„Á endanum ekki hræddur við að velja Cecilíu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2019 14:00 Þrátt fyrir að vera nýorðin 16 ára hefur Cecilía leikið 35 keppnisleiki í meistaraflokki. vísir/bára Jón Þór Hauksson valdi Cecilíu Rán Rúnarsdóttir, markvörð Fylkis, í íslenska landsliðshópinn fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2021. Cecilía kemur inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur sem er barnshafandi. Cecilía er fædd árið 2003 og fagnaði 16 ára afmæli sínu 26. júlí síðastliðinn. Cecilía er ein þriggja markvarða í hópnum. Hinar eru Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir sem eru báðar fæddar 1986 og verða 33 ára síðar á árinu. Jón Þór segir að það sé vissulega áhætta að velja svona ungan markvörð í landsliðshópinn. Hann hefur þó fulla trú á Cecilíu og hefur hrifist af frammistöðu hennar í sumar. Hefur sýnt mikinn þroskaCecilía og stöllur hennar í Fylki eru komnar upp í 5. sæti Pepsi Max-deildar kvenna eftir þrjá sigra í röð.vísir/bára„Auðvitað er maður hikandi við að velja svona ungan markvörð. Engu að síður hefur hún staðið sig mjög vel í Pepsi Max-deildinni í sumar, sýnt mikinn þroska og frábæra þróun,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi. „Á endanum var ég ekki hræddur við að velja hana. En þegar ungir leikmenn koma inn máttu búast við því að frammistaðan verði upp og niður og við getum alveg átt von á því mistök eigi sér stað einhvers staðar á leiðinni. Þegar þú tekur svona unga leikmenn inn þarftu að vera tilbúinn að takast á við það og teljum okkur vera það.“ Cecilía hefur leikið ellefu af tólf leikjum Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar auk þriggja leikja í Mjólkurbikarnum. Í fyrra lék hún með Aftureldingu/Fram og var valinn besti markvörður Inkasso-deildarinnar. Cecilía hefur leikið 15 leiki fyrir U-17 ára landsliðið og sex leiki fyrir U-16 ára liðið. Cecilía verður í eldlínunni þegar Fylkir tekur á móti Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. 8. ágúst 2019 14:56 Cloé ekki orðin lögleg með íslenska landsliðinu Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild með íslenska landsliðinu frá FIFA. 8. ágúst 2019 15:51 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira
Jón Þór Hauksson valdi Cecilíu Rán Rúnarsdóttir, markvörð Fylkis, í íslenska landsliðshópinn fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2021. Cecilía kemur inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur sem er barnshafandi. Cecilía er fædd árið 2003 og fagnaði 16 ára afmæli sínu 26. júlí síðastliðinn. Cecilía er ein þriggja markvarða í hópnum. Hinar eru Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir sem eru báðar fæddar 1986 og verða 33 ára síðar á árinu. Jón Þór segir að það sé vissulega áhætta að velja svona ungan markvörð í landsliðshópinn. Hann hefur þó fulla trú á Cecilíu og hefur hrifist af frammistöðu hennar í sumar. Hefur sýnt mikinn þroskaCecilía og stöllur hennar í Fylki eru komnar upp í 5. sæti Pepsi Max-deildar kvenna eftir þrjá sigra í röð.vísir/bára„Auðvitað er maður hikandi við að velja svona ungan markvörð. Engu að síður hefur hún staðið sig mjög vel í Pepsi Max-deildinni í sumar, sýnt mikinn þroska og frábæra þróun,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi. „Á endanum var ég ekki hræddur við að velja hana. En þegar ungir leikmenn koma inn máttu búast við því að frammistaðan verði upp og niður og við getum alveg átt von á því mistök eigi sér stað einhvers staðar á leiðinni. Þegar þú tekur svona unga leikmenn inn þarftu að vera tilbúinn að takast á við það og teljum okkur vera það.“ Cecilía hefur leikið ellefu af tólf leikjum Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar auk þriggja leikja í Mjólkurbikarnum. Í fyrra lék hún með Aftureldingu/Fram og var valinn besti markvörður Inkasso-deildarinnar. Cecilía hefur leikið 15 leiki fyrir U-17 ára landsliðið og sex leiki fyrir U-16 ára liðið. Cecilía verður í eldlínunni þegar Fylkir tekur á móti Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. 8. ágúst 2019 14:56 Cloé ekki orðin lögleg með íslenska landsliðinu Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild með íslenska landsliðinu frá FIFA. 8. ágúst 2019 15:51 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira
Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. 8. ágúst 2019 14:56
Cloé ekki orðin lögleg með íslenska landsliðinu Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild með íslenska landsliðinu frá FIFA. 8. ágúst 2019 15:51