Sameiginlegir hagsmunir okkar allra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 9. ágúst 2019 07:00 Kjaraviðræður aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa staðið frá því í vor. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum og svo virðist sem samráð þessara þriggja viðsemjenda sín í milli tefji frekar fyrir en hitt. Kjaraviðræður eru nú að hefjast á ný að loknu sumarleyfi og rétt rúmur mánuður til stefnu því samkvæmt viðræðuáætlunum hyggjast flestir hafa náð samningum 15. september nk. Meginkröfur aðildarfélaga BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum eru skýrar og sanngjarnar. Félögin hafa afþakkað krónutöluhækkanir enda eru þær í engu samræmi við uppbyggingu þess launakerfis sem háskólamenntaðir sérfræðingar hjá hinu opinbera starfa innan. Krafan um styttingu vinnuvikunnar hefur fengið nokkurn hljómgrunn hjá viðsemjendum BHM. Það vekur vonir um að hægt verði að stíga raunhæf skref í þessa átt í væntanlegum kjarasamningum. Samræming lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins kallar á að launakjör séu einnig samræmd milli markaða. Í samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög árið 2016 var stefnt að því að jöfnun launa tæki 6–10 ár. Nú þegar eru liðin þrjú ár frá undirritun samkomulagsins og morgunljóst að taka verður fyrstu skref í átt til jöfnunar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þá er mikilvægt fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM að létta endurgreiðslubyrði námslána. Áætlað er að starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um þetta mál skili niðurstöðum í lok sumars. BHM bindur vonir við að á grundvelli þeirra verði hægt að gera nauðsynlegar breytingar sem koma til móts við greiðendur námslána. Nú þarf að bretta upp ermar og gera góða kjarasamninga. Samninga sem tryggja háskólamenntuðum sérfræðingum hjá ríki, borg og sveitarfélögunum sanngjarnar launahækkanir og eðlilegar umbætur. Slíkir samningar myndu án nokkurs vafa auðvelda nýliðun og mönnun mikilvægra starfsstétta hjá hinu opinbera og bæta almannaþjónustuna í landinu. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Kjaraviðræður aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa staðið frá því í vor. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum og svo virðist sem samráð þessara þriggja viðsemjenda sín í milli tefji frekar fyrir en hitt. Kjaraviðræður eru nú að hefjast á ný að loknu sumarleyfi og rétt rúmur mánuður til stefnu því samkvæmt viðræðuáætlunum hyggjast flestir hafa náð samningum 15. september nk. Meginkröfur aðildarfélaga BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum eru skýrar og sanngjarnar. Félögin hafa afþakkað krónutöluhækkanir enda eru þær í engu samræmi við uppbyggingu þess launakerfis sem háskólamenntaðir sérfræðingar hjá hinu opinbera starfa innan. Krafan um styttingu vinnuvikunnar hefur fengið nokkurn hljómgrunn hjá viðsemjendum BHM. Það vekur vonir um að hægt verði að stíga raunhæf skref í þessa átt í væntanlegum kjarasamningum. Samræming lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins kallar á að launakjör séu einnig samræmd milli markaða. Í samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög árið 2016 var stefnt að því að jöfnun launa tæki 6–10 ár. Nú þegar eru liðin þrjú ár frá undirritun samkomulagsins og morgunljóst að taka verður fyrstu skref í átt til jöfnunar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þá er mikilvægt fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM að létta endurgreiðslubyrði námslána. Áætlað er að starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um þetta mál skili niðurstöðum í lok sumars. BHM bindur vonir við að á grundvelli þeirra verði hægt að gera nauðsynlegar breytingar sem koma til móts við greiðendur námslána. Nú þarf að bretta upp ermar og gera góða kjarasamninga. Samninga sem tryggja háskólamenntuðum sérfræðingum hjá ríki, borg og sveitarfélögunum sanngjarnar launahækkanir og eðlilegar umbætur. Slíkir samningar myndu án nokkurs vafa auðvelda nýliðun og mönnun mikilvægra starfsstétta hjá hinu opinbera og bæta almannaþjónustuna í landinu. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun