauga menning Íslendinga muni bara styrkja t í sessi á komandi árum.
Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira