Öndin Búkolla hegðar sér eins og hundur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. júlí 2019 07:00 Öndin Búkolla er mikill gleðigjafi fjölskyldunnar. mynd/Ragnheiður Búkolla er æðarkolla og þaðan kemur hið sérstaka nafn sem flestir þekkja úr ævintýrinu. Vinkona Ragnheiðar og Geirs á varpland nálægt Flateyri og þaðan kom Búkolla. Þau tóku hana að sér síðasta haust eftir að köttur hafði slitið væng hennar og gert hana ófleyga. „Hún er gæf enda hefur hún alist upp með tveimur hundum. Það gerir það að verkum að hún hegðar sér að miklu leyti eins og hundur,“ segir Ragnheiður. „Ef hún er í stuði þá hleypur hún eftir dóti sem við rennum eftir gólfinu og nartar í það. Ef Búkolla fengi að ráða þá myndi hún aðeins éta hundamat.“ Búkollu kemur ágætlega saman við hina hundana og stjórnar þeim að miklu leyti. Ef Búkolla á slæman dag stuggar hún þeim í burtu og þeir halda sinni fjarlægð. Ragnheiður segir að Búkolla sé mjög hænd að heimilisfólkinu og að hún geri sér mannamun. „Ef við sitjum í sófanum þá kemur hún vappandi að og hættir ekki að pikka í sófann fyrr en maður tekur hana upp. Hún vill kúra hjá okkur en þess á milli á hún sitt horn sem henni finnst gott að vera í.“ Þó að Búkolla hafi lært ýmislegt af hundunum þá ver hún ekki heimilið þegar barið er að dyrum. Hún er engu að síðu mjög forvitin og vill sjá ef gesti ber að garði. Sumir vilja meina að hægt sé að temja eða þjálfa endur. Ragnheiður segir að þau hafi ekki látið reyna á það. Það yrði of erfitt og tímafrekt. Fjölskyldan á heimili í Norðlingaholti og Búkolla ferðast með þeim milli landshluta. Á báðum stöðunum fer fjölskyldan með hana í sund en óttast það ekki að hún skili sér ekki til baka. „Hún syndir alveg töluvert langt út á sjó, hittir aðra fugla en fylgist alltaf með okkur og kemur svo syndandi til baka,“ segir Ragnheiður. „Við þekkjum kallið hennar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Ísafjarðarbær Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Búkolla er æðarkolla og þaðan kemur hið sérstaka nafn sem flestir þekkja úr ævintýrinu. Vinkona Ragnheiðar og Geirs á varpland nálægt Flateyri og þaðan kom Búkolla. Þau tóku hana að sér síðasta haust eftir að köttur hafði slitið væng hennar og gert hana ófleyga. „Hún er gæf enda hefur hún alist upp með tveimur hundum. Það gerir það að verkum að hún hegðar sér að miklu leyti eins og hundur,“ segir Ragnheiður. „Ef hún er í stuði þá hleypur hún eftir dóti sem við rennum eftir gólfinu og nartar í það. Ef Búkolla fengi að ráða þá myndi hún aðeins éta hundamat.“ Búkollu kemur ágætlega saman við hina hundana og stjórnar þeim að miklu leyti. Ef Búkolla á slæman dag stuggar hún þeim í burtu og þeir halda sinni fjarlægð. Ragnheiður segir að Búkolla sé mjög hænd að heimilisfólkinu og að hún geri sér mannamun. „Ef við sitjum í sófanum þá kemur hún vappandi að og hættir ekki að pikka í sófann fyrr en maður tekur hana upp. Hún vill kúra hjá okkur en þess á milli á hún sitt horn sem henni finnst gott að vera í.“ Þó að Búkolla hafi lært ýmislegt af hundunum þá ver hún ekki heimilið þegar barið er að dyrum. Hún er engu að síðu mjög forvitin og vill sjá ef gesti ber að garði. Sumir vilja meina að hægt sé að temja eða þjálfa endur. Ragnheiður segir að þau hafi ekki látið reyna á það. Það yrði of erfitt og tímafrekt. Fjölskyldan á heimili í Norðlingaholti og Búkolla ferðast með þeim milli landshluta. Á báðum stöðunum fer fjölskyldan með hana í sund en óttast það ekki að hún skili sér ekki til baka. „Hún syndir alveg töluvert langt út á sjó, hittir aðra fugla en fylgist alltaf með okkur og kemur svo syndandi til baka,“ segir Ragnheiður. „Við þekkjum kallið hennar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Ísafjarðarbær Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira