Slæmt veður tafði tvisvar hringinn hjá Ólafíu Þórunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 14:56 Ólafía Þórunn Kristinsdótti Getty/Mark Runnacles Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var eins og Valdís Þóra Jónsdóttir langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna skoska meistaramótinu í golfi. Ólafía Þórunn sleppti Íslandsmóti á heimavelli þegar hún fékk óvænt boð um þátttöku á mótinu í Skotlandi en náði ekki að nýta sér þetta tækifæri. Ólafía lék annan hringinn á eftir að hafa leikið á fjórum höggum yfir pari í dag. Þetta var fuglalaus hringur en hún paraði fjórtán holur og fékk fjóra skolla. Hún endar því mótið á átta höggum yfir pari og er langt frá því að ná niðurskurðinum sem er miðaður við parið. Ólafía Þórunn er nú við hlið löndu sinnar Valdísar Þóru í 127. til 138. sæti mótsins. 75 kylfingar eru að ná niðurskurðinum eins og staðan er núna. Þetta var erfiður dagur enda slæmt veður á Renaissance vellinum í North Berwick í Skotlandi. Það þurfti tvisvar að gera hlé á leik vegna slæms veðurs. Þegar það gerðist fyrst þá átti Ólafía Þórunn aðeins eftir að klára þrjár holur og svo átti hún aðeins eina holu eftir þegar leik var hætt á ný. Ólafía náði loksins á klára hringinn rúmum klukkutíma síðar.Play has been suspended at 13:04 due to the course being unplayable #ASILSO@LadiesScottishpic.twitter.com/k4pJeB2SMW — Ladies European Tour (@LETgolf) August 9, 2019 Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var eins og Valdís Þóra Jónsdóttir langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna skoska meistaramótinu í golfi. Ólafía Þórunn sleppti Íslandsmóti á heimavelli þegar hún fékk óvænt boð um þátttöku á mótinu í Skotlandi en náði ekki að nýta sér þetta tækifæri. Ólafía lék annan hringinn á eftir að hafa leikið á fjórum höggum yfir pari í dag. Þetta var fuglalaus hringur en hún paraði fjórtán holur og fékk fjóra skolla. Hún endar því mótið á átta höggum yfir pari og er langt frá því að ná niðurskurðinum sem er miðaður við parið. Ólafía Þórunn er nú við hlið löndu sinnar Valdísar Þóru í 127. til 138. sæti mótsins. 75 kylfingar eru að ná niðurskurðinum eins og staðan er núna. Þetta var erfiður dagur enda slæmt veður á Renaissance vellinum í North Berwick í Skotlandi. Það þurfti tvisvar að gera hlé á leik vegna slæms veðurs. Þegar það gerðist fyrst þá átti Ólafía Þórunn aðeins eftir að klára þrjár holur og svo átti hún aðeins eina holu eftir þegar leik var hætt á ný. Ólafía náði loksins á klára hringinn rúmum klukkutíma síðar.Play has been suspended at 13:04 due to the course being unplayable #ASILSO@LadiesScottishpic.twitter.com/k4pJeB2SMW — Ladies European Tour (@LETgolf) August 9, 2019
Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira